Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 6
Stefnandinn reynir
að draga upp mynd
af Jóhanni Helgasyni sem
auralausum tónlistarmanni
en hefur þó ekki komið
fram með snefil af sönn-
unargögnum til að styðja
það.
Úr greinargerð lögmanna
Warner og Universal
Ævintýrið hefst
í Brimborg!
Kauptu eða leigðu ferðabílinn
fyrir sumarævintýrið
Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl
eða leigðu sumarbílinn í Brimborg.
Öll bílaþjónusta á einum stað.
Byrjaðu ævintýrið í Brimborg!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6 og 8
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
DÓMSMÁL Lögmenn Universal
og Warner halda fast í þá kröfu að
Jóhann Helgason greiði jafnvirði 48
milljóna króna í málskostnað eftir
að dómari í Los Angeles vísaði frá
lagastuldarmáli hans um Söknuð
og You Raise Me Up.
Í greinargerð lögmanna Warner og
Universal er öllum rökum lögmanns
Jóhanns, Michaels Machat, gegn því
að hann verði dæmdur til að borga
lögmannskostnað fyrirtækjanna,
hafnað. Segja þeir meðal annars um
rökin að þau séu „fjarstæðukennd“
og „öldungis fávísleg“.
Varðandi þá röksemd Machat að
ekki sé hægt að gera kröfu á Jóhann
um málskostnað þar sem and-
stæðingar hans hafi ekki gefið slíkt
til kynna fyrirfram, segja lögmenn
fyrirtækjanna það ekki hafa laga-
lega þýðingu og auk þess vera rangt.
Í öllu falli hafi þeir í febrúar 2019
sagst mundu krefjast greiðslu fyrir
útlagðan kostnað.
Lögmennirnir ræða ítarlega um
að Jóhanni ætti að hafa verið löngu
ljóst að bæði Söknuður og You Raise
Me Up væru byggð á írska þjóðlaginu
Danny Boy og að ekki hafi verið sýnt
fram á annað. Þess vegna hafi Jóhann
ekki verið í góðri trú í málsókn sinni.
„Það eru einnig sannanir fyrir
því að stefnandinn [Jóhann] hafi
lagt í þessa málsókn í vondri trú
til að þvinga fram óréttlætanlega
sáttargjörð,“ segja lögmennirnir.
Þeir kveða lögmann Jóhanns hafa,
áður en málið hófst, haft í hótunum
með orðum um að málaferli á þessu
sviði væru oftast langdregin og dýr
og „þannig reynt að ná sátt um upp-
hæð sem væri aðeins lægri en sá
mikli málskostnaður sem stefnand-
inn vissi að hinir stefndu myndu
neyðast til að leggja í þrátt fyrir að
enginn grundvöllur væri fyrir kröfu
stefnandans.“
Enn fremur hafna lögmennirnir
fullyrðingu um að þeir séu að reyna
að hræða eða sverta Jóhann. Ætlunin
sé eingöngu að fá fyrir kostnaði sem
neyðst hafi verið að efna til vegna
stefnu Jóhanns sem skorti grundvöll
„til að fæla aðra svipaða tækifæris-
sinna“ frá því að stofna til slíkra mála
í framtíðinni. Það þjóni markmiðum
laga um höfundarrétt að hvetja aðra
sem stefnt sé í tilefnislausum laga-
stuldarmálum að mæta þeim af
mikilli hörku því ella hafi slík mál
kæfandi sköpun nýrra verka. „Stefn-
andinn reynir að draga upp mynd af
Jóhanni Helgasyni sem auralausum
tónlistarmanni en hefur þó ekki
komið fram með snefil af sönnunar-
gögnum til að styðja það,“ segja lög-
menn tónlistarfyrirtækjanna.
Einnig efast lögmennirnir um
það sem þeir segja vera fullyrðingar
Jóhanns um skort á fjárhagslegum
miðlum. Hann haldi því fram að
hann hafi samið frægasta lagið á
Íslandi og hafi haft efni á að stofna
sérstakt félag skömmu fyrir málaferl-
in til að verja sig gegn hugsanlegum
málskostnaðarkröfum. „Stefnandinn
er augljóslega ekki sá sveltandi lista-
maður sem hann gefur sig út fyrir að
vera.“ gar@frettabladid.is
Jóhann Helgason sagður reyna
að kúga fé út úr tónlistarrisum
Lögmaður Jóhanns Helgasonar er sagður öldungis fávís og Jóhanni sjálfum lýst sem fégráðugum lukku
riddara í nýrri greinargerð lögmanna tónlistarrisanna Warner og Universal. Þeir halda til streitu kröfu
um að Jóhann borgi 48 milljóna króna kostnað þeirra í málinu um lögin Söknuð og You Raise Me Up.
Jóhann Helgason er sagður draga upp ranga mynd af sér. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
VINNUMARKAÐUR „Við ætlum að
blanda saman reynslu og fræðum
og skoða hvernig við getum leyst
þau viðfangsefni sem við stöndum
frammi fyrir í þessari kreppu.
Hvernig við gerum það sem best
og breytum samfélaginu þannig
að það sé meiri jöfnuður og velsæld
fyrir alla,“ segir Kristín Heba Gísla-
dóttir, framkvæmdastjóri Vörðu
– rannsóknastofnunar vinnu-
markaðarins.
Varða stendur fyrir opnum
hádegisfundi í dag í gegnum Zoom
þar sem rætt verður um leiðir gegn
niðurbroti stéttarfélaganna.
„Markmiðið er svo að standa fyrir
rannsóknum á vinnumarkaði en
við erum enn þá að skoða hvernig
við forgangsröðum því og hvaða
leiðir eru bestar. Það er hitt megin-
markmið Vörðu fyrir utan að miðla
fræðum og þekkingu á vinnumark-
aði.“
Kristín Heba segir að niðurbrot
stéttarfélaga, sem á ensku kall-
ist „Union busting“, sé vel þekkt í
Bandaríkjunum en sem betur fer
ekki hér á landi. „Þetta er þegar
reynt er að minnka samstöðu
launafólks og grafa undan grund-
velli stéttarfélaga.“
Hægt er að nálgast hlekk á fund-
inn á Facebook-síðu Vörðu en hann
hefst klukkan 12.30.
„Fundurinn verður líka tekinn
upp þannig að þeir sem ekki geta
verið fyrir framan tölvuna geta
horft seinna. Við stefnum svo á að
vera með fleiri hádegisfundi fram í
miðjan júní,“ segir Kristín Heba. – sar
Ræða niðurbrot
stéttarfélaga á
opnum fundi
Frá kröfugöngu stéttarfélaganna.
Það er hópur í
greiningarvinnu á
ástandinu og á að skila
þeirri vinnu af sér eftir um
það bil tvær
vikur.
Sigurður Ingi
Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitar-
stjórnarráðherra
STJÓRNSÝSLA Ríkið skoðar mögu-
leikann á að styrkja þau sveitar fé lög
sem fara verst út úr niður sveiflunni,
vegna COVID-19, með beinum fjár-
styrkjum. Sam kvæmt svart sýnustu
spá Ferða mála stofu og KPMG er
gert ráð fyrir 69 prósenta sam drætti
í ferðaþjónustu.
Sam kvæmt minnis blaði Byggða-
stofnunar um á hrif hruns ferða-
þjónustunnar í landinu á sveitar-
fé lögin segir að breytingar á
at vinnu stigi og at vinnu tekjum hafi
mikil á hrif á út svars stofn sveitar-
fé laganna. Árið 2018 voru at vinnu-
tekjur ríf lega 80 prósent af út svars-
stofninum.
Karl Björns son, fram kvæmda-
stjóri Sam bands ís lenskra sveitar-
fé laga, segir að ýmsar að gerðir í að-
gerða pökkunum sem ríkis stjórnin
hefur kynnt muni gagnast sveitar-
fé lögunum. „En við erum á fram í
miklum við ræðum við ríkið um
út færslu og for gangs röðun ef það
kemur til meiri stuðningur, sem
við erum að kalla eftir,“ segir hann.
Karl segir að beinir fjár styrkir
til þeirra sveitar fé laga sem verða
verst stödd hafi komið til tals. „Það
hefur verið nefnt. Hjá því verði
varla komist. Þar sem at vinnu leysi
er komið yfir 50 prósent sjá allir að
það hlýtur eitt hvað að bresta.“
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
segir að þessi möguleiki sé til skoð-
unar en að vinnan sé á byrjunar-
stigi: „Það er hópur í greiningar-
vinnu á ástandinu og á að skila
þeirri vinnu af sér eftir um það bil
tvær vikur,“ segir Sigurður Ingi.
„Svo erum við líka með mat
Byggðastofnunar, sem sýnir að
staðan er grafalvarleg hjá mörgum
og það kemur því líka til greina að
grípa til sértækra aðgerða þar sem
vandinn er mestur.“ – ókp
Ríkið skoðar beina fjárstyrki til verst stöddu sveitarfélaganna
2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð