Víkurfréttir - 26.03.2020, Qupperneq 28
28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Þetta er ástand sem fæstir hafa upp-
lifað í dag og er erfitt að koma réttum
orðum að því hvernig tilfinningin er,
óraunverulegt er þó hægt að segja um
það eins og staðan er í dag“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Já það er óhætt að segja að ég hafi
verulegar áhyggjur og bara óttaslegin
yfir ástandinu og óvissunni“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Ég er í sóttkví þar sem ég kom heim
frá Spáni sem er og var hááhættusvæði
þegar ég lenti á Íslandi“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Já hef unnið í fjarvinnu heiman frá
mér síðan 14. mars, en get mögulega
mætt til starfa aftur í lok mánaðar“.
— Þú ert í sóttkví? Hvernig er það
og hvað ertu að fást við í 14 daga?
„Já, ég er í sóttkví, það reynir svo
sannarlega á og getur orðið nokkuð
einmanalegt. Ég er samt við störf í fjar-
vinnu og reyni eftir fremsta megni að
dreifa huganum og vinna að ýmsum
vinnutengdum verkefnum, þess á milli
er ég að þrífa, fylgjast með samfélags-
miðlum og horfa ýmsar streymisveitur,
fer einnig út í göngu og fæ mér frískt
loft“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Ef ég á að vera algjörlega heiðarleg
þá var það ekki fyrr en um 10. mars,
þegar þetta svona fór að læðast meira
að manni en þá var ég stödd á Gran
Canaria“.
— Hvað varð til þess?
„Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar, frétt-
irnar sem bárust urðu verri og verri og
ástandið versnaði“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Ég er í sóttkví og ein á heimili
sem getur ekki verið betra miðað við
stöðuna“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Er að springa úr stolti yfir fag-
mennskunni og samstöðunni sem ég
vona að flestir Íslendingar eru að upp-
lifa í dag frá stjórnvöldum“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Samstaða, samhugur og kærleikur“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Sveitarfélagið virðist vera að stíga
nokkuð góð skref til þess að koma á
móts við fjölskyldur og á von á því að
það muni stíga lengra og vera til staðar
fyrir bæjarbúa enn fremur“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Ekki eins og staðan er í dag þar sem
ég er í sóttkví“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Sonur minn sér um að versla fyrir
mig og er ég einnig að nýta mér netið
við verslun á vörum“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Úffff, vonandi ekki lengur en fram
á vor en viðbúin því að þetta gæti tekið
lengri tíma“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Innanlands auðvitað, þá verður
komið sumar á Íslandi og vil ég hvergi
annarstaðar vera en þar á sumrin“.
— Hvernig eru aðrir á heimilin að
upplifa þetta?
„Sonur minn býr í sér íbúð í hús-
næðinu og er hann nokkuð rólegur.
Hann er framhaldskólanemi og stefnir á
að útskrifast í vor, en það gæti auðvitað
breyst ef ástandið lagast ekki fljótt og
kennsla hefst að nýju“.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Íris Sigtryggsdóttir rekstrarstjóri hjá BYKO Breidd
er ein fjölmargra af Suðurnesjum sem hefur sætt sóttkví
vegna ferðalaga erlendis. Hún kom frá Spáni og hefur
sætt sóttkví frá 14. mars. Hún segir að sóttkvíin reyni á
og geti orðið nokkuð einmanaleg. „Ég er samt við störf
í fjarvinnu og reyni eftir fremsta megni að dreifa hug-
anum og vinna að ýmsum vinnutengdum verkefnum,
þess á milli er ég að þrífa, fylgjast með samfélagsmiðlum
og horfa ýmsar streymisveitur,“ segir Íris m.a. í samtali
við Víkurfréttir.
Ég er í sóttkví, það reynir svo sannarlega á og getur orðið
nokkuð einmanalegt. Ég er samt við störf í fjarvinnu og reyni
eftir fremsta megni að dreifa huganum og vinna að ýmsum
vinnutengdum verkefnum, þess á milli er ég að þrífa, fylgjast
með samfélagsmiðlum og horfa ýmsar streymisveitur,
fer einnig út í göngu og fæ mér frískt loft.
ÍRIS SIGTRYGGSDÓTTIR
Sóttkví
reynir á og
getur orðið
nokkuð ein-
manaleg