Fréttablaðið - 26.05.2020, Qupperneq 24
Þá gerði hann einnig upp Dia-
mond T dráttarbíl frá 1942 sem
við eigum í geymslu. Um er að
ræða tíu hjóla dísiltrukk sem var
í eigu hersins á sínum tíma. Þetta
er alveg svakalega skemmtilegt
ökutæki sem við drögum út úr
geymslunni með traktor þegar
hann fer í sýningu, vegna þess að
hann mengar svo rosalega þegar
hann er settur í gang.“
Svæsið gælunafn
Inni á sýningunni er að finna valt-
ara sem var framleiddur á þriðja
tug tuttugustu aldar í Póllandi,
sem á þeim tíma nefndist Slesía.
„Sá hefur fengið afar svæsið gælu-
nafn sem ég kann ekki við að komi
á prenti, en forvitnir eru hvattir til
þess að koma við í Skógasafni og
verða þess vísari.“
Nýjasti safngripur Samgöngu-
safnsins er snjóbíll frá björgunar-
sveitinni Víkverja, í Vík í Mýrdal.
Snjóbíllinn var gefinn safninu 2018
og fór á sýningu ári síðar. „Hann
virkar enn mjög vel en var orðinn
heldur hægur miðað við það sem
býðst í dag.“
Þróunin kemur á óvart
„Fólk áttar sig oft ekki á hversu
hröð þróunin hefur verið í
bættum samgöngum og þróun
vinnutækja. Það var ekki fyrr en
1974 sem hringveginum var lokað
með brú yfir Skeiðará. Þá er þróun
vinnuvéla gífurlega hröð. „Margir
undra sig á þeim miklu átökum
sem hafa verið við að leggja vegina
um land allt.
Þetta sést einna best á tækja-
kostinum sem mönnum stóð til
boða. Þar má meðal annars nefna
norskan Drafn veghefil sem Vega-
gerðin keypti sjö stykki af rétt
undir 1930. Heflarnir voru notaðir
fram yfir seinni heimsstyrjöld.
Þeir komu ósamsettir til landsins
og var púslað saman á staðnum.
Einnig reka menn upp stór augu
þegar þeir sjá ensku Priestman
gröfuna sem er án drif búnaðar.
Til þess að ferja gröfuna á milli
staða var skóflan látin hvíla á
vörubílspalli og hún dregin á
milli. Svo gat gröfustjórnandi fært
gröfuna stuttar vegalengdir með
því að draga sig fram og aftur með
skóflunni.“
Það er opið í Skógasafni í allt
sumar. „Fólk kemur mikið til
okkar um helgar en safnið er
tilvalin viðbót í dags- eða helgar-
ferðir frá Reykjavík. Það er ekki
nema tveggja tíma akstur frá
höfuðborgarsvæðinu að Skógum
og í næsta nágrenni er bæði Skóga-
foss og Kvernufoss. Einnig er Selja-
landsfoss á leiðinni og Reynisfjara
og Dyrhólaey stutt frá.“
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Safnið skiptist í byggðasafn, þar sem má finna elstu safngripina, húsasafn og
samgöngusafn. „Eðli málsins
samkvæmt eru gripirnir á Sam-
göngusafninu í yngri kantinum
og þeir elstu þar eru meðal annars
reiðtygi og hnakkar frá síðari
hluta nítjándu aldar,“ segir Andri
Guðmundsson, forstöðumaður
safnsins.
Á Samgöngusafninu er fjölbreytt
safn vinnuvéla og ökutækja sem
bera vitni um áhugaverða vinnu-
véla- og samgöngusögu Íslands.
„Við eigum og erum með í láni
dágott safn af vegavinnutækjum,
vörubílum, vegheflum, gröfum og
ýmsu forvitnilegu fyrir áhuga-
sama frá Vegminjasafni Vega-
gerðarinnar.“
Elsta ökutækið á safninu er for-
láta Ford TT bifreið sem var f lutt
inn árið 1917. „Bílinn erum við
með í láni frá Þjóðminjasafninu
og er um að ræða eina elstu varð-
veittu bifreið sem flutt hefur verið
til landsins frá upphafi, ef frá eru
taldir bílar sem eru innfluttir
einvörðungu vegna fornbíla-
gildisins.“
Tvær milljónir kílómetra
Samgöngusafnið sýnir dágóðan
hluta safnsins í glæsilegu sýning-
arhúsnæði. Safnið á einnig stærri
sýningargripi sem margir hverjir
eru sýndir úti yfir sumartímann.
„Eins og er standa þrír bílar úti
á plani hjá okkur. Meðal þeirra
er forláta grár og rauður Volvo
Viking vörubíll frá 1961. Baldur S.
Kristensen var lengst á þessum bíl
er hann starfaði hjá Vegagerðinni
og hefur honum verið ekið yfir
2.000.000 kílómetra. Bíllinn virkar
enn og er keyrður inn og út úr
geymslunni án nokkurra vand-
kvæða. Það var Erlendur Egilsson
sem gerði gripinn upp.
Merkilega hröð þróun vinnutækja
Í Skógasafni kennir ýmissa grasa, þar eru fjölbreyttir safngripir allt frá landnámsöld til nútímans.
Einn hluti safnsins, Samgöngusafnið, hefur að geyma áhugaverðar vinnuvélar og samgöngutæki.
Diamond T dráttarbíll frá 1942 er tíu hjóla dísiltrukkur.
Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson
bosal.is | Sími 777 5007 | boas@bosal.is | Hafnargötu 28 - 710 Seyðisfirði
Höfum til afgreiðslu flest allar gerðir nýrra
HOBBY HJÓLHÝSA OG HÚSBÍLA
Til sölu fyrir viðskiptavin
Hobby 560UL Premium
Lítið notað árg. 2019
Með eftirfarandi aukabúnaði
• Mover
• Rafgeymakerfi
• Rafm. gólfhiti
• Sjónvarpshattur með magnara
• Sólarsella 170 Watta
• Grjótgrind
• Heildarburðargeta 2.000 kg., stærri dekk
• Tveggja þrepa áltrappa
Hobby 460 Ufe Excellent
Með eftirfarandi aukabúnaði
• 1.500 kg heildarburðargeta
• Rafgeymakerfi með hleðslustöð
• TFT aðgerðastjórnborð
• USB tengi
• Áltrappa 2 þrepa
Hobby 650Kfu Prestige
Með eftirfarandi aukabúnaði
• Eldunarbakaraofn með grilli
• Örbylgjuofn Dometic 20 ltr
• USB innstungur og einnig ljós í kojum með USB
• Gólfteppi sérsniðið
• Rafgeymakerfi með hleðslustöð
• Hobby Connect með appstýringu
• Sjónvarpsfesting
• Truma Combi 6 E miðstöð
• Tveggja þrepa vönduð áltrappa
Með
stuttum
fyrirvara
NÝTT
m. kojum
Til
afgreiðslu
strax
Verð 5.350.000
með VSK skráð
Verð 4.190.000
með VSK skráðVerð 5.600.000
Facebook: Bósal innflutningur
8 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR