Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.2020, Qupperneq 42

Víkurfréttir - 26.03.2020, Qupperneq 42
42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg. Dagskráin dagana 22.–24. janúar sl. var þéttskipuð þegar Skref fyrir skref hélt sinn fyrsta samstarfsfund í tengslum við nýtt, stórt verkefni sem fyrirtækið stýrir á sviði fullorðinsfræðslu. Fundurinn var haldinn á Light House Inn í Suður- nesjabæ en þar er afar góð og þægileg aðstaða fyrir smærri fundi. Gestir fengu að reyna ýmsar skemmtilegar leiðir sem hægt er að nota til dæmis í upphafi námskeiða, eins og streytulosandi danshreyfingar, sem leiddar voru af Mörtu Eiríksdóttur. Margrét Sverrisdóttir, verkefnisstjóri frá Rannís, heimsótti hópinn og óskaði þátttakendum til hamingju með styrkinn og góðs gengis í vinnu þeirra framundan. Fullorðinsfræðsla út lífið Þetta er í annað sinn á þremur árum sem fyrirtækið hlýtur Erasmus-styrki frá Rannís til þess að hanna kennslu- og þjálfunarefni til notkun víðsvegar í Evrópu. Verkefnið er hannað í tengslum við starfsemi Skref fyrir skref á sviði fullorðinfræðslu en eins og alkunna er þá er mikilvægt að fólk sé sveigjanlegt og geti tileinkað sér nýja þekkingu allt lífið. Hins vegar skiptir verulegu máli hvernig þjálfun og fræðsla fullorðinna fer fram og verkefnið BABBAT (BoB as a Bait – better adult Training) snýst um að hanna skemmtilegar og áhugaverðar leiðir til þess að nota í fullorðinsfræðslu. Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni sjö landa og er markmiðið að hvetja fullorðið fólk til endurmennt- unar og nýsköpunar. Samstarfsaðilar eru frá Grikklandi, Tékklandi, Tenerife, Eistlandi, Litháen og Lettlandi, flestir koma frá háskólum, endurmenntunarstofunum og vinnu- miðlunum. Markmið verkefnisins er að hanna einföld og áhugaverð gögn sem byggja á skemmtilegum dæmisögum frá öllum samstarfslöndum þar sem fólk segir frá reynslu sinni af fullorðinfræðslu/símenntun og hvernig stutt nám breytti stöðu þeirra til framtíðar. Allt efnið verður aðgengilegt á netinu í gegnum heimasíðu og Facebook-síðu verkefnisins (BABBAT) og myndböndin munu finnast á Youtube. Skref fyrir skref Suður- nesjabæ hlýtur öflugan styrk AlmaDís Kristinsdóttir tekur við starfi safnstjóra Lista- safns Einars Jónssonar þann 1. maí n.k. Viðfangsefni safnsins er að rannsaka, varðveita og miðla verkum Einars Jónssonar myndhöggvara og þeim menningararfi sem tengist lífi hans og list. Safnið er til húsa í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti og samanstendur af sýningarsölum á tveimur hæðum, íbúð listamannsins í turni hússins og höggmyndagarði með 26 afsteypum af verkum hans. Listasafnið er hið fyrsta sem opnað var almenningi hér á landi árið 1923 og er því einstakt í sögulegu tilliti. AlmaDís er Keflvíkingur og lauk doktorsprófi í safnafræði frá Háskóla Íslands 2019. Hún er með masters- gráðu í menntunarfræðum og BFA próf í hönnun frá Massachussetts College of Art í Boston. AlmaDís starfar sem verkefnastjóri safnfræðslu hjá Borgar- sögusafni Reykjavíkur og sinnir kennslu í deild Félags-, mann- og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún var áður forstöðu- maður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. Þá starfaði hún sem verkefnastjóri við Listasafn Reykjavíkur um árabil, vann einnig við Listasafnið á Akureyri og Denver Art Museum í Colorado í Bandaríkjunum. AlmaDís ráðin safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar Fjölmargir páskaungar eru komnir í heiminn í Garðinum, nánar tiltekið í Gerðaskóla. Á Fésbókarsíðu skól- ans segir að Í námsveri skólans séu egg í útungunarvél sem hafa verið að klekjast út. Tuttugu og þrjú egg frá fjórum mismunandi tegundum af hænsnfuglum; landnámshænum, silkihænum, brahamshænum og Ester egger hænum voru sett í út- ungunarvél. Sjá má fjörið í mynd- skeiðum á Fésbókarsíðu skólans. „Hugmyndin var að nemendur gætu kíkt í námsverið og fengið fræðslu um hænsn og útungun og þegar ungarnir væru komnir gætu þeir fengið að skoða þá. Þar sem aðstæður eru breyttar vonumst við til að geta tekið ferlið upp og sýnt nemendum,“ segir á síðu skólans. Eins og sjá má á myndskeiðum hefur verið fylgst með útunguninni, ungar streyma nú út úr eggjunum. Þeir eru fljótir að hressast og fara fljótt að borða. Þeir hafa fengið nöfn og sá fyrsti sem kom í heiminn fékk nafnið Jakob. Páskaungar klekjast út í Garðinum

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.