Fréttablaðið - 19.06.2020, Page 1

Fréttablaðið - 19.06.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 3 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 Bríet Bjarnhéðinsdóttir Vér heilsum glaðar fram tíðinni 12 síðna sérblað fylgir blaðinu í dagKvennréttindablaðið FÖ S T U DAG U R 1 9 . J Ú N Í 2 0 2 0 Kynning ar: Land snet,BH M, Dine Out, Ve ritas, Ek ill, Stok kur, Svig flugféla g Ísland s, Dagar Kvenrétti ndablaði ð KYNNIN GARBLA Ð JAFNRÉTTISMÁL Í dag er Kvenrétt- indadagurinn, hátíðis- og baráttu- dagur kvenna á Íslandi. Þá er því fagnað að konur fengu kosningarétt og öðluðust kjörgengi til Alþingis þennan dag, árið 1915. Frá árinu 2003 hefur verið hvatt til að dagsins verði minnst með því klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt. Í tilefni dagsins er prentuð á kjöl Fréttablaðsins mynd af baráttu- konunni Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og tilvitnun í orð hennar sem hún lét falla í ræðu árið 1915 þegar kosn- ingarétti kvenna var fagnað: „Vér heilsum glaðar framtíðinni.“ Af sama tilefni er vefur Frétta- blaðsins bleikur til miðnættis. Kvenréttindadagurinn er í dag n Sammála 70,2% n Hvorki né 9,3% n Ósammála 20,5% ✿ Jafnréttiskönnun Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Konur hafa jafnan rétt og karlar á Íslandi HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur L200 INTENSE FJÓRHJÓLADRIFINN HARÐJAXL 33" breyttur • Sítengt fjórhjóladrif • Hátt & lágt drif • Sjálfskiptur • Breytingapakki • Dráttarbeisli • Heithúðun á palli Tilboðsverð 7.290.000 kr. 35" uppfærsla 1.300.000 kr. Viðgerðir standa nú yfir á þaki Grensáskirkju enda viðrar vel til framkvæmda. Búist er við sæmilegasta veðri fram yfir helgi, hálfskýjuðu en þurru fyrir sunnan, en rjómablíðu á Norðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK JAFNRÉTTISMÁL „Ég held að þessi stemning sem skilar sér í niður- stöðum könnunarinnar sýni að það hafa orðið raunverulegar framfarir í þessum málaflokki á síðustu árum og áratugum,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra, um nýja könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið um viðhorf til kynjajafnréttis á Íslandi. Rúm 70 prósent eru sammála þeirri fullyrðingu að konur hafi jafnan rétt og karlar á Íslandi. Rúmur fimmtungur er hins vegar ósammála því að konur hafi jafnan rétt og karlar og rúm níu prósent eru hvorki sammála né ósammála. Töluvert f leiri karlar eru á því að kynin hafi jafnan rétt, eða um 80 prósent. Aðeins 60 prósent kvenna eru þeirrar skoðunar. Um 28 pró- sent kvenna og 13 prósent karla telja kynin ekki hafa jafnan rétt. Katrín segir margt hafa áunnist í jafnréttismálum á síðustu fjórum áratugum. Nefnir hún meðal ann- ars leikskóla, fæðingarorlof og lög um jöfn laun, þótt enn finnist óút- skýrður launamunur. „Það hafa mörg raunveruleg skref verið stigin sem hafa skilað betra samfélagi. Ég tel nú samt ekki að fullu jafnrétti sé náð. Kannski er stóra forgangsmálið nú baráttan gegn kynbundnu of beldi.“ Katrín segist einnig telja að ein- stakir þættir geti haft mikil áhrif. „Ég held það hafi skipti miklu til dæmis fyrir upplifun Íslendinga af jafnrétti að hér var kona forseti í sextán ár. Nú er ég önnur konan sem gegnir embætti forsætisráð- herra. Auðvitað er langt í land með að það verði jafnmargar konur og karlar sem hafa gegnt því embætti, en þróunin er svona í rétta átt.“ Könnunin var send á könnunar- hóp Zenter rannsókna og var gerð 15. til 18. júní síðastliðinn. Í úrtaki voru 2.500 einstaklingar 18 ára og eldri, en svarhlutfall var 50,5 pró- sent. Nánar er fjallað um könnun- ina á vef Fréttablaðsins, fretta- bladid.is, meðal annars um afstöðu þátttakenda eftir kyni, búsetu, aldri og stjórnmálaskoðunum. – sar Um 70 prósent telja jafnrétti kynjanna náð Rúm 70 prósent telja konur hafa jafnan rétt og karla á Íslandi, samkvæmt nýrri könnun. Rúmur fimmtungur er því ósammála. Könnunin endur- speglar raunverulegan árangur undanfarinna ára.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.