Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.06.2020, Qupperneq 2
Við vorum alls ekki tilbúin með þetta verkefni þegar faraldurinn skall á. Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar VIÐSKIPTI Innlend kortavelta land- ans í viðskiptum við bílaleigur jókst gífurlega í maí eða um 102 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Í maí í fyrra var veltan tæpar 100 milljónir en í maí síðastliðnum var hún rúmar 200. Talið er aukninguna megi að miklu leyti rekja til leigu Íslendinga á húsbílum og tjald- vögnum fyrir sumarið. Kortakaup Íslendinga á gistiþjón- ustu jukust um 50 prósent milli ára í maí, kaup á gistingu í gegnum netið jukust um 338 prósent. Var veltan í maí í fyrra 398 milljónir en 595 milljónir nú. Ferðamálastofa telur að aukning- in sé að miklu leyti tilkomin vegna mjög hagstæðra tilboða hótela og gistiheimila í maí. – ab Eyðum meiru í gistingu og bílaleigubíla Veður Vaxandi austanátt við suður- ströndina, 8-15 m/s í nótt. Norð- austan 5-10 um landið norð- vestanvert, en annars hægari vindur. Hiti 8 til 16 stig, en 16 til 23 norðaustan til. SJÁ SÍÐU 32 Í tilefni af baráttudegi íslenskra kvenna var blómsveigur lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur við hátíðlega athöfn í Hólavallakirkjugarði í gær. Stöllurnar Eydís Anna Thorstensen og Katrín Þórhallsdóttir af hentu Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, blómsveiginn. Þá f lutti söng- konan Karen Lind Harðardóttir nokkur lög við athöfnina þar sem borgarstjóri og nokkrir fulltrúar voru viðstaddir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Minning Bríetar heiðruð Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN COVID-19 „Markmiðið er að auð- velda fólkið líf ið og viðskipta- vinirnir hafa í rauninni þróað appið með okkur,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar, en verslunin opnaði í vikunni fyrstu lágvörusnjallverslun landsins. Hjördís segir umhverfi matvöru- verslana hafa breyst mikið á tímum kórónaveirufaraldursins og að eftir- spurn eftir snjallverslunum hafi aukist. „Við vorum alls ekki tilbúin með þetta verkefni þegar faraldur- inn skall á en vorum þó byrjuð að þróa snjallverslun með mjög háleit- um markmiðum,“ segir hún. Snjallverslunin felst í því að versl- að er í gegnum app þar sem vörur eru valdar, greitt er fyrir þær og þær svo sendar heim eða sóttar í verslun Krónunar í Lindum. Eftir að kórón- aveirufaraldurinn skall á hér á landi jókst netverslun með matvörur mikið og var í mars og apríl fjórföld miðað við sama tíma í fyrra. Hjördís segir viðskiptavini hafa tekið afar vel í að versla í gegnum appið og að margir séu greinilega tilbúnir í þær breytingar sem tækni af þessu tagi færi viðskiptavinum. „Við settum saman prufuhóp stuttu eftir að faraldurinn byrjaði og buðum þeim sem voru í sóttkví eða einangrun að prufa snjall- verslunina ásamt heilbrigðisstarfs- fólki og þeim sem eru í áhættuhópi,“ segir Hjördís. „Við þróuðum appið svo í sam- starfið við viðskiptavinina sem komu með ábendingar um það sem betur mátti fara og hvað var vel gert,“ bætir hún við og tekur dæmi um ábendingar líkt og að viðskipta- vinurinn gæti hakað við að fá að skipta út vöru ef varan sem pöntuð er væri ekki til í versluninni. „Ef varan sem þú vilt er ekki til getur þú valið að fá sambærilega vöru eða ekki. Sumir vilja til dæmis bara íslenskt grænmeti og sleppa því frekar ef það er ekki til en svo eru aðrir sem vilja erlenda tómata ef þeir íslensku er ekki til, fólk getur bara ráðið þessu sjálft,“ útskýrir Hjördís. Þá segir hún snjallverslunina einnig stuðla að virkri verðsam- keppni en í appinu er hægt að skanna inn vörur hvar sem er og sjá á hvaða verði þær eru í Krónunni. „Þetta getur viðskiptavinurinn bæði gert við vörur í öðrum versl- unum eða vörur sem eru að klárast í ísskápnum heima.“ Hjördís segir að þróun verslunar- innar sé enn í gangi en að verkefnið sé þó það vel á veg komið að þau séu vel undirbúin skelli önnur bylgja faraldursins á. „Við erum algjörlega tilbúin en munum halda áfram að þróa appið og kynna ýmsar nýjung- ar í haust. Til dæmis að hægt verði að haka við ef viðkomandi er vegan eða með ofnæmi fyrir þekktum ofnæmisvöldum og þá birtist ekki vöruframboð sem inniheldur þau efni.“ birnadrofn@frettabladid.is Tími snjallverslana í kjölfar COVID-19 Krónan hefur opnað fyrstu lágvörusnjallverslun landsins og segir markaðs- stjórinn verslun með matvöru hafa breyst mikið í kjölfar kórónaveirufarald- ursins. Þá segir hún verslunina einnig stuðla að virkri verðsamkeppni. Kostnaður ríkissjóðs af ferðagjöfinni er um einn og hálfur milljarður. SAMFÉLAG Þúsundir höfðu sótt appið Ferðagjöfin þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöldi en ferðagjöfin varð aðgengileg í App Store og Play Store um hádegi í gær. Um er að ræða hluta af aðgerða- pakka stjórnvalda til að styrkja íslenska ferðaþjónustu í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins. Allir einstaklingar, fæddir árið 2002 og fyrr sem eru með lögheim- ili á Íslandi og íslenska kennitölu, fá 500 króna ferðagjöf en þeir sem ekki hyggjast nýta hana geta gefið hana áfram. Hver einstaklingur getur þó ekki notað fleiri en 15 ferðagjafir. Ferðagjöfina er hægt að nota á fjölda hótela, gistiheimila, veitinga- staða, bílaleiga og afþreyingarfyrir- tækja innanlands til áramóta. Mörg þeirra fyrirtækja sem taka við ferðagjöf bjóða upp á sérstök tilboð tengd henni. Hægt er að sjá lista yfir þau fyrir- tæki sem tilkynnt hafa að þau taki við ferðagjöfum á ferdalag.is. Kostnaður ríkissjóðs af verkefn- inu er um einn og hálfur milljarður ef allar ferðagjafir verða nýttar. – aá Ferðagjöfin er komin í gagnið Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, mælti fyrir málinu. Með appinu verður hægt að gera verðsamanburð á staðnum. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.