Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Blaðsíða 10
AFMÆLISRIT ÖBÍ Baráttufundur á Austurvelli. 10 stofnunar Öryrkjabandalagsins og ýmissa sér- félaga öryrkja og aðstandenda. Samvinna félaganna undirbúin Á seinni hluta sjötta áratugarins voru gerðar nokkrar tilraunir til að koma á bandalagi starf- andi öryrkjafélaga en án árangurs. Á stofnfundi Sjálfsbjargar í júní 1959 var samþykkt áskorun á stjórnina að hún beitti sér fyrir samvinnu við önnur öryrkjafélög. Hún varð við þessari sam- þykkt og boðaði fulltrúa frá SÍBS og Blindrafélag- inu til fundar 7. september að Grundarstíg 15 til að ræða samstarf félaganna. Á öðrum fundi í nóvember var kosin samstarfsnefnd félaganna þriggja. Hún ákvað að fela þremur mönnum að annast frekari undirbúning að stofnun banda- lags félaganna. Það var svo ekki fyrr en í árs- byrjun 1961 að nefndin skilaði áliti og þar kom fram að hún taldi að miklu skipti að styrktarfélög öryrkja gætu líka átt aðild að bandalaginu. Eftir tillögunni varfarið. Öryrkjabandalag íslands stofnað Fyrri stofnfundur bandalags öryrkja var haldinn 22. mars 1961 að Bræðraborgarstíg 9. Þrír full- trúar komu frá hverju félaganna sex sem stofna ætluðu bandalagið en þau voru Blindrafélagið, Blindravinafélag íslands, SÍBS, Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra og Styrktarfélag vangefinna. Framhalds- stofnfundur var haldinn föstudaginn 5. maí á sama stað. Eftir að búið var að samþykkja lögin var fyrsta stjórnin kosin. Oddur Ólafsson var kos- inn formaður og bandalaginu var gefið nafnið Öryrkjabandalag íslands. Fljótlega var Guðmundur Löve ráðinn fram- kvæmdastjóri og 1. ágúst var skrifstofa banda- lagsins opnuð að Bræðraborgarstíg 9 þar sem hún var fyrstu tíu árin. Þeir Oddur Ólafsson náðu vel saman og tókst á næstu tveimur áratugum að gera Öryrkjabandalagið að sterku afli og mikil- vægum bakhjarli fatlaðs fólks þótt fjárhagurinn hafi allan þann tíma verið ákaflega þröngur. Með þeim í uppbyggingarstarfinu vann vösk sveit karla og kvenna. Uppbyggingin í Hátúni Fyrstu stjórnendurnir litu svo á að meginverk- efnin framundan væru þrjú: Að styrkja fjárhags- lega afkomu fatlaðra, auka möguleika þeirra til endurhæfingar og að bæta úr brýnni húsnæðis- þörf þeirra en fjöldi öryrkja bjó annaðhvort hjá ættingjum eða í mjög slæmu húsnæði. Sérstak- lega varð árangurinn glæsilegur í húsnæðismál- unum. Stofnaður var Hússjóður ÖBÍ 22. febrúar 1966 og var Oddur Ólafsson kosinn formaður stjórnar hans. f kjölfarið fékk sjóðurinn lóðir í Há- túni og byggði þar á árunum 1966-1975 þrjár blokkir. Þetta var mikið afrek í Ijósi lítilla fjár- ráða bandalagsins. Farið var af stað með nán- ast tóman peningakassa í milljarðaverk miðað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.