Bændablaðið - 23.04.2020, Side 30

Bændablaðið - 23.04.2020, Side 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. apríl 202030 SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA80ÁRA „ÞÚ VEIST hvaðan það kemur“ Hinn 13. janúar árið 1940 komu nokkrir garðyrkjumenn saman til hádegisverðarfundar á Hótel Borg. Tilgangur fundarins var að ræða sölu- og markaðsmál garð- yrkjunnar. Sölufélag garðyrkju- manna tók formlega til starfa 1. maí sama ár og fagnar 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Sölufélag garðyrkjumanna eru fyrstu samtökin sem garðyrkjumenn stofna hér á landi og var tilgangur­ inn með stofnun þeirra að annast sölu og dreifingu grænmetis og ávaxta sem félagsmenn framleiða og um leið að efla gæði framleiðsl­ unnar. Félagið varð fljótlega og er enn sterkur málsvari garðyrkju­ stéttarinnar þegar kemur að hags­ munum hennar og auknum gæðum íslenskrar matvælaframleiðslu. Saga Sölufélags garðyrkjumanna er samofin sögu garðyrkjunnar á Íslandi og vöxtur þess í takt við þróun matjurtaræktunar í landinu. Öflugt félag í sókn Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda­ stjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að þrátt fyrir að starfsemi félagsins hafi breyst talsvert frá stofnun felist hún enn í grunninn í því að félagsmenn leggja inn uppskeru sína og félagið sjái um að koma vörunni ferskri og á sem bestan og ódýrastan hátt til neytenda og skila sem mestu af heildsöluverði hennar til framleiðenda. „Líkt og í upphafi er SFG öflugt og framsækið fyrirtæki sem hefur að markmiði að fullnýta allar afurðir og starfa í anda sjálfbærni og umhverfisverndar.“ Stofnendur Sölufélags garð­ yrkjumanna voru fjórtán talsins og í fyrstu stjórn félagsins voru Jón Hannesson, Deildartungu, formað­ ur, L. Bo Eskov, Blómvangi, Ólafur Gunnlaugsson, Laugabóli, Kjartan Gíslason, Mosfelli og Unnsteinn Ólafsson, Reykjum, og fyrsti framkvæmdastjóri þess Ólafur G. Einarsson. Miklar vonir bundnar við SFG Framleiðsla á grænmeti var ung starfsgrein á Íslandi árið 1940 og enn í mótun. Þegar Sölufélag garðyrkjumanna tók til starfs þótti flokkun á grænmeti í talsverðum ólestri og kom fram í fjölmiðlum að úrbóta væri þörf. Einnig kom fram að miklar vonir væru bundnar við stofnun félagsins og úrbætur í meðferð grænmetis samfara því. Háleit markmið Markmið stofnanda Sölufélagsins voru háleit og í viðtali við Kjartan Gíslason varaformann í október 1940 kemur fram að félagið verði í framtíðinni sölumiðstöð ávaxta, sem í gróðurhúsum eru ræktaðir, grænmetis og fleira. Í sömu grein segir: „Tilgangurinn með félags­ stofnuninni er meðal annars sá, að draga úr milliliðakostnaði þeim, sem lagst hefur á þessa markaðs­ vörur, og verða báðum aðilum til hagsbóta, Neytendum og fram­ leiðendum. Vekur það fyrir félags­ mönnum, að afgreiðsla mála verði svo góð, að allir framleiðendur sameinist um félagsskapinn áður en langt um líður.“ Kjartan segir einnig; „Verða vörurnar því aðeins látnar af hendi stranglega flokkaðar og kaup­ mönnum og neytendum því óhætt að treysta, að gæði þeirra séu þau, sem sögð eru.“ Skikkan á flokkun Framan af gekk misvel að fá græn­ metisræktendur innan vébanda SFG til að virða og fara eftir reglum sem samþykktar voru á fundi félagsins í apríl 1940. Árið 1957 var samþykkt að flokkun afurðanna yrði á hönd­ um Sölufélags garðyrkjumanna en ekki framleiðanda og komið á fót flokkunarstöð fyrir grænmeti og flokkun á grænmeti komast í fastar skorður. Í dag sjá framleiðendur sjálfir um flokkun og pökkun afurðanna og leggja metnað sinn í að tryggja gæðin. Fjölgun félagsmanna Eitt fyrsta verk félagsmanna eftir stofnun SFG var að auka fjölda félagsmanna sinna og flytja inn rekstrarvörur fyrir sína félags­ menn. Fyrstu árin fjölgaði félags­ mönnum hratt. Árið 1942 bættust 18 framleiðendur við og árið 1944 eru þeir 54. Fyrstu árin var markaðssetn­ ing á vegum SFG mest á Stór­ Reykjavíkursvæðinu og orsakað­ Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Garðyrkjubændurnir Sigrún Pálsdóttir og Þröstur Jónsson að taka upp hvítkál á góðum sumardegi. Húsbygging SFG við Skógarhlíð var formlega tekin í notkun 1956. Einar Hallgrímsson í Garði og Helga dóttir hans að planta út káli. Myndin er tekin á sjöunda áratugnum. Ein af fyrstu auglýsingum Sölufélags garðyrkjumanna. Framsókn: bændablað - samvinnublað. 13. tölublað, 8. árgangur 1940. Verslun SFG í nýju húsnæði í Skógarhlíðinni. Starfsmenn SFG við vinnu á lager í nýjum húsakynnum við Skógarhlíð síðla á 6. áratugnum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.