Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 05.05.2011, Síða 46
AFMÆLISRIT ÖBÍ
Fundaröð
Öryrkjabandalags íslands um landið
46
Yfirfærsla á þjónustu fyrir fatlað fólkfrá ríki
til sveitarfélaga fór fram um síðustu ára-
mót. Öryrkjabandalag íslands (ÖBÍ) hefur af
því tilefni haldið fræðslu- og umræðufund-
ina Fatlað fólk á tímamótum: Eru mann-
réttindi virt víðs vegar um landið. Mark-
mið fundanna er að ná til fatlaðs fólks
og aðstandenda þeirra á þessum tíma-
mótum og kynna nýjar áherslur í málefnum
þeirra auk þess sem ÖBÍ segir frá áætl-
unum sínum varðandi yfirfærsluna. Einnig
er lögð áhersla á að ræða við stjórnendur í
málefnum fatlaðs fólks og hafa þeir ásamt
starfsfólki komið á fundina.
Dagskrá fundanna er fjölbreytt. Helga Baldvinsd.
Bjargardóttir, sem er í meistaranámi í fötlunar-
fræðum við Háskóla íslands, fjallar um sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
sem ísland hefur skrifað undir og til stendur að
lögleiða. Undirrituð segir frá nýju lagaumhverfi
sem leit dagsins Ijós við yfirfærsluna og upplifun
fatlaðs fólks af þeirri þjónustu sem verið hefur í
boði á vegum ríkisins. Guðmundur Magnússon,
formaður ÖBf, hefur kynnt starfsemi bandalags-
ins og viðbrögð þess við yfirfærslunni, sem fel-
ast meðal annars í þessari fundaröð. Einnig hefur
Guðmundur hvatt fatlað fólk og aðstandendur,
sem mætt hafa á fundina, til að taka þátt í upp-
byggingu tengslahópa eða notendaráða ÖBÍ á
landsbyggðinni. Þeim er ætlað að vera stuðn-
ingur fyrir fatlað fólk á svæðinu og sinna ákveð-
inni réttindagæslu. Notendastýrð persónuleg
aðstoð (NPA) var kynnt á fyrstu fundunum og
sáu Freyja Haraldsdóttir framkvæmdastjóri NPA
miðstöðvarinnar og Embla Ágústsdóttir vara-
formaður um þá kynningu. Því miður hefur mið-
stöðin nú dregið sig til baka úr fundaröðinni
sökum anna. Fyrirlestrar þeirra hafa vakið mikla
athygli og heimamenn hafa sýnt þessu nýja formi
á aðstoð mikinn áhuga. í haust stendur til að setja
á stofn þekkingarmiðstöð fyrir hreyfihamlað fólk
á vegum Sjálfsbjargar. Ingibjörg Loftsdóttir hefur
verið með kynningu á henni þar sem hún segir
frá hvernig áætlað er að byggja miðstöðina upp.
í lok funda hefur verið boðið upp á umræður og
fyrirspurnir.
Nú þegar hefur ÖBÍ heimsótt Suðurnes, Selfoss,
Hvolsvöll, Akranes, Grundarfjörð, Dalvík, Akur-
eyri, Húsavík, Egilsstaði, Reyðarfjörð og Sauðár-
krók. Einnig er áætlað að fara til Vestmannaeyja,
ísafjarðar, Reykhólasveitar, Hvammstanga og
HafnaríHornafirði.Fundirá höfuðborgarsvæðinu
eru áætlaðir næsta haust. Hingað til hafa fundir
verið ágætlega sóttir og miklar umræður hafa
Fundur á Sauðárkróki.