Víkurfréttir - 26.03.2020, Page 43
43 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 26. mars 2020 // 13. tbl. // 41. árg.
Árið 2020 byrjar með því að
minna okkur allhressilega á það
hvað lífið og náttúran geta verið
miskunnarlaus þrátt fyrir alla
sína fegurð. Óveður og óteljandi
lægðir hafa leikið landsmenn
grátt, sérstaklega þá sem búa á
landsbyggðinni. Snjóflóð, raf-
magnsleysi, jarðskjálftar, eldgosa-
viðvaranir og það nýjasta, veiran
Covid-19 sem er að hafa alveg gríðarleg áhrif. Veira sem
heldur heiminum og okkar litla landi í heljargreipum og
hefur margt breyst í daglegu lífi á stuttum tíma sem
hefur snert okkur öll á einn eða annan hátt. Óvissan þykir
mér verst, hlusta á spár og getgátur og vona það besta.
Að finna fyrir óöryggi, vera varari um sig og sína eru
eðlislæg viðbrögð og það getur haft áhrif á orku og jafn-
vægi sem eru lykilþættir að heilbrigði og lífshamingju.
Hvað hef ég verið að gera og hvað
get ég gert er mér ofarlega í huga. Það
er auðvitað einstaklingsbundið og mín
gildi og reynsla vísa mér veginn með
góðri blöndu af æðruleysi og auðmýkt.
Við ættum að vera alltaf vel upplýst,
sýna ábyrgð, hlusta á fólkið í brúnni,
fara eftir tilmælum og leiðbeiningum
þessa frábæra fagfólks sem er að gera
sitt besta í að halda utan um okkur
þessa dagana og vikurnar. Okkar skylda
er að hlúa að, vernda okkar viðkvæm-
ustu hópa sem þurfa á styrkri hönd
að halda og takmarka álagið á þau
eftir fremsta megni. Nú eru margir í
sóttkví, skólastarf skert, íþróttum og
tómstundum haldið í lágmarki. Það
gerir það að verkum að frítími margra
er meiri, aukin samvera fjölskyldna
sem felur í sér ný tækifæri, tækifæri til
að treysta og styrkja böndin, kynnast
sjálfum sér, vinna í sjálfum sér og gefa
af sér til annarra.
Hreyfing og útivist hreinsa hugann,
gefa orku og núllstillingu sem gefur
jafnvægið sem við þurfum. Ég hvet
okkur öll til að fara í göngutúra dag-
lega og anda að okkur fersku lofti. Við
þurfum á hvert öðru að halda og það
er mikilvægt að hlusta á raddir allra í
okkar lífi, við erum ólík og líðan fólks
mismunandi eftir aðstæðum og bak-
landi. Tölum saman, hughreystum og
hvetjum hvert annað áfram, hlúum að
börnunum okkar, fjölskyldu, vinum og
vandamönnum.
Gerum ekki lítið úr ástandinu,
áhyggjum, hræðslu og kvíða annarra
heldur aðstoðum þau upp brekkuna,
minnum þau og okkur sjálf á það sem
skiptir mestu máli. Höldum áfram að
lifa lífinu og höldum okkar rútínu eins
mikið og við getum að teknu tilliti til
síbreytilegra aðstæðna. Við þurfum að
standa saman, skapa sátt og virðingu en
ekki mismunun og sundrung sem allir
tapa á. Þrátt fyrir allt sem má betur gera
er ég stolt af landi og þjóð og vonandi
erum við það flest. Ég vil trúa á hið
góða í fólki og að þeir sem stýra þessu
landi vilji og ætli sér að gera það af
hjarta og heilindum, þvert á flokka. Við
erum þjóð sem er rík af svo mörgu. Góð
andleg og líkamlega heilsa er lykillinn
að góðu lífi, jafnvægi og hamingju. Ef
manni líður vel og er í góðu jafnvægi
þá er maður betur í stakk búin að gefa
af sér til annarra og senda jákvæða
strauma útí kosmósinn.
Faðmlög, nánd og snerting skiptir
mig miklu máli enda er ég mikill
knúsari eins og þeir vita sem þekkja
mig vel. Ég hlakka til að geta útdeilt
knúsum aftur sem allra fyrst enda kom-
inn með dass af fráhvarfseinkennum.
Við öll erum mikið sterkari, þraut-
seigari og orkumeiri en við höldum og
höfum þann hæfileika að geta lært og
blómstrað í erfiðum og krefjandi að-
stæðum. Við erum með ólík spil á hendi
en við erum ekki ein, sjáum til þess að
enginn upplifi sig einan á báti. Samfélag
okkar erum við öll, ég hef trú á því og
okkur öllum og ber þá von í brjósti að
samfélagið þroskist og framtíðin verði
bjartari þegar við komumst yfir þetta
ástand sem nú ríkir útum allan heim.
Díana Hilmarsdóttir
Forstöðumaður
Björgin - Geðræktarmiðstöð
Suðurnesja
Verndum okkar viðkvæmustu hópa