Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 29
29 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
— Hvernig ert þú að upplifa ástand-
ið í kringum COVID-19?
„Ég er ánægður með hversu margir
taka þessu alvarlega þó það mættu
gjarnan vera allir. Alla vega á skrif-
stofunni hjá okkur var byrjað að sótt-
hreinsa alla snertifleti 3-4 sinnum á
dag og lokað á aðgengi óviðkomandi
að öllu húsinu“.
— Hefurðu áhyggjur?
„Ekki svo af sjálfum mér en það er
allra að vera skynsöm og láta þetta ekki
breiðast til fólks sem er viðkvæmara
fyrir þessari veiru“.
— Hvaða áhrif hefur faraldurinn á
þitt daglega líf?
„Að vinna heimanfrá er heilmikil
breyting en hundurinn okkar er mjög
hrifin af því að vera ekki ein heima allan
daginn. Þá reynir maður að takmarka
búðarferðir, kaupa meira í einu og vera
fljótur að því, heimsóknir til vina og
ættingja eru núna á netinu eða í síma“.
— Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi þína vinnu?
„Já miklar, við sendum alla heim í
síðustu viku en sem betur fer eigum við
auðvelt með það, allir eru með ferða-
tölvur og öll gögn í skýinu og tengdum
þjónustum. Við erum líka með teymi
í fjórum löndum svo við erum vön að
taka fundi á netinu oft í viku. Núna eru
daglegir stöðufundir þar sem allir koma
saman, svo notum við hópvinnulausnir
til þess að vinna saman, s.s. Zoom,
Slack, Asana og þess háttar“.
— Ert þú eða þitt fólk í sóttkví?
„Ekki beint sóttkví, enda höfum við
ekki ástæðu til að ætla að við höfum
verið í návist við smitaða einstaklinga,
en við erum komin í sjálfskipaða fjar-
veru frá fólki að mestu. Sem betur fer
er mikið að gera í vinnunni svo vinnu-
dagurinn er svipaður, bara í fjarvinnu.
Þá er konan mín búin að koma upp
heljarinnar hreyfiprógrammi, langir
göngutúrar nokkrum sinnum á dag
og ýmsar inniæfingar sem við finnum
á Youtube“.
— Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega?
„Líklega þegar ástandið fór að versna
á Ítalíu og á öðrum skíðasvæðum, áður
var þetta svo fjarlægt manni“.
— Hvað varð til þess?
„Einn vinnufélagi okkar fór á skíði
í byrjun mars en hópurinn fór beint
í sóttkví eftir að þeir komu heim og
hann fór svo í einangrun eftir að hann
reyndist greindur en hann losnaði núna
í byrjun vikunnar“.
— Hvernig ert þú að fara varlega?
„Handþvottur og sprittun oft á dag,
halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá
öðru fólki og forgangsraða ferðum utan
heimilisins“.
— Hvernig finnst þér stjórnvöld
standa sig í sóttvörnum?
„Mjög vel, hreinskilni í svörum, góð
ráð og yfirvegun sem nauðsynleg er á
svona tímum“.
— Hvað finnst þér mikilvægast á
þessum tímum?
„Halda ró og bíða með ónauðsynleg
ferðalög og mannfagnaði þangað til
ástandið er gengið yfir“.
— Finnst þér að sveitarfélagið þitt
gæti gert meira?
„Ég hugsa að Reykjanesbær sé í
þokkalegum málum með að fara eftir
ráðleggingum yfirvalda og svo leist mér
sérstaklega vel á vel útfærða viðbragðsá-
ætlun, t.d. staðgengla lykilstarfsmanna“.
— Er samkomubannið að hafa áhrif
á þig?
„Aðallega hvað varðar fundi og ráð-
stefnur, nú er búið að fresta öllu en
mikið af þeim hefur þó færst yfir á
netið“.
— Hvernig hagar þú innkaupum í
dag?
„Ég var að hugsa um að prófa heims-
endingu frá Nettó um daginn, var
kominn með innkaupalista en fór svo
sjálfur í búðina með listann, það kemur
einhvern veginn ekkert í staðinn fyrir
að fara sjálfur í búðina en Nettósíðan er
mjög góð til að útbúa innkaupalistann
en að sjálfsögðu með ítrustu gát, vel
sprittaður fyrir og eftir, halda góðu bili í
næsta mann og vera snöggur að versla“.
— Hvað gerir þú ráð fyrir að
ástandið muni vara lengi?
„Ég vona að hámarkið fari að nást
eftir tvær vikur og hægt verði að fara
á skrifstofuna eftir 3-4 vikur“.
— Þegar faraldurinn er yfirstaðinn,
gerir þú ráð fyrir að ferðast innan-
lands eða utan?
„Engin plön með það, en næstu
vikurnar verður aðallega ferðast innan-
húss“.
HEIMSFARALDUR COVID-19 OG ÁHRIF HANS Á SUÐURNESJAFÓLK
Ég var að hugsa um að prófa heimsend-
ingu frá Nettó um daginn, var kominn með
innkaupalista en fór svo sjálfur í búðina
með listann, það kemur einhvern veginn
ekkert í staðinn fyrir að fara sjálfur í búð-
ina en Nettósíðan er mjög góð til að útbúa
innkaupalistann en að sjálfsögðu með
ítrustu gát, vel sprittaður fyrir og eftir,
halda góðu bili í næsta mann og vera
snöggur að versla.
Næstu vikurnar verður
aðallega ferðast innanhúss
Ragnar Sigurðsson er eigandi AwareGo, sem er fyrirtæki í tölvuöryggislausnum. Hann segist ánægður með hversu margir hafi tekið COVID-19
alvarlega. Hann vinnur í dag heiman frá sér og hundurinn á heimilinu er ánægður með að nú sé alltaf líf í húsinu. Ragnar svaraði nokkrum spurn-
ingum Víkurfrétta um ástandið.
RAGNAR SIGURÐSSON