Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 12
FÓTBOLTI Augu knattspyrnuheims- ins færast til Dortmund í dag þegar sjóðheitir heimamenn taka á móti Bayern München í toppslag þýska boltans. Líkt og í síðustu leikjum verða engir áhorfendur á vellinum en það hefur ekki truf lað liðin til þessa, sem hafa unnið síðustu tvo leiki sannfærandi. Dortmund hefur ekki tapað leik á heimavelli á þessu tímabili og fengið 30 stig af 39 mögulegum á sama tíma á meðan Bæjarar eru með besta útivallarárangurinn í deildinni. Bæjarar myndu ef laust fegnir þiggja stigið ef þeim væri boðið það enda með fjögurra stiga forskot á Dortmund og sjö stiga forskot á næstu lið. Með sigri í dag færi Bayern langt með að tryggja sér áttunda meistaratitilinn í röð en Dortmund getur hleypt spennu í titilbaráttuna á ný. – kpt Titillinn undir í Dortmund Witsel og Muller eigast við í fyrri leik liðanna. MYND/EPA KÖRFUBOLTI KR boðaði til blaða- mannafundar í gær þar sem til- kynnt var um nýtt þjálfarateymi félagsins í körfubolta. Darri Freyr Atlason tekur við karlaliðinu af Inga Þór Steinþórssyni og Francisco Garcia tekur við kvennaliðinu af Benedikt Guðmundssyni. Darri stýrði áður kvennaliði Vals með góðum árangri en Francisco hefur unnið fyrir Skallagrím und- anfarin ár. – kpt KR búið að finna þjálfara FÓTBOLTI Leið franska sóknar- tengiliðsins Ousmane Dembele á toppinn var skjót en hún virðist vera jafn fljót niður á við. Spænskir fjölmiðlar fullyrtu um helgina að forráðamenn Barcelona væru til- búnir að samþykkja tilboð upp á 38 milljónir í franska landsliðs- manninn, innan við þremur árum eftir að félagið samþykkti að greiða Dortmund allt að 145 milljónir fyrir Dembele. Sumarið 2017 var tvítugur Dem- bele einn af eftirsóttustu leikmönn- um heims. Það voru ekki tvö ár liðin síðan hann lék fyrsta leik sinn fyrir Rennes í franska boltanum og hafði hann heillað öll stærstu lið Evrópu, fyrst með Rennes og síðan með Dortmund. Franski landsliðs- maðurinn var valinn nýliði ársins í Þýskalandi og valinn í úrvalslið tímabilsins í deildinni. Það var ljóst að Börsungar voru örvæntingarfullir fyrir þremur árum þegar þeir lögðu inn tilboð í franska landsliðsmanninn. Félag- ið var nýbúið að selja Neymar fyrir metfé og var því enginn skortur á aurum í Katalóníu. Fyrir vikið gátu forráðamenn Dortmund farið fram á hvaða upphæð sem er og náðu að nífalda það sem þeir greiddu sjálfir ári áður. Sjálfur var Dembele ekk- ert að fara leynt með áhuga sinn á að yfirgefa Dortmund við fyrsta tækifæri og neitaði að æfa með liðsfélögum sínum áður en tilboð Barcelona var samþykkt. Börsungar neyddust til að greiða uppsett verð og fengu sinn mann ekki fyrr en rétt fyrir lok félags- skiptagluggans. Dembele fékk treyju númer ellefu, sem var áður í eigu Neymar, og var honum ætlað að taka stað brasilíska sóknar- mannsins í sóknarþríeykinu með Lionel Messi og Luis Suarez. Hann fékk enga óskabyrjun í treyju Barce- lona því hann meiddist snemma og kom aðeins við sögu í 27 leikjum á fyrsta tímabili sínu. Ekki það sem ætlast var til af næsta kyndilbera sóknarleiks Barcelona og arftaka Neymar hjá félaginu. Það reyndist gefa góða mynd af framtíð Dembele hjá Barcelona. Hann hefur átt í stöðugri baráttu við að haldast heill og ratað meira í fjölmiðla fyrir vandræði utan vallar heldur en afrek innan hans. Ernesto Valverde, þáverandi knatt- spyrnustjóri Barcelona, þurfti oft að svara fyrir agabrot Dembele þegar fjölmiðlar fullyrtu að hann hefði verið við tölvuleikjaspilun fram eftir nóttu. Oftar en einu sinni kom það fyrir að Dembele af boðaði sig á æfingar félagsins vegna veikinda en lækna- teymi Barcelona fann ekkert við nánari skoðun samdægurs. Þegar Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, var spurður út í aga- vandamálin sagðist hann glíma við sama vandamál og skoraði á Dem- bele að axla ábyrgð til að sóa ekki ferlinum hjá spænska stórveldinu. Nú virðist sem hann verði eitt af fórnarlömbum næsta félagsskipta- glugga hjá Barcelona, sem þarf að létta á launaskránni ásamt því að safna aurum til að styrkja liðið næsta sumar. Líklegt er að eitthvað af stóru liðum Evrópu sé tilbúið að gefa Dembele annað tækifæri í von um að hann nái að sýna sitt rétta andlit en ljóst er að hann á ekki mörg tækifæri eftir til að sanna sig í þessum gæðaflokki. kristinnpall@frettabladid.is Aldrei tekist að fylla skarðið Það tók Ousmane Dembele ekki tvö ár frá eldskírninni að semja við Barcelona sem næstdýrasti leik- maður sögunnar. Þremur árum seinna er hann falur fyrir fjórðung þess sem Börsungar borguðu. Lionel Messi ræðir við Dembele eftir að franski landsliðsmaðurinn meiddist fyrr í vetur. MYND/GETTY Það er ekkert nýtt að Dembele mæti of seint á skipulagða viðburði. Hjá okkur er afsökunin oft sú að hann sé ekki sá eini. Didier Deschamps, þjálfari Frakk- lands, um hegðunarvanda Dembele Frábær vinnukraftur! Birt m eð fyrirvara um verð- og textabrengl. 3.137.000 kr. VIVARO CARGO Listaverð 3.890.000 kr. Verð án vsk. 4.024.000 kr. VIVARO COMBI - 6 – 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Listaverð 5.490.000 kr. Verð án vsk.2.411.000 kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Verð án vsk. 4.427.000 kr. MOVANO CARGO Verð án vsk. Bílabúð Benna hækkar ekki verð Einnig hagstæð kjör í langtímaleigu Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur Opið virka daga frá 12 til 17 Verið velkomin í reynsluakstur GENGIÐ FRYSTUM opel.is 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.