Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 6
Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu verður við Ytri- Njarðvíkurkirkju dagana 2. til 4. júní frá klukkan 16:00 til 19:00. Ágóði af blómasölunni rennur óskiptur til líknar- mála. Heitt verður á könnunni alla daga. Lionsklúbbburinn Æsa hefur styrkt ýmis málefni og fært gjafir á starfsárinu. Þetta er fimmta árið sem Blómamarkaðurinn er í höndum Æsu. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur stofnaður 1997 og starfaði í tíu ár undir merkjum Lionessuklúbbs Njarðvíkur. Klúbburinn hefur á þessum árum styrkt líknar- og menningarmál, einkum hér í heimabyggð en einnig stutt við verkefni Lions á alþjóðavísu. Lions er stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð árið 1917. Félagafjöldi er um 1,4 milljónir og klúbb- arnir 48.000 talsins í yfir 200 löndum. Lionsfélagarnir í Æsu eru í blómaskapi og verða með falleg og góð blóm á markað- inum. Það er mikill tilhlökkun hjá Æsukonum að taka á móti Suðurnesjamönnum sem eru í blómahugleiðingum með hlýju og kærleik. Hin sextán ára María Kristín Ragnarsdóttir fékk hjarta- stopp og hneig skyndilega niður heima hjá sér þar sem hún hafði verið á æfingu vegna COVID-19 ástandsins. Atvikið átti sér stað þann 24. apríl síðastliðinn og var óskað eftir sjúkrabíl frá Brunavörnum Suðurnesja. Strák- arnir á C-vaktinni fóru í útkallið. „Vel tókst til við endur- lífgun og unnu allir viðbragðsaðilar ótrúlega vel saman og komst hún til meðvitundar og var flutt á Landspítal- ann,“ segir á fésbókarsíðu Brunavarna Suðurnesja. Á laugardaginn var, 23. maí, kom María Kristín á vaktina hjá C-vaktinni og heilsaði upp á þá með foreldrum sínum. Kom hún og þakkaði hún þeim lífgjöfina og afhenti þeim fallega mynd. „Það er ekki ofsagt að þetta sé útkall sem menn muna vel eftir því ekki er algengt að ungt fólk fari í hjartastopp og ekki alltaf sem svona vel tekst til. Sýnir þetta vel hvað góðir og vel þjálfaðir viðbragðsaðilar er mikilvægir í samfélaginu okkar,“ segir á síðu Brunavarna Suðurnesja. ÞAKKAÐI SJÚKRAFLUTNINGA- MÖNNUM LÍFGJÖFINA María Kristín Ragnarsdóttir með strákunum á C-vakt Brunavarna Suðurnesja. Mynd: Brunavarnir Suðurnesja Blómamarkaður Lionsklúbbsins Æsu við Ytri-Njarðvíkurkirkju 6 // VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.