Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 41

Víkurfréttir - 28.05.2020, Side 41
– Þú vonar sem sagt að flugvélarnar fari í loftið aftur? Við viljum fara að sjá það og vinnumarkaðinn í gang. Sjá fólk í bænum, meira líf. Maður er svolítið hræddur um að Suðurnesin verði útundan í ferðaátakinu. Ég held að margir, og líka heimamenn, geri sér ekki grein fyrir því hvað Reykjanesið er flott. Við þyrftum að fara í átak um það að það sé gaman að koma á svæðið, hér er allt til alls, gisting, tjaldsvæði, matur og afþreying. Ég held að það séu alltof margir sem viti ekki af því. Gott markaðsátak fyrir Suðurnesin væri vel þegið núna, sagði Guðbjörg. Þarf að fara í mikla vinnu til að sannfæra fólk um nýtt kísilver Guðbjörg brosir ekki þegar hún er spurð út í störf sem geta skapast ef starfsemi kísilverksmiðju í Helguvík hefst á nýjan leik. „Þetta er óþægileg umræða. Auð- vitað viljum við fleiri störf en þessi störf hjá kísilverksmiðju eru mörg sérhæfð. Verða þau fyrir Íslendinga eða þurfum við að fá þjálfað vinnuafl til að sinna þeim? Við vitum öll af mengun, hávaða og leiðindum sem fylgdi starfsemi fyrri verksmiðju. Það þyrfti að bæta mikið allan aðbúnað og sjálfa verksmiðjuna. – Hafa eigendur verksmiðjunnar verið í sambandi við ykkur? Ekki núna nýlega. Við fylgjumst að sjálfsögðu með stöðunni. Ef verk- smiðja fer í gang er mikilvægt að staðið verði vel að samningum við starfsfólk. Því var óbótavant hjá fyrri eiganda. Þeir þurfa að fara í mikla vinnu til að sannfæra fólk á Suður- nesjum um þetta verði ekki eins og hjá fyrri eiganda. Það er mikil and- staða fyrir þessari starfsemi held ég í Reykjanesbæ. Markaðsátak mikilvægt fyrir Reykjanesið Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg. VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR // 41

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.