Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 44
að fara með fólk í Lofthelli. „Við getum boðið ferðir fyrir færri eða fleiri, til dæmis komast sex- tán í Hummer og ellefu manns í Ford Excursion. Einnig eru í boði breyttir Land Cruiser 120 og Ford Econoline.“ Sungið fyrir ferðamenn Þegar Stefán er spurður hvort hann taki lagið í ferðunum viður- kennir hann að það komi fyrir. „Stundum þegar farið er í norður- ljósaferðir og skyggni er lélegt er gott að bresta í söng fyrir ferða- mennina sem sárabætur. Ég hef laumast með gítarinn í kirkjuna hér og fer síðan með fólkið þangað ef engin eru norðurljósin. Slík uppákoma reddar kvöldinu. Ég hef sungið í Lofthelli, þar sem er gríðarlega góður hljómur, við góðar undirtektir. Lofthellir er skemmtilegasta ferðin sem ég fer í. Fólk er að sjá eitthvað nýtt allan tímann. Þessi hellir er allt öðruvísi en maður sér víðast hvar, hann er einstakur. Þetta er hraun- hellir með ísmyndun sem skapar magnað andrúmsloft. Ég er búinn að fara þangað í meira en hundrað ferðir og það er alltaf eitthvað sem kemur mér á óvart. Ég hef einnig farið í hellinn með tónlistarmenn frá Austurríki sem tóku upp tóna í hellinum þegar droparnir falla,“ segir Stefán en ekki er hægt að fara í Lofthelli nema með leið- sögumanni. „Íslendingar ættu að vera duglegri að ferðast eins og útlendingar og sjá þessa mögnuðu staði sem leynast eins og við Mývatn,“ bætir hann við. Ný plata á leiðinni Dimma hefur ekki setið auðum höndum. Ný plata er í vinnslu og mun líta dagsins ljós á næstunni þótt ákveðin dagsetning sé ekki komin. „Tónlistarlífið er hægt og rólega að vakna með slökun á sam- komutakmörkunum. Afmæli og minni viðburðir eru að detta inn. Landsmenn bíða eftir því að geta haft gaman aftur og vonandi stytt- ist í að við getum boðað eitthvað stærra,“ segir söngvarinn. Ég hef einnig farið í hellinn með tón- listarmenn frá Austur- ríki sem tóku upp tóna í hellinum þegar drop- arnir falla. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir vörubíla. Veldu vöru frá gæða- framleiðanda sem hentar íslenskum aðstæðum. Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is og fáið nánari upplýsingar. Stefán segir að aksturinn sé aukastarf með tónlistinni. „Ég er með rútupróf en hef aðallega verið að keyra ferðamenn á míní-rútum, breyttum jeppum og slíkum tryllitækjum. Ég er bæði leiðsögumaður og ökumaður í ferðunum,“ segir hann. „Ég er búsettur í Mývatnssveit og þegar ég fór í meiraprófið var það til að drýgja tekjurnar þegar lítið var að gera í tónlistinni. Þessi vinna er bæði skemmtileg og hentar vel með tónlistinni. Það versta er að báðar þessar atvinnugreinar hafa verið í núlli undanfarna mánuði,“ segir hann. „Ég hef í staðinn haft tíma til að vera með fjölskyldunni, dytta að húsinu og garðinum, sem oft hefur setið á hakanum. En nú er þetta komið gott,“ greinir Stefán frá en aðallega hefur hann verið með ferðamenn frá Banda- ríkjunum, Ástralíu, Bretlandi og Frakklandi en fólk kemur þó frá öllum heimshornum. „Ég fer mest um á breyttum jeppum þar sem ferðir mínar eru upp á hálendið, upp á Öskju, í hella skoðun og þess háttar ferðir. Ég gæti sagt ótal áhugaverðar sögur úr þessum ferðum þótt ég láti það vera hér,“ segir Stefán og bætir við að nálægð við fólkið sé töluverð þegar farið er í svona ferðir því þær séu fámennar. Undur jarðar við Mývatn „Ég hef fengið frábær viðbrögð við þessum ferðum. Þær eru oft klæð- skerasaumaðar fyrir hvern hóp og stundum getur maður leyft sér að ráða svolítið ferðinni. Íslendingar hafa ekki verið í þessum ferðum en vonandi breytist það í sumar. Fáir landsmenn hafa upplifað þau undur jarðar sem verða á vegi okkar á þessum slóðum,“ segir hann. „Það er til dæmis stórkost- legt að koma í Lofthelli og upplifa náttúruna þar, sem er alltaf að breytast og kemur manni sífellt á óvart.“ Fyrir þá sem vilja upplifa ævin- týri úti í náttúrunni með Stefáni geta sett sig í samband við GEO- Travel á Mývatni en hann starfar fyrir það fyrirtæki. Fyrirtækið býður upp á alls kyns ferðir og er eina fyrirtækið sem hefur leyfi til Ekur trukkum um hálendið Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, hefur ekið með ferðamenn í rúm sjö ár í Mývatnssveit og þar í kring. Stefán ekur litlum rútum, breyttum jeppum og 16 manna Hummer í ferðunum. Stefán Jakobsson söngvari hefur búið í Mývatnssveit frá barnsaldri. Hann ekur ferðamönnum að ýmsum náttúruperlum í sveitinni og vonast til að sjá fleiri Íslendinga í sumar. Hummerinn sem Stefán ekur er vígalegur trukkur. Uppáhaldsstaður Stefáns er Lofthellir. Hann segir magnað að koma þangað og að hellirinn sé aldrei eins. 12 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.