Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Síða 27

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Síða 27
Ljósmynd: Sigfús Pétursson Verðlaunahafar hvatningarverðlauna 2008. Hvatningarverðlaun ÖBÍ C o LO tn 3 4-» Q_ LO '3 M- ■u c >V £ i/i Þann 3. desember n.k. verða Hvatningar- verðlaun ÖBÍ veitt í fimmta sinn. Þá verð- launar Öryrkjabandalag íslands þá sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað nútímalegar áherslur hvað varðar jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðs fólks í sam- félaginu. Megintilgangur verðlaunanna er að veita þeim viðurkenningu sem hafa lagt lið einu helsta baráttumáli ÖBÍ, sem er eitt samfélag fyriralla. Hönnuður verðlaunanna er Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og verndari þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands. Það er grundvallaratriði að fatlað fólk gefi tóninn og veiti slík verðlaun. Við, sem á einhvern hátt erum fötluð, eigum að leggja línurnar og vera í fararbroddi við mat á því sem vel er gert í eigin málaflokki. Verðlaunin eru í senn hrós fyrir gott framlag og frekari hvatning til góðra verka. Edda Heiðrún Backman ásamt dóttursinni, forseta íslands og forsetafrú árið 2009. Hvatningarverðlaunin eru þríþætt: í flokki ein- staklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Tilnefningar til verðlaun- anna hafa verið fjölbreyttar og endurspeglað vel hvað réttindabarátta fatlaðs fólks á sér stað á mörgum og mismunandi sviðum þjóðlífsins. Á síðasta ári hlutu eftirfarandi Hvatningar- verðlaun ÖBÍ: íflokki einstaklinga: Harpa Dís Harðardóttir fyrir metnaðarfullt starf við gerð orlofshúss með góðu aðgengifyrirfatlaðfólksem og fyriráralanga bar- áttu fyrir réttindum þess. í flokki fyrirtækja/stofnana: Reykjadalur fyrir ötult starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna með rekstri sumarbúða og helgardvalar að vetri. í flokki umfjöllunar/kynningar: Margrét Dag- mar Ericsdóttir fyrir myndina Sólskinsdrengur- inn, sem aukið hefur skilning almennings á marg- breytileika einhverfu. Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ hvetur alla þá sem til þekkja og áhuga hafa á þessum vettvangi til að skila inn tilnefningum. Eyðublað fyrir tilnefningar ásamt nánari upplýs- ingum um verðlaunin má nálgast á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni: www.obi.is/um-obi/hvatningar- verdlaunOBI Steinunn Þóra Árnadóttir, formaður undirbúningsnefndar Hvatningarverðlauna ÖBÍ

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.