Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 23
skiptavinum skjót svör. „Þar fara fram bókanir, farið er yfir verk og viðskiptavinum veittar almennar upplýsingar og önnur þjónusta. Með tilkomu þjónustuversins er tryggð betri svörun og betri undirbúningur verkefna, sem skilar skjótari þjónustu,“ segir hann. Þegar upp koma mál sem þarfn- ast skjótra viðbragða er leitast við að greina bílinn sem fyrst til að f lýta fyrir pöntun varahluta og viðgerð. „Markmiðið er að tryggja þann- ig skjóta þjónustu til að koma í veg fyrir óþarfa rekstrarstöðvun tækisins,“ segir Sigurður Grétar. „Varahlutalagerinn hefur að geyma u.þ.b. 40.000 vörunúmer á hverjum tíma og við leggjum okkur stöðugt fram við að tryggja að við eigum helstu hluti á lager og að verð haldist stöðugt og sanngjarnt. Ef það þarf að sér- panta varahluti berast þeir til landsins á 1–2 sólarhringum.“ Traustir atvinnubílar fyrir öruggan rekstur Sigurður Grétar segir að atvinnu- bílarnir frá Mercedes-Benz sinni fjölbreyttum hlutverkum í þjóð- félaginu. „Þeir þjóna meðal annars við sjúkraf lutninga, hópferðir, snjómokstur, vöruf lutninga og vegaframkvæmdir og sem leigu- bílar og björgunarsveitarbílar,“ segir hann. „Í Öskju er lögð mikil áhersla á að sinna ólíkum þörfum þessara mikilvægu viðskiptavina. Sprinter er vinsælasti atvinnu- bíllinn frá Mercedes-Benz og sá söluhæsti á landinu í sínum f lokki. Hann er fáanlegur í fjölmörgum útfærslum sem eru sérsniðnar að ólíkum þörfum fyrirtækja í atvinnurekstri,“ segir Sigurður Grétar. „Í lok ársins er e-Sprinter væntanlegur til landsins og þá verður þessi vinsæli atvinnubíll fáanlegur sem hreinn rafmagns- bíll, sem verður vafalaust eftirsótt nýjung í rekstri margra fyrirtækja á Íslandi.“ Trukkur ársins 2020 „Mercedes-Benz Actros var nýlega valinn „Truck of the Year 2020“ af dómnefnd reyndra evrópskra bíla- blaðamanna. Actros er sá bíll sem hefur fengið þennan titil oftast, en þetta er í fimmta sinn sem Actros hlotnast þessi heiður,“ segir Sigurður Grétar. „Actros hlýtur titilinn fyrst og fremst vegna öryggismála, minnkunar kol- efnisfótspors og góðs aðbúnaðar ökumanna hvað varðar akstur og önnur þægindi. Meðal nýjunga í Actros má nefna að f lest stjórntæki og upplýsinga- skjáir hafa verið færðir á staf- rænt form (MultiMedia Cockpit), myndavélar eru komnar í stað hefðbundinna hliðarspegla og að akstur er að hluta til orðinn sjálf- virkur með „Active Drive Assist“ og afar fullkomnu bremsuað- stoðarkerfi, Active Brake Assist 5.“ Viðhald og sala á Meiller „Askja er sölu- og þjónustuaðili fyrir þýska fyrirtækið Meiller, sem er leiðandi í framleiðslu á vörubíls- pöllum, malarvögnum, krókheys- um og vökvakerfum í vörubíla. Eigendur Meiller-búnaðar á Íslandi geta leitað til Öskju varðandi viðhald, viðgerðir og endurnýjun á Meiller-vögnum. Verkstæðið er búið sérverkfærum og tækja- búnaði frá Meiller og starfs- menn á atvinnubílaverkstæðinu hafa fengið kennslu og þjálfun í þjónustu á Meiller búnaði,“ segir Sigurður Grétar. „Auðvitað er svo hægt að panta alla varahluti í vagnana ef þeir eru ekki til á lager.“ Vottun frá Unimog „Verkstæðið er nú búið verkfærum og búnaði til viðhalds á Unimog. Nýlega fóru tæknimenn frá atvinnubílaverkstæðinu á nám- skeið í Þýskalandi og eru okkar menn nú vottaðir til að sinna þjónustu og viðhaldi á Unimog. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða verkefni þessir miklu vinnuþjarkar fá í íslensku atvinnulífi í fram- tíðinni,“ segir Sigurður Grétar. Samstarf við sjúkrabílasjóð „Við erum stolt af áralöngu sam- starfi okkar við Sjúkrabílasjóð,“ segir Sigurður Grétar. „Viðskipta- vinir okkar hafa líka alltaf sýnt því skilning þegar við höfum þurft að færa til tíma á verkstæðum vegna mála sem varða sjúkrabíla. Nú eru 25 nýir sjúkrabílar á leiðinni til landsins sem eiga að leysa af hólmi þá gömlu, en þeir hafa sannað hversu öflugir Mercedes-Benz atvinnubílar eru í raun.“ Atvinnubílaverkstæði Mercedes- Benz er á Krókhálsi 11. Þar er tekið vel á móti viðskiptavinum milli kl. 7.45–17.00 virka daga. Einnig er hægt að fá aðstoð í síma 590 2100. Varahlutalagerinn hefur að geyma u.þ.b. 40.000 vörunúmer á hverjum tíma og við leggjum okkur stöðugt fram við að tryggja að við eigum helstu hluti á lager og að verð haldist stöðugt og sanngjarnt. Sigurður Grétar Ágústsson Helga Friðriksdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs, segir að nýja sendibíla- verkstæðið sé glæsilegt og mjög vel tækjum búið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sigurður Grétar Ágústsson, þjónustustjóri atvinnubílaverkstæðis, segir að fyrirtækið leggi áherslu á að veita skjóta þjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vöru- og hópferðabílaverkstæðið hefur verið endurskipulagt til að upp- fylla betur þarfir viðskiptavina Öskju og nýta tíma þeirra sem best. Öll vinnuaðstaða og þjónusta á nýja sendibílaverkstæðinu er til fyrir- myndar og þar eru allar lyftur og annar búnaður af nýjustu gerð. Það eru ýmsar nýjungar á verkstæðunum núna, það má meðal annars nefna þrívíddar hjólastillingarbúnað og hemla- og fjöðrunarprófun. Atvinnubílaverkstæði Mercedes-Benz er sérlega vel búið tækjum sem eru sérhæfð fyrir þjónustu við Mercedes-Benz og þar býðst fjölbreytt þjónusta. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 6 . M A Í 2 0 2 0 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.