Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 21
Það er ekki á hverjum degi sem trukkaframleiðandi kynnir algjöra endurnýjun á bíla­ flota sínum, enda liðin 20 ár síðan þýski framleiðandinn MAN gerði slíkt. Það þarf mikinn undirbún­ ing til að standa að endurnýjun á öllum flota stórframleiðanda sem MAN er og þar fór fyrirtækið skynsama og jafnframt óvenjulega leið, þ.e. að draga viðskiptavini sína til samstarfs og ráðgjafar um hvað mætti enn betur fara við framleiðsluna. Sú vinna tók nokkur ár, en hvað er betra en að láta viðskiptavinina ráða ferðinni? Það mættu fleiri fyr­ irtæki gera. Afraksturinn virðist líka harla góður og endurspeglar gott gengi MAN trukkaframleið­ andans. Alls var MAN í samstarfi við 700 stóra viðskiptavini sína frá árinu 2014 til að þróa endurbætur á bílunum og ekki síst var það til þess gert að bæta vinnuumhverfi ökumanna og er alveg ótrúlegt að sjá hversu vel getur farið um þá í bílum MAN, bæði hvað varðar akstur þeirra, en líka hvað varðar hvíld ökumanna á milli aksturs. 12 milljónir vinnustunda Svo stórt verkefni var þessi heildarendurnýjun flotans að það fóru 12 milljónir vinnustunda starfsmanna MAN í verkefnið og þar af 167.000 stundir einungis í hönnun þeirra. Þá voru eknir 4 milljónir kílómetra við prófanir á nýju bílunum, um 22.000 nýir íhlutir í bílana smíðaðir og alls skrifaðar 2,8 milljónir hugbún­ aðaruppfærslna til að bæta virkni þeirra. Samhliða þessari þróun fór fram heildarútskipting á vél­ búnaði bíla MAN sem allar upp­ fylla EURO 6 staðalinn og hefur haft í för með sér allt að 8% minni eldsneytisþörf þeirra. Þessar nýju vélar nefnir MAN EURO 6d og leysa þær af hólmi EURO 6c vélar MAN, sem þó voru góðar og spar­ neytnar. Hafa tekið stafræna nýjustu tækni í sína þjónustu MAN hefur á síðustu árum sannarlega tekið stafræna tækni í sína þjónustu og stafræna tækni bílanna, sem meðal annars lætur vita af fyrirhuguðum viðhalds­ aðgerðum, sem sparar mikið í viðhaldi trukkanna og tryggir hámarks nýtingu þeirra. Á þessu sviði standa framleiðendur vinnu­ tækja mun framar framleiðendum fólksbíla og þarna má segja að MAN sé leiðandi á meðal fram­ leiðenda atvinnutækja. Svo vel segist MAN hafa lukkast til við þróun sinna bíla í sam­ starfi við sína viðskiptavini að sölumenn þeirra þurfa aðeins að selja fyrsta bílinn af hverri gerð en restin selst einfaldlega með orð­ rómi um bílana. Það fer því ekki mikill tími hjá sölumönnum MAN í markaðsfærslur heldur fer tíminn í að sérhanna hvern bíl að þörfum hvers viðskiptavinar og setja pant­ anir í kerfið. Fremur öfundsverð staða þar. Langt á undan lögbundnum kröfum um öruggan akstur Meðal nýjunga í bílum MAN er „Turn Assist“ aðstoðarkerfi sem varar ökumenn við nærliggjandi umferð og tryggir öruggari akstur. Þetta kerfi er nú tilbúið einum 4 árum áður en lögboðin krafa verður gerð um slíkan búnað. Með þessum nýju bílum MAN hefur verið lögð gríðarmikil áhersla á þægindi fyrir ökumenn og eins og áður sagði er hreint magnað að sjá hversu vel er hugsað fyrir öllum þörfum ökumanna í akstri með einföldun stjórntækja, frábærum sætum og f lottu vinnuumhverfi. Rúsínan í pylsuendanum er svo Allur floti MAN endurnýjaður Fyrr á árinu frumsýndi þýski trukkaframleiðandinn MAN endurnýjaða útgáfu af öllum sínum bílgerðum. Mikil vinna liggur að baki slíkri frumsýningu sem stóð í 6 ár og kostaði 12 milljónir vinnustunda. MAN valdi að draga mörg hundruð viðskiptavini sína að þróun nýju bílanna. Alls var MAN í samstarfi við 700 stóra viðskiptavini sína frá árinu 2014 til að þróa endurbætur á bílunum. MAN hefur á síðustu árum sannarlega tekið stafræna tækni í sína þjónustu og stafræna tækni bílanna. Þeir eru þægilegir í akstri og nútímalegir að gerð. Nýju MAN bílarnir sem kynntir voru fyrr á árinu. Snjallbúnaður í bílnum gerir lífið skemmtilegra fyrir ökumanninn á ferð. Þægindin fyrir ökumanninn eru í hávegum höfð í nýjustu bílunum og með öllu því nýjasta. það umhverfi sem þeim er skapað milli aksturs. Svefnaðstaða, geymsluhólf, búnaður til af þrey­ ingar, samskipti, geymsla matvæla og drykkja og eldun er orðin svo frábær að undrun sætir og dregur úr vorkunnsemi í garð þeirra sem sinna þessum krefjandi störfum sem akstur trukka felur í sér. Viðvarandi skortur á trukka- bílstjórum í Þýskalandi En talandi um trukkabílstjóra þá er viðvarandi skortur á trukka­ bílstjórum víða um heim. Það á við í heimalandi MAN, Þýska­ landi, en þar er talið að skorti um 150.000 nýja bílstjóra á næstu 2 árum. Sama staða er víða uppi og ekki vantar þá færri í hinum stóru Bandaríkjunum sem og víðar í víð­ lendri Evrópu. MAN kynnti hina nýju trukka­ línu sína fyrr á árinu í Baska­ borginni Bilbao á Spáni og naut greinarritari þess að vera við­ staddur og ekki skemmdi stað­ setningin fyrir. Bilbao hefur breyst á undanförnum áratugum úr fremur sóðalegri borg í gullfallegt stolt héraðsins, sem meðal annars skartar stórglæsilegu Guggen­ heim­safni í einni fallegustu bygg­ ingu álfunnar. Auðeknir 40 tonna trukkar En trukkar MAN stálu senunni þessa daga sem kynning þeirra fór fram og þeir sem njóta þess að berja augum flotta flutninga­ bíla fengu sitt þessa daga. Að auki bauðst öllum blaðamönnum sem sóttu kynninguna að prófa trukkana og það þurfti ekki mikið að hvetja undirritaðan til prófunar á þeim. Það sætir furðu hversu þægilegt og auðvelt það er fyrir hinn venju­ lega mann, sem jafnvel er ekki með meirapróf, að stjórna þessum fullkomnu bílum sem vega allt að 40 tonnum. Afl þeirra vekur einnig furðu, vistlegt innanrými þeirra sem er enginn eftirbátur vel hannaðra fólksbíla, en umfram allt hversu vel fer um ökumann. KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 6 . M A Í 2 0 2 0 VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.