Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 28.05.2020, Blaðsíða 54
– Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Samtaka verslunar og þjónustu, myndi aldrei smakka surströmming. – Nafn: Þóranna K. Jónsdóttir. – Fæðingardagur: 15. janúar (það stendur ekki að það eigi að skrifa ár). – Fæðingarstaður: Sólvangur, Hafnarfirði. – Fjölskylda: Karl og tvö börn, Ísold Saga, að verða sextán ára, og Ísak Máni, tólf ára. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hmmm, fyrst var það hárgreiðslukona, svo snyrtifræðingur og snemma á menntaskólaár- unum var það lögfræðingur – úff, ég vinn með lögfræðingum núna og þeir eru yndis- legir en vá hvað ég hefði aldrei þrifist í því sjálf! – Aðaláhugamál: Góðar stundir með fjölskyldu og vinum, skíði, tónlist, einkum söngur, og góðar sögur – hvort sem þær eru í bókaformi, góðum sjón- varpsþáttum eða bíó. – Uppáhaldsvefsíða: Er ekki vf.is rétta svarið hér? – Uppáhalds-app í símanum: Úff, erfitt að velja – Spotify, Audible og upp á síðkastið Masterclass-appið mitt – jú og svo er Facebook og Facebook Messenger senni- lega mest notað, þó það sé kannski ekki uppá- halds. – Uppáhaldshlaðvarp: Eftir að ég fattaði að ég gæti hlustað á TED- fyrirlestra í hlaðvarps-appinu mínu þá urðu þeir í miklu uppáhaldi. – Uppáhaldsmatur: Lambakonfekt. – Versti matur: Surströmming og sellerí. Hef svo sem ekki smakkað surströmming en maður þarf ekki nema að vera í sama landshluta þegar dósin er opnuð til að vita hvernig sá andskoti er!!! – Hvað er best á grillið? Uuuuh, lambakonfekt. – Uppáhaldsdrykkur: Vatnið úr Svartafossi fyrir ofan Skaftafell – tek alltaf með mér nokkra brúsa þegar ég fer upp – best í heimi!!! – Hvað óttastu? Svona dagsdaglega óttast ég fátt – en ef ég fer að hugsa um það þá væri það væntanlega að eitthvað slæmt kæmi fyrir börnin mín – það væri það allra versta. – Mottó í lífinu: Það er svo margt sem maður getur ekki stjórnað svo að þegar maður getur stjórnað því þá á maður að hafa það skemmtilegt. – Hvaða mann eða konu úr mann- kynssögunni myndir þú vilja hitta? Elísabetu I Englandsdrottningu – mögnuð staða að vera í á þeim tíma og mig langar mikið að heyra hvernig hún leit á hlutina, stýrandi stóru veldi á tímum þar sem konur voru núll og nix. – Hvaða bók lastu síðast? Ehm … er alltaf með nokkrar í gangi í einu … uuuuh á lítið eftir af Sapiens eftir Yuval Noah Harari. – Ertu að fylgjast með ein- hverjum þáttum í sjónvarpinu? Fullt af þeim. – Uppáhaldssjónvarpsefni: Hágæða, leiknir þættir – og það er nóg af slíku í boði nú á gullöld sjónvarpsins! – Fylgistu með fréttum? Já – helst á netinu en heyri fréttir í útvarpi á leið í vinnu á morgnana og horfi á þær í sjón- varpinu ef það er eitthvað sérstakt í gangi. – Hvað sástu síðast í bíó? Ehm ... ábyggilega eitthvað með krökk- unum, Marvel eða eitthvað svoleiðis. – Uppáhaldsíþróttamaður: Ísak Máni Karlsson. – Uppáhaldsíþróttafélag: Njarðvík. – Ertu hjátrúarfull? Nei. – Hvaða tónlist kemur þér í gott skap? Gott popp/rokk. – Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð? Íslenskt rapp – sorry. – Hvað hefur þú að atvinnu? Markaðs- og kynningarstjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. – Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19? Engar verulegar, vann að heiman í tæpar vikur en það setti ekki mikið strik í reikn- inginn. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Ja, það hefur a.m.k. ekki verið lognmolla. Maður verður bara að gera það besta sem maður getur úr hlutunum. – Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já – alltaf. – Hvað á að gera í sumar? Þvælast eitthvað um landið með fjölskyldu og vinum og njóta para- dísarinnar á pallinum í sólinni. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ætli það verði ekki mest í sveitina mína á Flúðum. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég er hlutdræg þarna – ég myndi nýta sam- böndin og sýna þeim Bláa lónið þó þau geti ekki farið ofan í þessa dagana. Annars er úr svo ótrúlega mörgu fallegu að velja. Einn minn uppáhaldsstaður er hraunið í Borgum við Selatanga – eins og maður komi inn í álfa- þorp. Algjörlega magnað. Hefði aldrei getað orðið lögfræðingur Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Surströmm ing Flúðir 54 // VíKuRFRÉTTIR á SuÐuRNESJuM í 40 áR Fimmtudagur 28. maí 2020 // 22. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.