Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 4
Kulnunin sjálf er
ekki heilsubrestur
en afleiðingar hennar geta
birst sem heilsu-
brestir.
Linda Bára
Lýðsdóttir
Maðurinn er sakaður
um kynferðisbrot gegn
tveimur börnum á aldrinum
sex til sjö ára.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
VERÐ FRÁ: 11.990.000 KR.
JEEP® WRANGLER RUBICON
• BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ
• 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF
• SELECT-TRAC® MILLIKASSI
• TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN
• HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
FÁANLEGUR MEÐ 35”, 37” EÐA 40” BREYTINGU
Á ALVÖRU JEPPA MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI
STAÐALBÚNAÐUR M.A.:
FERÐASTU UM ÍSLANDALLT
BÍLL Á MYND: JEEP® WRANGLER RUBICON 35” BREYTTUR
VINNUMARKAÐUR „Ég get ekki sagt
í dag hvert algengi kulnunar er hér
á landi því okkur vantar betri skil-
greiningu á fyrirbærinu til þess að
rannsaka það,“ segir Linda Bára
Lýðsdóttir, sálfræðingur hjá VIRK.
Í dag fer fram fundur á vegum VIRK,
Embættis landlæknis og Vinnueftir-
litsins þar sem rætt verður um kuln-
un. Fundurinn fer fram á netinu og
er streymt á síðum stofnananna
þriggja.
Christina Maslach, prófessor við
Berkley-háskóla og einn helsti sér-
fræðingur heims í vinnutengdri
kulnun, er gestur á fundinum og
segir Linda hana frumkvöðul í fræð-
unum. „Í erindi hennar og rann-
sóknum kemur mjög skýrt fram að
kulnun er ekki sjúkdómur heldur er
um að ræða fyrirbæri sem stafar af
aðstæðum í vinnu,“ segir Linda.
Samkvæmt nýjustu stuðlum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) hefur skilgreining á kulnun
breyst, nú er kulnun skilgreind
sem vandamál tengt atvinnu eða
atvinnuleysi.
„Kulnun er samkvæmt skilgrein-
ingu WHO og Christinu af leiðing
langvarandi streitu á vinnustað sem
ekki hefur tekist að ná stjórn á. Ein-
kennin eru orkuleysi eða örmögn-
un, andleg fjarvera, neikvæðni eða
tortryggni tengt vinnustaðnum
og minni afköst í vinnu,“ útskýrir
Linda.
Hún segir mikilvægt að líta á
kulnun sem fyrirbæri tengt vinnu-
staðnum en ekki sjúkdóm. „Kuln-
unin sjálf er ekki heilsubrestur en
af leiðingar hennar geta birst sem
heilsubrestir,“ segir hún og tekur
dæmi um bresti í formi minnis-
skerðingar, athyglisbrest s og
þreytu. Þá segir hún það geta tekið
langan tíma að jafna sig á kulnun.
„Það getur tekið um tvö ár, jafnvel
meira.“
Stöðuna á íslenskum vinnu-
markaði segir Linda að sé erfitt að
meta en að líklega séu færri með
kulnun en haldið hefur verið,
margir séu þó með einkenni kuln-
unar. „Við höfum verið að benda á
það að margir sem telja sig vera með
kulnun eru það ekki heldur búa við
of mikið álag, kulnun er næsta stig.
Það er mikið álag á Íslandi en álag
og kulnun er ekki það sama, kulnun
er mjög alvarlegt ástand,“ segir hún.
„Orðið hefur fengið á sig mjög
víðtæka merkingu og er orðið hálf-
gert regnhlífarhugtak yfir þreytu og
andlegt álag. Með því að skilgreina
það betur og sjá þátt vinnustaðarins
í kulnun er auðveldara að ná utan
um það,“ segir Linda og bætir við
að mikilvægt sé að vinnustaðurinn
sinni starfsfólki vel og passi upp á
aðstæður á vinnustaðnum.
„Skilaboðin okkar eru þau að
vinnustaðirnir þurfa að koma inn
í þetta með okkur, ábyrgðin liggur
ekki bara hjá einstaklingnum, en
í gegnum tíðina hefur það verið
þannig að einstaklingurinn hefur
þurft að taka fulla ábyrgð á sinni
líðan,“ segir Linda.
Hún segir mikilvægt að vinnu-
staðurinn hugi að stjórnun og
álagi. „Ef einstaklingur leitar til
að mynda til okkar og fer í endur-
hæfingu sem gengur vel er erfitt að
senda hann aftur í sama starfið og
sömu aðstæður, eitthvað verður að
breytast,“ segir Linda. „Það eru oft
að koma mörg tilfelli á sama vinnu-
staðnum sem sýnir okkur þátt hans
í þessi ástandi.“
birnadrofn@frettabladid.is
Vinnustaðir eiga þátt í kulnun
Samkvæmt rannsóknum prófessors við Berkley-háskóla eiga vinnustaðir stóran þátt í kulnun starfsmanna
sinna. Sálfræðingur hjá VIRK segir hugtakið ekki vel skilgreint. Fleiri telja sig kulnaða en eru það í raun.
Linda segir að mikið beri á kulnun í þjónustustéttum, eins og til dæmis í þjónustuverum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FISKELDI Fiskeldisstöðvar munu
þurfa að tilkynna sig sjálfar ef
þrjár kynþroska kvenlýs eru taldar
að meðaltali á hverjum fiski tvö
talningartímabil í röð. Rekstrar-
leyfishafi mun tilkynna til Mat-
vælastofnunar, sem metur hvort
og þá hvaða aðgerða er þörf. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
drögum um breytingu á reglugerð
um velferð lagardýra, varnir gegn
sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit
með eldisstöðvum.
Í umsögn Erlends Steinars Frið-
rikssonar sjávarútvegsfræðings og
Jóhannesar Sturlaugssonar líffræð-
ings eru tekin dæmi um hvernig
staðan er annars staðar í heiminum.
Í Noregi er miðað við 0,5 lýs á hvern
fisk og benda þeir á að gjald verði
lagt á fiskeldisiðnaðinn sem tengist
fjölda lúsa. Því f leiri lýs, því hærra
gjald. Í Færeyjum er verið að lækka
viðbragðsgildi vegna lúsar úr 2
fullorðnum kvenkyns lúsum niður
í 1,5. Á Írlandi er viðbragðsgildið
árstíðatengt og tengt við göngutíma
seiða laxfiska. Gildið er frá 0,3 til 2
kvenkyns lýs á lax og í Skotlandi var
viðmiðið þrjár lýs en þar er verið að
lækka það niður í tvær.
„Þetta er mikið áhyggjuefni þar
sem þrjár lýs á hvern fisk er mjög
mikið og í raun mun hærra heldur
en reglugerðir í öðrum löndum
kveða á um. Þetta bendir til þess að
reglugerðir fyrir þennan iðnað verði
til þess að iðnaðurinn getur sjálfur
séð um allt eftirlit og þeir staðlar
sem iðnaðurinn þarf að fara eftir
eru veikir,“ segir í umsögninni. – bb
Laxeldið fær að
vakta sig sjálft
Fiskeldið á Íslandi skapar miklar
tekjur. MYND/ERLENDUR GÍSLASON
LÖGREGLUMÁL Starfsmaður á frí-
stundaheimilinu Hraunseli í Hafn-
arfirði er grunaður um að hafa
brotið kynferðislega gegn tveimur
nemendum í 1. bekk í síðustu viku.
Greint var fyrst frá málinu í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Hraunsel er frístundaheimili fyrir
börn á aldrinum sex til níu ára sem
stunda nám í Hraunvallaskóla.
Maðurinn hefur verið leystur frá
störfum á meðan rannsókn málsins
stendur yfir og neitar hann alfarið
sök.
Lögreglu barst tilkynning frá
Barnaspítala Hringsins fyrir viku
um hugsanlegt k y nferðisbrot
mannsins gegn barni. Við rannsókn
kom í ljós að um er að ræða tvö börn
á aldrinum sex til sjö ára. Er hann
einnig sakaður um hafa hótað börn-
unum.
Lögregla tók skýrslu af mann-
inum og framkvæmdi húsleit á
heimili hans. Við leitina var lagt
hald á fartölvu hans og síma.
Héraðsdómur Reykjaness féllst
á fimm daga gæsluvarðhald yfir
manninum. Landsréttur felldi
úrskurðinn úr gildi á föstudag og
taldi að lögregla hefði ekki sýnt fram
á að rannsóknarhagsmunir krefðust
þess að hann sætti gæsluvarðhaldi
áfram. Verður honum sleppt úr
gæsluvarðhaldi klukkan 16 í dag.
Fram kemur í bréfi skólastjóra
Hraunvallaskóla til foreldra að
málið sé litið afar alvarlegum
augum. Búið sé að kalla til utanað-
komandi fagaðila og virkja áfalla-
hjálparteymi skólans. – eþá
Starfsmanni frístundaheimilisins sleppt úr haldi í dag
Landsréttur felldi úr gildi úrskurð
héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð