Víkurfréttir - 26.03.2020, Side 24
24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Ég hélt að ég myndi nú aldrei lifa
svona tíma. Ég upplifi mikla óvissu í
kringum mig en á sama tíma finnst
mér yndislegt að upplifa þennan
mikla samhug og samstöðu sem er í
gangi í þjóðfélaginu okkar“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Nei, ég hef ekki áhyggjur og
gengur bara nokkuð vel að leiða
hugann að öðru – en að því sögðu
þá finn ég stundum óþægileg til-
finning í maganum sem líklegast
mætti flokka sem einhverja tegund af
áhyggjum“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Einhvern veginn er allt breytt.
Börnin læra heima. Maðurinn minn
vinnur heima og við reynum að
fara sem minnst út af heimilinu.
Strákurinn okkar átti að fermast í
apríl en því hefur verið frestað fram
í ágúst. Svo átti ég að vera fara með
alla tengdafjölskylduna til Tenerife
um páskana en það verður bara að
bíða betri tíma. Núna erum við fjöl-
skyldan komin í sjálfskipaða sóttkví
í sumarbústaðnum okkar þannig
að dagarnir framundan verða mjög
rólegir. Ég hef allt til alls til að halda
í mína daglegu hreyfingu og nóg af
bókum til að lesa“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Ég er svo heppin að vera heima-
vinnandi þannig að það er bara
meira líf og fjör inná heimilinu þar
sem allir eru heima mest allan dag-
inn. Þeir fundir sem ég þarf að sækja
vegna stjórnarstarfa fara nú að mestu
fram í fjarfundarbúnaði“.
— Ert þú eða þitt fólk í sóttkví?
„Foreldrar mínir eru í sóttkví
eftir að hafa verið í sólinni á Kanarí.
Þau bera sig vel og við systkinin
sjáum um að færa þeim matvöru og
sendum þeim reglulega myndir og
myndbönd af því sem við erum að
bralla“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Ég held að það hafi verið um
leið og fyrstu tilfellin greindust hér
á landi. Þá fyrst fór þetta að verða
raunverulegt. Ég á góðan vin sem
býr í Colorado í Bandaríkjunum og
um miðjan febrúar sendi hann mér
skilaboð og var að hafa áhyggjur af
áhrifum Covid á heimsvísu. Ég man
að þegar ég svaraði honum þá fannst
mér engin ástæða til að hafa miklar
áhyggjur. Tveimur vikum seinna
greindist svo fyrsta tilfellið hér á
landi“.
— Hvað varð til þess að þú tókst
COVID-19 alvarlega?
„Við það að fyrsta tilfellið greindist
þá var hættustig almannavarna
virkjað og það fyrir mér þýddi ein-
faldlega að þetta bæri að taka mjög
alvarlega“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég hef tileinkað mér aukinn
handþvott og geng um með spritt og
nota það óspart. Ég er meðvituð um
2m regluna þegar ég þarf að fara á
staði þar sem fleira fólk er. Reyni að
fara sem minnst og svo núna með
því að fara í sjálfskipaða sóttkví“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Mér finnst þau standa sig sjúk-
lega vel og ég er þess fullviss að allir
sem að málinu koma eru að vinna
dag og nótt til að tryggja okkar vel-
ferð og að við sem þjóð komumst
sem best út úr þessu“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Að huga vel að andlegu hliðinni
og vera góð við hvort annað. Pössum
að setja ekki of mikla orku í að hugsa
um það sem við getum ekki haft
áhrif á og notum frekar tímann til að
gera eitthvað jákvætt og uppbyggi-
legt fyrir okkur og fjölskylduna“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Ég trúi því að allir séu að gera sitt
besta en að því sögðu tel ég að mitt
sveitarfélag þurfi að koma til móts
við fyrirtæki og heimili með lækkun
fasteignaskatta. Svo tel ég að það
þurfi að huga sérstaklega að þeim
sem minna mega sín og treysti því
að sveitarfélagið mitt geri allt sem
í þeirra valdi stendur til að hlúa að
þeim“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Já það hefur áhrif á svo margan
hátt. Eftir að það komu tilmæli um
að börn ættu að minnka eins og
kostur er umgang við aðra krakka en
þá sem eru með þeim í skólahóp þá
flæktist lífið töluvert“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Já, við fjölskyldan höfum pantað
meira af matvöru á netto.is en áður.
Svo pöntuðum við á netinu það
sem uppá vantaði til að geta gert
æfingarnar okkar heima. Ég nýtti
mér frábæra þjónustu hjá Bókasafni
Reykjanesbæjar og fékk bókina sem
mig hefur lengi langað að lesa heims-
enda“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Okkar færustu sérfræðingar
tala um að veiran muni ná hámarki
um miðjan apríl. Í framhaldi af því
held ég að taki við tímabil þar sem
við reynum að átta okkur á nýrri
heimsmynd og ég held að það geti
alveg varað í einhverja mánuði. Þetta
verður skrítið sumar“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Í dag líður mér þannig að ég
muni fara erlendis um leið og það
verður í boði en svo þegar á reynir
er svo ekkert víst að ég hafi löngun
til þess. Við erum með utanlands-
ferð planaða um miðjan september
sem ég vona að við getum farið í.
Ef allt verður með kyrrum kjörum
í sumar þá munum við ferðast tölu-
vert innanlands, m.a. á fótboltamót,
ættarmót og svo renna eitthvað fyrir
lax“.
— Hvernig eru börnin á heimilinu að
upplifa þetta?
„Það eru tvö börn á heimilinu, níu
og þrettán ára. Mér finnst þau vera
ótrúlega dugleg og jákvæð miðað við
að þeirra daglega lífi hafi verið snúið
á hvolf. Þeim finnst þetta allt mjög
skrítið eru ekki alveg að skilja alvar-
leika málsins. Ég viðurkenni að við
höfum aðeins misst tökin á skjátíma
takmörkunum á heimilinu en til
að bregðast við því ákváðum við að
útbúa starfsáætlun fyrir vikuna þar
sem tekinn er frá tími til að stunda
nám, daglega hreyfingu, tölvu/síma
og svo einhverja sameiginlega af-
þreyingu fyrir fjölskylduna saman“.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Guðný María Jóhannsdóttir segir að við eigum að
huga vel að andlegu hliðinni og vera góð við hvort annað.
„Pössum að setja ekki of mikla orku í að hugsa um það
sem við getum ekki haft áhrif á og notum frekar tímann
til að gera eitthvað jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur
og fjölskylduna“.
Einhvern veginn er allt breytt. Börnin læra heima. Maðurinn minn
vinnur heima og við reynum að fara sem minnst út af heimilinu.
Strákurinn okkar átti að fermast í apríl en því hefur verið frestað
fram í ágúst. Svo átti ég að vera fara með alla tengdafjölskylduna
til Tenerife um páskana en það verður bara að bíða betri tíma.
GUÐNÝ MARÍA JÓHANNSDÓTTIR
Reynum að átta
okkur á nýrri
heimsmynd