Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 20
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Árni er með flest á hreinu, meira að segja tilurð sína. „Ég er getinn og borinn á
Rauðalæk sem er lítið þorp rétt
vestan við Hellu, sama þorp og
gárungarnir hafa kallað Landa
læk.“
Hann minnist þess að hafa
eytt löngum tíma í bílskúr föður
síns á sínum yngri árum. „Ég sleit
barnsskónum í bílskúrnum hjá
pabba en hann var bifreiðasmiður
og bifvélavirki. Pabbi var mjög
fær viðgerðamaður en hann var
afleitur bílstjóri. Nafnið mitt fékk
ég frá ömmubróður mínum, Árna
Pálssyni, sem var fyrsti lærði bif
reiðasmiðurinn á Íslandi og einn
stofnenda Bílasmiðjunnar sem var
og hét.“
Það vantar ekki hógværðina. „Ég
er yngstur og langsætastur í ann
ars f lottum fimm systkina hópi.“
Það er nóg um að vera hjá Árna
og fjölskyldu. „Í dag bý ég í Riddara
garði í Ásahrepp ásamt eiginkonu
minni, Elínu Grétarsdóttur, og
börnum. Mitt aðalstarf er að eiga og
reka fyrirtækið Snilldarverk ásamt
því sem við hjónin höfum starfað
sem fósturforeldrar síðastliðin 15
ár, með smá hléum þó.“
Lékst þú þér með vinnubíla sem
barn?
„Já, og geri enn. Vinnan er alltaf
leikur, þó verkefni dagsins geti
verið misskemmtileg. Stærsta
breytingin er kannski sú að leik
félagarnir eru allir á launaskrá hjá
mér og við erum úti að leika milli
átta og sex á daginn.“
Hvenær kviknaði áhuginn?
„Áhuginn hefur alltaf blundað
undir niðri, ég man eftir því að
horfa á alla traktora og vinnuvélar
sem áttu leið um þorpið. Þegar ég
var átta eða níu ára var pabbi að
leysa af á Kaupfélagsbílnum við að
keyra út vörur frá pakkhúsinu á
Rauðalæk. Ég man eftir því þegar
ég fékk að keyra í fyrsta skipti
upp Rangárvelli á Heklubæina.
Það var mikil upplifun þó ég næði
varla utan um stýrið eða niður á
pedalana. Ég fór líka oft með pabba
í viðgerðartúra á sveitabæina þar
sem hann var að gera við traktora
og aðrar vinnuvélar. Stundum fékk
kallinn eitt og eitt staup og þá var
pjakkurinn látinn keyra heim, sem
þætti ekki til eftirbreytni í dag. Ég
var strax þá orðinn miklu betri bíl
stjóri en pabbi.“
Er þetta í fjölskyldunni?
„Ég veit ekki um neinn sem
starfar sem vélaverktaki eða í
vörubílaútgerð í fjölskyldunni svo
að öllum líkindum er það einhver
genagalli að velja sér þennan starfs
vettvang.“
Hefur þú keppt í gröfukeppni/fimi
af einhverju tagi?
„Nei, ég hef ekki keppt í neinu
slíku og það er ekki á dagskrá.
Hins vegar keppti ég í rallýkrossi á
Mözdunni hennar mömmu þegar
ég var búinn að vera með bílpróf
í sex daga. Eftir á að hyggja var
það sennilega fljótfærni þar sem
Mazdan hætti allri sinni þjónustu
við fjölskylduna eftir það og þakkir
fékk ég fáar. Ég keppti í torfæru,
fyrsta keppnin var 1993 og þá
síðustu tók ég 1998. Ég náði þeim
merka áfanga að verða bikarmeist
ari í torfæru 1995 á Gömlu götukell
ingunni, en það hét torfærubíllinn
sem ég smíðaði mér. Titillinn kom
ekki út af framúrskarandi getu
eða hæfileikum heldur voru aðrir
keppendur þetta árið afskaplega
óheppnir.“
Hefur þú lent í háska?
„Ég get játað að oft á ferlinum
hef ég kannski verið full glanna
legur en fyrir guðs mildi hefur það
alltaf farið nokkuð vel. Ég lenti þó
í eftirminnilegu slysi í Vatnsfells
virkjun þegar eitt inntaksrörið,
u.þ.b. 36 tonna járnstykki, féll á
mig. Ég klemmdist þar fastur og
hægri fótur nánast klemmdist í
sundur fyrir ofan hné. Ég gæti trúað
að það hafi komið hátt í hundrað
manns að því að losa mig og gekk
það undursamlega vel. Ég man að
þegar var búið að losa mig þá var
læknirinn á svæðinu svo stressuð
að hún gat ekki sprautað í mig
morfíni og endirinn varð sá að einn
gröfukallinn dældi því í mig. Í fram
haldi af því var ég fluttur suður með
þyrlu á Landspítalann. Þegar maður
hugsar til baka þá er ég óendanlega
þakklátur fyrir að búa á Íslandi þar
sem mikið er af fagfólki. Allt gekk
lyginni líkast og batinn eftir því.“
Hvaða eiginleikum er gott að vera
gæddur til að ráða við stór tæki?
„Eftir því sem tækin eru stærri
er oft þægilegra að vinna með þau
og þau fara betur með mann. En
númer eitt, tvö og þrjú er að vera
vakandi yfir umhverfinu til þess að
valda ekki tjóni eða skaða.“
Varð strax betri bílstjóri en pabbi
Árni Pálsson hefur verið hugfanginn af traktorum og vinnuvélum frá því að hann var barn. Hann
segir bæði þægilegra og öruggara að stýra vinnuvélum og tækjum eftir því sem tækin eru stærri.
Árni Pálsson er yngstur og að eigin sögn langsætastur af fimm systkinum.
Landsbankinn býður fyrirtækjum og einstaklingum
í atvinnurekstri hagstæðar leiðir við fjármögnun á nýjum
og notuðum atvinnutækjum og bifreiðum.
Hagstæð tækjafjármögnun
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
4 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR