Víkurfréttir - 26.03.2020, Síða 38
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Disconnect er LP Plata
frá upprennandi
listamanni, Sævari
Helga Jóhanns-
syni, sem gengur
undir listamanns-
nafninu S.hel. Hann
er Keflvíkingur,
sonur Jóhanns Smára
Sævarssonar. Platan
kemur á óvissutímum,
þar sem að sóttkví og
takmörkuð samskipti er
á allra vörum. Samt sem
áður, þá var þessi plata og
kjarni hennar ekki sköpuð
með þetta í huga, heldur
var listamaðurinn S.hel að
endurspegla vangaveltur
um sjálfið/sjálfsmyndir
og hvernig við upplifum
þær. Skiptir staður uppruna
yfirhöfuð máli? Sem barn flutti
hann mikið og leið stundum eins og hann hefði engar
rætur, sem leiddi til þess að honum fannst hann vera
aftengdur. Árum seinna, eftir að hann kom sér fyrir
á Íslandi, áttaði hann sig á jákvæðu hliðunum sem að
fylgdu þessari reynslu.
Það er til þýskt orðatiltæki sem hljómar svona:„Ich bin
Weltbürger: überall zu Hause, überall fremd“ sem í
grófri þýðingu er „Ég er heimsborgari, kunnugur all-
staðar, ókunnugur allstaðar“. S.hel finnst þetta lýsa sér
mjög vel; fæddur í London, uppalin
að hluta í Þýskalandi og býr á Ís-
landi.
Disconnect, sem er gefin út í
samstarfi við breska plötu-
fyrirtækið Whitelabrecs,
kemur í kjölfar sjálfsút-
gefinni EP plötu
„Lucid“, 2018, og er
með píanó í for-
grunni. Platan
verður gefin
út á degi pían-
ósins, 28.mars,
88. Dag ársins
alveg eins og píanó-
ið er með 88 nótur. Margir
áhrifavaldar úr píanótónlist höfðu
áhrif á sköpun þessara plötu, þ.á.m. kennarar
S.hel; tónlistarmaðurinn Mikael Lind, sem einnig
mixaði plötuna, píanistar á borð við Sunnu Gunn-
laugs og Kjartan Valdemarsson og einnig frá öðrum
íslenskum tónskáldum eins og Jóhann Jóhannsson,
Hildur Guðnadóttir o.s.frv. Nýklassísk tónskáld á borð
við Nils Frahm, Arvo Pärt og Max Richter veittu S.hel
einnig mikla andagift við tónsköpunina. Disconnect
fikrar sig á milli einlægrar og lífrænar píanó verka yfir
í granuleruða og hluta-til handahófskennda raf-hljóð-
heima vafða strengjum og hljóðgervlum. Brestandi og
vönduð augnablik vafra um skynjaða þögn og spennu,
meðan stemningin skiptir áreynslulaust yfir í klass-
ískari útsetningar.
Um listamanninn S.hel
og hvað er framundan:
Sævar Helgi Jóhannsson, eða S.hel, er að stunda tónsmíðanám í Lista-
háskóla Íslands og hefur tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á ferli
sínum. Þar er helst að nefna nýja tónlist sem að hann samdi fyrir
uppsetninguna á „Mutter Courage“ e. Bertolt Brecht undir leikstjórn
Mörtu Nordal, sem var m.a. sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri og
Kassanum í Þjóðleikhúsinu í fyrra; þar að auki glæsti þessi frumsamda
tónlist upphafsatriði Grímunar 2019.
S.hel mun koma fram á Iceland Airwaves í ár og er einnig að vinna í
nýrri plötu í samstarfi við Mikael Lind sem mun fókusera á „prepared
piano“ tækni; þar sem að hlutir eru settir inn í píanóið til þess að fá
áhugaverða áferð úr hljóðfærinu. Platan verður tekin upp í Greenhouse
Studios og hefur hlotið styrk frá hljóðritunarsjóð Rannís.
S.HEL MEÐ
DISCONNECT
andrea@vf.is
Viltu auglýsa í Víkurfréttum?