Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.03.2020, Síða 16

Víkurfréttir - 12.03.2020, Síða 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Mundi S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Skegg fer þér fjári vel Margeir! Frid Valdimar Guðmundsson ásamt Ásgeiri Aðalsteinssyni gítarleikara hljómsveitin Demo Már Gunnarsson & Ísold Wilberg Sesselja Ósk Stefánsdóttir við þökkum þeim listamönnum sem komu fram, samstarfs- og styrktaraðilum og þeim sem keyptu miða á góðgerðartónleikana sem voru haldnir í Hljómahöll 4. mars síðastliðinn. 400 þúsund krónur söfnuðust í Minningarsjóð Ölla takk! samstarfsaði lar: styrktaraði lar: Hár og Rósir ehf // AG-Seafood ehf // Icemar ehf // Járni ehf Gul l og hönnun // Panda // Pylsuvagninn // Gal ler í Keflavík Skegg Undanfarin ár hefur gengið yfir tíska sem er mér ekki mjög að skapi. Karl- mönnum var talin trú um að útlit löngu útdauðra loðfíla væri það sem heillaði mest, bæði karla og konur. Þannig sáum við flesta myndarlegustu karlmenn landsins hverfa í felur bak við ósnyrta andlitsbrúska. Flestir kalla þetta skegg. Hver stórstjarnan á fætur annarri féll fyrir þessari hörmungar- bylgju og lítið lát virðist vera á. Afar mínir báðir og faðir létu sér aldrei vaxa skegg. Móðurafi minn kallaði þetta sóðaskap. Þótt blindur væri orðinn sá hann skegg á andlitum manna og setti út á við þá sem voru honum kærastir. Ég hef veikum mætti reynt að benda nokkrum vinum mínum og bræðrum á að þetta sé ekki smart. Eiginlega bara glatað. En þeir hafa glaðir vísað í að einhverjar skvísur og eiginkonur hafi hrósað þeim fyrir karlmannlegt og glæsilegt útlit sem þeir meti framar mínu. Það var vatn á myllu mína þegar fréttir bárust af því að veira kennd við töluna nítján dveldi í skeggi manna. Ég tók mig til á ferðalagi í höfuðborg Skotlands og pantaði „on-line“ skegg- snyrtingu fyrir ástkæran bróður minn sem aldrei þessu vant gegndi bara. Fyrir hönd hans var ég búinn að ákveða að nóg væri nóg – burtu með loðfílinn. Þegar skeggsnyrtirinn tók á móti okkur sagðist hann hafa hafnað bókun- inni og hefði engan tíma til að sinna okkur. Þegar hann svo rekur augun í verkefnið og finna manninn á bak við það, stóðst hann ekki mátið. Beint í stólinn. Hefst hann svo handa við að mæra skeggið það sé glæsilegt, þykkt og hann muni ekki undir nokkrum kringumstæðum raka það af. Það verði bara snyrt og gert enn glæsilegra. Mér féllust hendur. Bróðir minn naut lífsins í hálftíma í stólnum og stóð þaðan upp með best snyrta skegg sem sést hefur. Að auki var skeggsnyrtirinn ungur skoskur strákur af Borginni búinn að hrósa skegginu svo í hástert að það fýkur ekki í bráð. Við kvöddum Skotann. Bróðir minn sæll og glaður. Ég tuttugu pundum fátækari. Skegg eru víst ekki metin til fjár. LO KAO RÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.