Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 46
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Áratugareynsla starfsmanna fyrirtækisins gerir það að verkum að þjónustan er afar fagleg. Gaukur Pétursson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1992 en hann er í dag eigandi ásamt Þórði Gunnarssyni. Báðir búa þeir yfir mikilli þekk- ingu á varahlutum þegar kemur að stærri bílum og tengivögnum. Það var Óskar Alfreðsson sem stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og sérhæfði sig fyrst og fremst í tengivögnum til að byrja með. „Á þeim tíma var engin þjónusta fyrir stóra trailera enda voru ekki margir slíkir hér á landi,“ segir Gaukur. Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað en það varð 40 ára árið 2018, að sögn Gauks, en þeir Þórður keyptu fyrirtækið árið 2006. Ósal er í rúmgóðu húsnæði á Tangarhöfða. „Við erum með mikið úrval alls kyns varahluta fyrir vörubifreiðar og stóra vörutengivagna. Áherslan hefur alltaf verið á gæðavöru. Við erum ekki með alla varahluti heldur höfum sérhæft okkur í bremsu- og fjaðrakerfum vörubíla og tengivagna. Ósal sinnir öllum tegundum vörubíla og tengivagna,“ segir Gaukur. „Þetta geta verið margs konar tengivagnar, jafnt innlendir sem erlendir. Helstu vöruflokkar okkar eru loftpúðar, bremsuskálar, -diskar, -borðar og -klossar. Við sérhæfum okkur eingöngu í stórum tengivögnum en erum ekki með vörur fyrir minni fólksbílakerrur eða tjald- vagna. Öxlar sem við bjóðum hafa burðargetu frá níu tonnum og upp Sérhæfð varahlutaverslun í 40 ár Varahlutaverslunin Ósal hefur verið starfandi frá árinu 1978 og hefur sérhæft sig í varahlutaþjón- ustu fyrir vörubíla og tengivagna frá stofnun. Fyrirtækið hefur alltaf verið staðsett á sama stað. Eigendur Ósal, Gaukur Pétursson og Þórður Gunn- arsson, ásamt starfsmönn- unum Gunnari Þórðarsyni og Ragnheiði Kr. Sigurðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina. Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Fram- hjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW. Metið í f lestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Ind- landi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega. Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða. Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles. Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél. Metið fyrir hæsta stökk á mótor- hjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkja- maðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu. Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014. Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson. Fjölbreytt mótorhjólamet Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum. Ástralski mótorhjólakappinn Jack Field fer aftur á bak heljarstökk á hjóli á þaki háhýsis. MYND/GETTY Við erum með mikið úrval alls kyns varahluta fyrir vörubifreiðar og stóra vörutengivagna. Áhersl- an hefur alltaf verið á gæðavöru. úr,“ útskýrir Gaukur. „Við höfum útbúið skrá eftir skráningarnúmeri bíls eða vagns þar sem skráist allt sem keypt er í viðkomandi tæki hjá okkur og hver kaupir. Með því að safna sögunni einföldum við vara- hlutaþjónustuna.“ Einungis er boðið upp á varahluti frá þekktum framleiðendum og má þar meðal annarra nefna vagnöxla frá BPW sem er þýskt fyrirtæki og einnig franska merkinu SAE. Við höfum boðið dráttarstóla og aðrar vörur frá Jost og dráttar- króka og aðrar vörur frá Rockinger. Sömuleiðis erum við með sturtu- tjakka frá Edbro og loftpúða frá Continental og Prime Ride. Þá erum við með plastbretti frá Green- flex og Parlock, bremsuhluti frá Frazle og bremsuskálar og -diska frá Winnard. Við bjóðum upp á Loftventla fyrir vörubíla og vagna frá WABCO-KNORR og HALDEX. Það er því úr miklu úrvali að velja,“ segir Gaukur en verslunin er afar sérhæfð á þessu sviði. Nánar má kynna sér Ósal á heima- síðunni osal.is en verslunin er að Tangarhöfða 4 og síminn er 515-7200. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.