Víkurfréttir - 26.03.2020, Qupperneq 13
13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Eftir því sem tíminn líður átta ég
mig á því hversu alvarlegt þetta er og
ég óttast um fólkið í kringum mig
og fólk um allan heim sem er með
undirliggjandi sjúkdóma og aldraða.
Þetta er eitthvað sem við höfum
aldrei upplifað áður og heimurinn
stendur á öndinni. Við erum öll að
upplifa þetta á sama hátt held ég,
fylgjumst meira með fréttum og
hugum að hreinlæti“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Ég hef miklar áhyggjur af fólki
með undirliggjandi sjúkdóma og
öldruðum. Ég hef áhyggjur af því að
við fjöldskyldan, sem erum almenn
heilsuhraust, smitum aðra. Þó að
við séum ekki smituð sjálf og höfum
ekkert farið erlendis undanfarna
mánuði þá erum við áhyggjufull og
reynum að vera varkár“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Mitt daglega líf hefur breyst um-
talsvert. Ég vinn í Reykjavík, hjá
Origo, og hef undanfarna vinnu-
viku unnið heima í fjartenginu. Það
hefur verið mikið álag í vinnunni hjá
mér. Ég vinn við sjúkraskrárkerfið
Sögu sem allar heilrigðisstofnanir
og heilsugæslur um allt land nota og
þjónusta einnig vefinn heilsuvera.is
(ásamt mörgum öðrum). Við höfum
meðal annars opnað fyrir myndsam-
töl milli heilbrigðisstarfsmanns og
Heilsuveru-notenda og ég hef unnið
að fræðsluefni fyrir báða hópa,
unnið að innleiðingu að þessu innan
heilbrigðisstofnanna út um allt land
og myndbandsgerð. Vinnudagarnir
hafa verið langir. Helgin síðasta var
þó tekin alfarið í að sinna heimilinu
og við fjölskyldan þrifum allt hátt
og lágt. Við höfum sinnt heimanámi
með börnum, horft saman á bíó-
myndir, gert heimaæfingar og farið
út í göngutúra“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
Já, vinnan er alfarið í fjar-
tengingu núna og eru haldnir
myndsamtalsfundir daglega með
vinnufélögum og ég sinni við-
skiptavinum sem nota sjúkra-
skrárkerfið Sögu allt heiman frá
mér.
— Hvenær fórstu að taka CO-
VID-19 alvarlega?
„Ég fór að taka COVID-19
alvarlega um síðustu helgi. [14.-15.
mars] Þegar vinnan tilkynnti að ein
úr mannauðssviði Origo, staðsett
nálægt mér á skrifstofu, hafði sýkst.
Þá varð ég fyrst hrædd. Ég gat verið
smituð og fjölskyldan mín. Ég var
hrædd um að ég hefði smitað þau
eða foreldra okkar. En svo kom í
ljós að ég hafði verið það lítið í sam-
skiptum við þennan vinnufélaga að
við þurftum ekki að fara í sóttkví.
En eftir að ég fór að vinna heima þá
hefur maður í raun áttað sig á alvar-
leika málsins“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég fer eins lítið út af heimilinu
mínu og kostur er. Við sinnum
foreldrum okkar og við förum út í
matvöruverslun. Ég hef ítrekað við
foreldra og tengdaforeldra að panta
matvöru á Nettó.is og fara sem
minnst út. Að sjálfsögðu ítrekum
við handþvott við börnin okkar og
sprittum okkur mikið“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Mér finnst stjórnvöld og fjöl-
miðlar vera að standa sig frábærlega
og upplýsingaflæðið er mjög gott.
Hrós til þeirra“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Það sem mér finnst mikilvægast
á þessum tíma er að við einöngrum
okkur. Við höldum okkur heima og
komum í veg fyrir frekari útbreiðslu
á þessum vírus. Það er það besta sem
við getum gert“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Mér finnst sveitarfélagið og skól-
arnir vera að standa sig með prýði
og ég er afar ánægð að hafa börnin
mín heima á meðan á þessu ástandi
stendur“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Nei í raun ekki. Ég er ekki mikið
partýdýr og get alveg kúplað mig út
úr því að hitta fólk. Ég er afar sátt
innan um mína kjarnafjölskyldu og
hef næg verkefni heima. Ég veit samt
ekki hvað þessi góða andlega líðan á
eftir að vara lengi. Ef þessi einangrun
varir í 2-3 mánuði þá veit ég ekki
hvort við fjölskyldan verðum orðin
geðveik á hvoru öðru þegar öll verk-
efni eru búin og við orðin leið á því
að vera bara með hvoru öðru“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Ég fer út í matvörubúð einu sinni
í viku. Ég hef enn ekki notað netið.
Það kemur líklegast að því síðar“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Fram í maí að minnsta kosti.
Stjórnvöld hafa talað um miðjan
apríl en maður veit ekki hvort það sé
eitthvað sem hægt er að stóla á sem
tölu. En mér finnst líklegt að þetta
verði fram í maí“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Við hjónin vorum búin að ákveða
að ferðast meira innanlands í sumar
áður en þetta ástand hófst. Á síðasta
ár ferðuðumst við mikið erlendis.
Í ár verður stefnan tekin á innan-
landsferðir. Ef Ásdís Hjálmrós, dóttir
okkar, kemst í landslið U16 í körfu-
bolta og það verður farið í slíkar
ferðir þá munum við að sjálfsögðu
reyna að fylgja henni og styðja“.
— Hvernig eru börnin á heimilinu að
upplifa þetta?
„Börnin okkar eru tvö á heimilinu
og eru 13 og 16 ára. Þau eru vel upp-
lýst um hlutina og eru afar þroskuð.
Við ræðum alla hluti, jákvæða og
neikvæða, á heimilinu og þau eru
frekar róleg yfir þessu. Þau voru
rosalega ánægð að fá „frí“ í skólanum
en þau sinna heimanáminu vel, gera
æfingar heima og njóta þess að hafa
foreldrana meira heima. Við höfum
ákveðið að taka þessum faraldi sem
tækifæri til að njóta þess að vera
meira saman, læra, æfa og spila
saman og síðast en ekki síst þykja
vænt um hvort annað“.
GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir starfar sem
sérfræðingur hjá Origo. Hennar daglega líf hefur
breyst umtalsvert. Hún vinnur við sjúkraskrárkerfið
Sögu sem allar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslur um
allt land nota og þjónustar einnig vefinn heilsuvera.is.
Guðrún svaraði nokkrum spruningum frá Víkurfréttum
um COVID-19 og hvaða áhrif faraldurinn hefur á dag-
legt líf.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Ég fer eins lítið út af heimilinu mínu og kostur er. Við sinnum
foreldrum okkar og við förum út í matvöruverslun. Ég hef
ítrekað við foreldra og tengdaforeldra að panta matvöru á
Nettó.is og fara sem minnst út. Að sjálfsögðu ítrekum við
handþvott við börnin okkar og sprittum okkur mikið.
Tökum
faraldrinum
sem tækifæri til
að njóta þess
að vera meira
saman