Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 24
Þá gerði hann einnig upp Dia- mond T dráttarbíl frá 1942 sem við eigum í geymslu. Um er að ræða tíu hjóla dísiltrukk sem var í eigu hersins á sínum tíma. Þetta er alveg svakalega skemmtilegt ökutæki sem við drögum út úr geymslunni með traktor þegar hann fer í sýningu, vegna þess að hann mengar svo rosalega þegar hann er settur í gang.“ Svæsið gælunafn Inni á sýningunni er að finna valt- ara sem var framleiddur á þriðja tug tuttugustu aldar í Póllandi, sem á þeim tíma nefndist Slesía. „Sá hefur fengið afar svæsið gælu- nafn sem ég kann ekki við að komi á prenti, en forvitnir eru hvattir til þess að koma við í Skógasafni og verða þess vísari.“ Nýjasti safngripur Samgöngu- safnsins er snjóbíll frá björgunar- sveitinni Víkverja, í Vík í Mýrdal. Snjóbíllinn var gefinn safninu 2018 og fór á sýningu ári síðar. „Hann virkar enn mjög vel en var orðinn heldur hægur miðað við það sem býðst í dag.“ Þróunin kemur á óvart „Fólk áttar sig oft ekki á hversu hröð þróunin hefur verið í bættum samgöngum og þróun vinnutækja. Það var ekki fyrr en 1974 sem hringveginum var lokað með brú yfir Skeiðará. Þá er þróun vinnuvéla gífurlega hröð. „Margir undra sig á þeim miklu átökum sem hafa verið við að leggja vegina um land allt. Þetta sést einna best á tækja- kostinum sem mönnum stóð til boða. Þar má meðal annars nefna norskan Drafn veghefil sem Vega- gerðin keypti sjö stykki af rétt undir 1930. Heflarnir voru notaðir fram yfir seinni heimsstyrjöld. Þeir komu ósamsettir til landsins og var púslað saman á staðnum. Einnig reka menn upp stór augu þegar þeir sjá ensku Priestman gröfuna sem er án drif búnaðar. Til þess að ferja gröfuna á milli staða var skóflan látin hvíla á vörubílspalli og hún dregin á milli. Svo gat gröfustjórnandi fært gröfuna stuttar vegalengdir með því að draga sig fram og aftur með skóflunni.“ Það er opið í Skógasafni í allt sumar. „Fólk kemur mikið til okkar um helgar en safnið er tilvalin viðbót í dags- eða helgar- ferðir frá Reykjavík. Það er ekki nema tveggja tíma akstur frá höfuðborgarsvæðinu að Skógum og í næsta nágrenni er bæði Skóga- foss og Kvernufoss. Einnig er Selja- landsfoss á leiðinni og Reynisfjara og Dyrhólaey stutt frá.“ Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Safnið skiptist í byggðasafn, þar sem má finna elstu safngripina, húsasafn og samgöngusafn. „Eðli málsins samkvæmt eru gripirnir á Sam- göngusafninu í yngri kantinum og þeir elstu þar eru meðal annars reiðtygi og hnakkar frá síðari hluta nítjándu aldar,“ segir Andri Guðmundsson, forstöðumaður safnsins. Á Samgöngusafninu er fjölbreytt safn vinnuvéla og ökutækja sem bera vitni um áhugaverða vinnu- véla- og samgöngusögu Íslands. „Við eigum og erum með í láni dágott safn af vegavinnutækjum, vörubílum, vegheflum, gröfum og ýmsu forvitnilegu fyrir áhuga- sama frá Vegminjasafni Vega- gerðarinnar.“ Elsta ökutækið á safninu er for- láta Ford TT bifreið sem var f lutt inn árið 1917. „Bílinn erum við með í láni frá Þjóðminjasafninu og er um að ræða eina elstu varð- veittu bifreið sem flutt hefur verið til landsins frá upphafi, ef frá eru taldir bílar sem eru innfluttir einvörðungu vegna fornbíla- gildisins.“ Tvær milljónir kílómetra Samgöngusafnið sýnir dágóðan hluta safnsins í glæsilegu sýning- arhúsnæði. Safnið á einnig stærri sýningargripi sem margir hverjir eru sýndir úti yfir sumartímann. „Eins og er standa þrír bílar úti á plani hjá okkur. Meðal þeirra er forláta grár og rauður Volvo Viking vörubíll frá 1961. Baldur S. Kristensen var lengst á þessum bíl er hann starfaði hjá Vegagerðinni og hefur honum verið ekið yfir 2.000.000 kílómetra. Bíllinn virkar enn og er keyrður inn og út úr geymslunni án nokkurra vand- kvæða. Það var Erlendur Egilsson sem gerði gripinn upp. Merkilega hröð þróun vinnutækja Í Skógasafni kennir ýmissa grasa, þar eru fjölbreyttir safngripir allt frá landnámsöld til nútímans. Einn hluti safnsins, Samgöngusafnið, hefur að geyma áhugaverðar vinnuvélar og samgöngutæki. Diamond T dráttarbíll frá 1942 er tíu hjóla dísiltrukkur. Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson bosal.is | Sími 777 5007 | boas@bosal.is | Hafnargötu 28 - 710 Seyðisfirði Höfum til afgreiðslu flest allar gerðir nýrra HOBBY HJÓLHÝSA OG HÚSBÍLA Til sölu fyrir viðskiptavin Hobby 560UL Premium Lítið notað árg. 2019 Með eftirfarandi aukabúnaði • Mover • Rafgeymakerfi • Rafm. gólfhiti • Sjónvarpshattur með magnara • Sólarsella 170 Watta • Grjótgrind • Heildarburðargeta 2.000 kg., stærri dekk • Tveggja þrepa áltrappa Hobby 460 Ufe Excellent Með eftirfarandi aukabúnaði • 1.500 kg heildarburðargeta • Rafgeymakerfi með hleðslustöð • TFT aðgerðastjórnborð • USB tengi • Áltrappa 2 þrepa Hobby 650Kfu Prestige Með eftirfarandi aukabúnaði • Eldunarbakaraofn með grilli • Örbylgjuofn Dometic 20 ltr • USB innstungur og einnig ljós í kojum með USB • Gólfteppi sérsniðið • Rafgeymakerfi með hleðslustöð • Hobby Connect með appstýringu • Sjónvarpsfesting • Truma Combi 6 E miðstöð • Tveggja þrepa vönduð áltrappa Með stuttum fyrirvara NÝTT m. kojum Til afgreiðslu strax Verð 5.350.000 með VSK skráð Verð 4.190.000 með VSK skráðVerð 5.600.000 Facebook: Bósal innflutningur 8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.