Víkurfréttir - 26.03.2020, Qupperneq 20
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Þetta er allt frekar súrrealískt,
pínulítið eins og eitthver dystópía“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Já smá, ég get ekki neitað því.
Maður hefur helst áhyggjur af fólk-
inu í kringum sig. Svo er líka skrýtið
að geta ekki heimsótt ömmu og afa
á svona erfiðum tímum, en að sjálf-
sögðu vill maður hlífa þeim aldurs-
hópi eins og maður getur“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Þetta er er í raun eins og mjög
löng helgi. Maður er heima fyrir og
les góðar bækur, lærir, grúskar og
horfir sjónvarpið. Mestu breyting-
arnar eru hversu mikið maður er
heima“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Já, að því leyti að skólinn er
allur í gegnum netið núna. Svo veit
maður ekki hvernig fer með verklega
hlutann af smíðanáminu en hann er
alveg dottinn út núna“.
— Er eitthvað af þínu fólki í sóttkví?
„Einn einstaklingur í fjölskyldunni
er í sóttkví eins og staðan er núna.
Hún er í forstofuherberginu með
sínum eigin útgangi. Gler á milli, svo
þetta er eins og að vera í dýragarði.
Jafnvel má segja að það sé eins og
hún sé ennþá í útlöndum enda eru
samskiptin aðallega í gegnum face-
time eins og áður“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Daginn sem ákveðið var að setja
samkomubann á“.
— Hvað varð til þess?
„Andrúmsloftið í skólanum, það
var allt frekar skrítið“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég held mig að mestu leiti heima
og sleppi öllum óþarfa ferðum. Nóg
til af mat og klósettpappír! Svo er
maður mjög duglegur að þvo hendur
og spritta sig“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Ég hef fulla trú á fólkinu okkar
hjá almannavörnum og treysti því að
þau taki góðar ákvarðanir. Öll um-
ræða er mjög opinská sem er mjög
mikilvægt“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Hringja í og hafa samband við
manns nánustu og spjalla um allt
milli himins og jarðar. Svo þarf
maður að passa upp á andlegu heils-
una, það er mikilvægt að hafa ekki
of miklar áhyggjur af því sem maður
hefur litla stjórn á“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Þau fara eftir öllum leikreglunum
svo ég get ekki kvartað“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Já, maður er ansi mikið heima
fyrir. Það jákvæðasta við þetta allt
saman er þó að maður nær að lesa
bókastaflana sem ég hef sankað að
mér og svo hefur maður meiri tíma
í að grúska í ýmsu á borð við björg-
unarskýlið í Sandgerði, samkomu-
húsið Kirkjuhvol o.fl. Það er ekki
leiðinlegt“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Við notum netið mun meira og
við búumst við að nota það að mestu
leyti á næstunni“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Satt best að segja geri ég ráð fyrir
að þetta muni taka eitthvern tíma.
Maður hefur heyrt talað um nokkra
mánuði svo maður er búinn undir
það“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Við gerum ráð fyrir að fara til
Dannmerkur og svo í paradísina
austur í Mjóafjörð“.
— Hvernig eru börnin á heimilinu að
upplifa þetta?
„Dóttirin er ekki nema 14 mánaða
svo ég efast um að hún spái mikið í
þessu. Henni finnst allavega frábært
að vera heima með alla fjölskylduna í
kringum sig“.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Bjarki Þ. Wíum er húsasmíðanemi og hann lýsir
ástandinu í COVID-19 eins og það sé eins og mjög löng
helgi. „Maður er heima fyrir og les góðar bækur, lærir,
grúskar og horfir sjónvarpið. Mestu breytingarnar eru
hversu mikið maður er heima,“ segir hann í samtali við
Víkurfréttir. Hann segist undirbúinn fyrir að ástandið vari
í nokkra mánuði.
Maður er ansi mikið heima fyrir. Það jákvæðasta við þetta allt
saman er þó að maður nær að lesa bókastaflana sem ég hef
sankað að mér og svo hefur maður meiri tíma í að grúska í
ýmsu á borð við björgunarskýlið í Sandgerði, samkomuhúsið
Kirkjuhvol o.fl. Það er ekki leiðinlegt.
BJARKI Þ. WÍUM
Mikilvægt að
hafa ekki of
miklar áhyggjur
af því sem
maður hefur
litla stjórn á