Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Ferðafélag Íslands Ferðafélags Íslands Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin AÐALFUNDUR Ást, virðing og gleði eru mikilvægustu innihaldsefnin í matseld Cornels. Kátt fólk í eldhúsinu hjá Samhjálp. Frá vinstri: Siggi, Atli, Sergej, Jóna Björk Howard, Cornel G. Popa og Daníel. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK talar um sína reynslu í matreiðslu- geiranum; þar á meðal kokkar, bakarar og veitingahúsaeigendur. Þá verður framreiddur kvöld- verður einu sinni í mánuði þar sem nemendur taka þátt í matreiðslu og þjónustu sem hæfir veitinga- húsum en með því fá þeir smám saman æfingu í hraðanum sem fylgir matsölu. Kvöldverðargestum verður frjálst að leggja fram frjáls framlög sem notuð verða til kaupa á nýjum tækjum fyrir eldhúsið og matsalinn,“ upplýsir Cornel. Hann segir mörg veitingahús hafa tekið hugmyndinni fagnandi. „Ég bind vonir við að njóta aðstoðar borgarstjórnar og er von- góður um að verkefnið falli vel í kramið því þegar öllu er á botninn hvolft er það löngun okkar borgaranna til að hjálpa þeim sem minna mega sín í tilverunni það sem skilgreinir rætur fyrir- myndarsamfélags.“ Diskósúpa gegn matarsóun Cornel varð í upphafi árs sam- hæfingarstjóri Slow Food Youth- hreyfingarinnar á Íslandi en hreyfingin hafði þá legið í láginni undanfarin tvö ár í Reykjavík. „Slow Food Youth eru alþjóðleg samtök ungs fólks með ástríðu fyrir öllu mögulegu sem tengist mat, hvort sem það eru kokkar, aðgerðarsinnar, námsfólk eða matarframleiðendur. Þeir taka virkan þátt í umræðum um mál- efni líðandi stundar og vilja kynna heim matargerðarlistar fyrir ungu fólki. Í gegnum einstakt starf sitt og viðburði hefur Slow Food Youth aukið vitund almennings um mikilvæg fæðutengd málefni, svo sem matarsóun, sjálf bæra matvælaframleiðslu, samfélags- hjálp og hvernig við getum fætt heiminn,“ útskýrir Cornel. „Eitt af verkefnum Slow Food Youth í heiminum er svokölluð Diskósúpa; skemmtilegur við- burður þar sem matarsóun er sagt stríð á hendur með því að elda kynstrin öll af súpu úr afgangs grænmeti. Yfir pottunum er spiluð hátt stillt og dillandi diskótónlist og margar hendur vinna saman að matreiðslunni,“ útskýrir Cornel, sem á næstunni mun hefja samstarf við sam- hæfingarstjóra Slow Food Youth í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Markmiðið er að einn daginn geti allir Slow Food Youth-hóp- arnir á Norðurlöndunum hafið sams konar verkefni og ég vonast til að með hjálp og góðum vilja geti Slow Food Youth hjálpað umtals- verðum fjölda fólks til betra lífs og við orðið öðrum Norðurlanda- þjóðum innblástur til að gera slíkt hið sama.“ Meistarakokkar framtíðar Í eldhúsi Samhjálpar hefur Cornel þegar fengið tækifæri til að vinna með strákum sem koma frá Vernd eða samfélagsþjónustu í gegnum Fangelsismálastofnun. „Þar er ég strax búinn að koma auga á mögulega meistarakokka framtíðarinnar. Strákarnir eru mjög áhugasamir og yfir sig ánægðir að vera hluti af verkefn- inu,“ segir Cornel, sem er fæddur og uppalinn í þorpinu Carpino á Suður-Ítalíu. „Við matreiðslukennsluna ætla ég að miðla visku ömmu minnar úr ítalska eldhúsinu. Amma sagði alltaf að mikilvægasta hráefnið væri ást. Ég mun því reyna að sýna nemendum fram á að útkoma dásamlegrar máltíðar sé uppskera gleði og virðingar fyrir hráefninu en fyrst og fremst kærleikans sem settur er í matseldina. Við kokkar eldum af tilfinningu og ef maður setur gnótt ástar saman við elda- mennskuna getur maður treyst því að maturinn verður sá besti sem gesturinn hefur látið um munn sér fara,“ segir Cornel. Hann flutti til Íslands í svartasta skammdeginu síðla árs 2017. „Ísland er vissulega eitt af dýrustu löndum heims en með hugmyndaauðgi er hægt að búa til góða máltíð fyrir lítið fé. Á liðnum árum hafa sumar matvöruverslan- ir byrjað á frábæru verkefni sem er að selja lítið útlitsgallaða matvöru eða mat sem kominn er á síðasta snúning fyrir 99 krónur. Oftast er það úrvals matur og í 20 epla poka eru aðeins fáein epli skemmd en hin öll enn gómsæt til neyslu. Eitt af markmiðum námskeiðisins er að sýna fólki hversu auðvelt er að elda úr þessum hráefnum ef maður bara kann að nota það. Og að hálfu ári liðnu, jafnvel þótt þátttakendur hafi ekki gert upp við sig hvort þeir vilji verða kokkar eða bakarar, munu þeir að minnsta kosti hafa næga þekkingu til að elda frábæra og virkilega ódýra máltíð,“ segir Cornel. Í eldhúsinu ætti eftirfarandi hráefni alltaf að vera til: „Pasta og hrísgrjón, einnig niðursoðnir tómatar og baunir, laukur og kartöflur. Það er yfirleitt það ódýrasta í búðunum og besti kosturinn ef maður vill útbúa sað- sama máltíð fyrir lítið fé. Ef maður hefur ekki tök á að elda heita máltíð mæli ég alltaf með 99 króna tilboðum á eplum, gulrótum, papriku, brokkólí, banönum, appelsínum og hnetum. Allt hefur það mikið næringargildi og má borða hrátt,“ upplýsir Cornel. Æskudraumur hans var að gera fólk hamingjusamt í gegnum mat. „Ég hef verið svo lánsamur að sá draumur hefur ræst en í þetta sinn eru hlutirnir svolítið öðruvísi. Nú snýst þetta ekki bara um að gleðja munn og maga fólks með dýrindis krásum heldur að hjálpa því að komast aftur á réttan kjöl með líf sitt og tilveru.“ Verkefnið verður kynnt fyrir heimilislausum á næstu dögum, bæði á kaffistofu Samhjálpar og með dreifibréfum um bæinn. Á þeim verður símanúmer og net- fang Cornels sem og heimilisfang Samhjálpar, þangað sem allir eru velkomnir til skrafs og ráðagerða. Ein af uppáhaldssúpum Cor- nels er Toskana-súpa, eða Riboll- ita á ítölsku. Hún var búin til af bændum úr grænmeti og afgangs hörðu brauði í stórum skömmtum alla föstudaga en vegna þess hve hún er saðsöm var oftast ómögu- legt að klára hana á einum degi. Þá varð Ribollita að vinsælli hefð, en ítalska orðið „ribollita“ þýðir „soðin á ný“. Súpan frá deginum áður var hituð upp aftur og nú til dags er Ribollita einkar vinsæll réttur á veitingahúsum í Toskana. Toskana-súpa (Ribollita) fyrir 8 700 g hart afgangsbrauð (helst súrdeigsbrauð) 400 g hvítar nýrnabaunir 200 g gulrætur 200 g sellerí 300 g hvítkál 300 g kartöflur 1 blaðlaukur 1 laukur 400 g grænkál 100 g tómatamauk 1 hvítlaukur 1 bolli olía Salt og pipar Látið baunir standa í vatni yfir nótt. Sjóðið svo í vatni í 90 mínút- ur og saltið síðustu 5 mínúturnar. Takið 1/3 hluta baunanna frá eftir suðu og geymið. (Ef notaðar eru niðursoðnar baunir er óþarfi að leggja þær í bleyti og nóg að bæta við vatni og fylgja sömu aðferð). Skerið nú gulrætur og kartöflur í bita og geymið í köldu vatni. Skerið kál og sellerí í bita og setjið til hliðar. Skerið líka lauk, blaðlauk og hvítlauk í bita. Setjið olíu, lauk og hvítlauk í stóran pott, saltið og látið malla í 10 mínútur á miðlungs hita þar til orðið mjúkt. Bætið við gulrótum, kartöflum, blaðlauk og sellerí og eldið í fáeinar mínútur. Bætið nú við tómatamaukinu og hrærið öllu saman. Næst fer kálið í pottinn og eldað í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Hellið nú baununum í soðinu saman við og sjóðið á lágum hita í tvo tíma. Bætið við vatni ef með þarf. Að síðustu er baununum sem teknar voru frá bætt út í súpuna og kryddað eftir smekk. Skerið nú brauðið í 1 cm sneiðar og byrjið að flétta súpuna saman ofan í risastóra súpuskál. Raðið brauðsneiðum í botninn og setjið súpu ofan á, svo aftur brauð og aftur súpu, þar til hráefnið er allt komið í skálina. Bíðið í nokkar mínútur þar til súpan er borin fram. Hitið súpuna upp daginn eftir fyrir einstaka matarupplifun og njótið góðs disks af Ribollita. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.