Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 8
Það kemur á óvart hvað eignir á þessum stöðum eru að seljast langt undir auglýstu verði. Páll Heiðar Pálsson, fasteignasali VIÐSKIPTI Fasteignir í Þingholtun- um, Skuggahverfinu og „Tungunni“ svokölluðu í miðbæ Reykjavíkur seljast síst á ásettu verði. Samkvæmt tölum fjártæknifyrirtækisins Two Birds sem sérhæfir sig í gögnum um fasteignamarkaðinn, seldust fast- eignir í f lestum hverfum og bæjar- félögum á lægra verði en ásettu, frá júlí í fyrra til júní í ár. Mesti munurinn var á eignum í Þingholtunum í Reykjavík, þar seldust fasteignir að meðaltali á tæplega 16 prósent lægra verði en var sett á eignina og 10 prósent í Skuggahverfinu. Í Tungunni, svæð- inu sunnan Laugavegar að Snorra- braut, var munurinn yfir 7 prósent að meðaltali. Að meðaltali seldust eignir í Þing- holtunum á átta milljónir króna undir ásettu verði, 5,5 milljónir í Skuggahverfinu og 3,3 milljónir í Tungunni. Við söfnun gagnanna var einung- is tekið mið af mun þar sem 20 eða fleiri sölur voru gerðar. Munurinn var einnig mikill í Norðurbrekkunni á Akureyri, þar var ásett verð að meðaltali um 8,7 prósent hærra en söluverð. Í Borgar- byggð og á Reyðarfirði var munur- inn tæplega 7 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu minnkar munurinn því fjær sem dregur mið- bænum, að Hjallahverfi í Kópavogi undanskildu, þar var munurinn yfir sex prósent. Munurinn mælist hátt í sex prósent í Vesturbænum og Laugarási. Munurinn mælist undir tveimur prósentum í Mosfellsbæ, Linda- hverfi í Kópavogi, Teiga- og Rima- hverfi í Reykjavík, Akureyri, að Síðuhverfi og Norðurbrekkunni undanskildum, Egilsstöðum og Reykjanesbæ. „Það kemur á óvart hvað eignir á þessum stöðum eru að seljast langt undir auglýstu verði. 80,3 prósent af eignum seljast undir auglýstu verði og 38 prósent af nýbyggingum selst undir auglýstu verði og meðal sölu- tíminn er um 84 dagar. 14,6 prósent af nýjum eignum seldust yfir ásettu verði,“ segir Páll Heiðar Pálsson fasteignasali. „Algengt er að eignir seljist á 2 til 5 prósent undir auglýstu verði. Þegar eignir seljast á svo mikið frá auglýstu verði eru það oft væntingar seljanda um verð sem eru töluvert hærri en markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir eignina.“ Fram kemur í skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júnímánuð að íbúðaverð hafi hækkað um 3,4 prósent að nafnvirði milli ára. Hefur það hækkað um 1,4 prósent í nágrenni höfuðborgar- svæðisins en staðið í stað á lands- byggðinni. Varðandi Þingholtin bendir Páll á að verðið hafi lækkað talsvert frá því í desember. „Meðalfermetra- verð í Þingholtunum var um 509 þúsund krónur í fjölbýli. Í apríl 2019 var meðal fermetraverð í 101 Reykjavík um 560 þúsund í fjölbýli en var komið niður í 551 þúsund í apríl í ár og hefur lækkað töluvert frá því það náði hæst í desember 2019 þegar það var um 672 þúsund krónur.“ arib@frettabladid.is Fá síst ásett verð í miðbænum Fasteignir í miðbæ Reykjavíkur, þá sérstaklega Þingholtunum, seljast síst á ásettu verði, samkvæmt tölum Two Birds. Fasteignasali segir koma á óvart hvað eignir í hverfinu seljist langt undir ásettu verði. Fasteignir í Þingholtum, Skuggahverfi og Tungunni í Reykjavík seljast síst á ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Kosning stjórnar og varamanna 4. Tryggingafræðileg athugun 5. Fjárfestingarstefna sjóðsins 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál - Kynning á fyrirkomulagi rafrænna kosninga Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins, upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og aðrar upplýsingar um fundinn má nálgast á frjalsi.is. Sjóðfélagar þurfa að framvísa skilríkjum með mynd við skráningu inn á fundinn. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 23. júní kl. 17.15 í Silfurbergi í Hörpu. SAMFÉLAG Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d’Or Akademí- an, undirrituðu í gær samning um veglegt framlag atvinnuvega- og nýsköpu na r r áðu ney t isins t i l keppnismatreiðslu. Skrifað var undir samninginn í Súlnasal Hótel Sögu og hristu landsliðskokkarnir nokkra stórkostlega rétti fram úr erminni af því tilefni. Samningur- inn er sá fyrsti sinnar tegundar og er samningsfjárhæð samtals 40 millj- ónir króna á tveggja ára tímabili. Með samningnum er Klúbbi mat- reiðslumeistara og Íslensku Bocuse d’Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grundu og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að ef la vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Eliza Reid, forsetafrú og verndari kokkalandsliðsins, sagðist vera stolt af íslenskri matarmenningu og reyna að koma henni á framfæri hvenær sem tækifæri gefst. „Ég vil hrósa kokkalandsliðinu á þessum degi fyrir að fá f leiri stelpur til að taka þátt og það finnst mér frá- bært,“ sagði Eliza meðal annars. „Kokkalandsliðið er búið að ná eftirtektarverðum árangri að und- anförnu. Íslensk matarmenning og hefðir eru ein besta leiðin til að kynnast Íslandi, bæði hér heima og erlendis.“ Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir þetta stóran áfanga fyrir íslenska keppnismatreiðslu og muni skapa betra starfsumhverfi fyrir hana. „Með samningnum er keppnismat- reiðslu gefið aukið vægi, sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matar- menningu hérlendis.“ Upphæðin er töluverð en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, segir að þetta styðji við landbúnað, sjávarútveg og matvælaframleiðslu og íslenskt þjóðlíf. Það sé því auðvelt að rétt- læta þennan styrk. „Við erum ekki örlát á styrki út úr þessu ráðuneyti, en það er í mínum huga auðvelt að réttlæta það með hvaða hætti við erum að koma að þessu.“ – bb Landslið fær 40 milljónir Eliza Reid forsetafrú hélt ræðu í tilefni undirritunar samnings um stuðning- inn, en hún er verndari kokkalandsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRAKKLAND Franskir kvikmynda- leikarar mega kyssast á nýjan leik í upptökum fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. En aðeins ef þeir hafa báðir verið prófaðir fyrir kór- ónaveirunni. Kossar spila stóra rullu í franskri menningu og ekki að ástæðulausu að tungukossar eru gjarnan kallaðir franskir. „Nei, kossinn er ekki búinn að vera,“ sagði Franck Riester, menn- ingarmálaráðherra Frakklands, þegar hann var spurður í útvarps- þætti hvort félagsforðun vegna COVID-19 væri að drepa ástarsenur kvikmyndanna. Sagði Riester að kossinn væri ákaflega mikilvægur franskri kvik- myndagerð, sem er sú umfangs- mesta í Evrópu. En hann vildi þó ekki upplýsa hvaða leikarar hefðu túlkað fyrsta kvikmyndakossinn eftir að það var heimilt á nýjan leik en kvikmyndahús verða bráðum opnuð í landinu eftir þriggja mán- aða lokun. Aðeins má hleypa helm- ingi færra fólki inn en vanalega. Samkvæmt sóttvarnaleiðbein- ingum Frakklands er almenningur hvattur til að kyssast ekki, hvorki með tungu né á kinn. Handabönd hafa einnig verið sett út af sakra- mentinu ásamt f leiri tjáningar- formum nándar. – khg Franski kossinn leyfður aftur Depardieu og Hüppert í Cannes. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.