Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 10
Bók Boltons kemur út í næstu viku. Lestirnar myndu fara á 350 kílómetra hraða og draga úr flugþörf innan álfunnar. EVRÓPA Til skoðunar er að nota hluta af tveggja trilljóna evra bata- sjóði Evrópusambandsins til þess að koma upp háhraðalestakerfi um álfuna. Sjóðnum var komið á fót til að skapa atvinnu og koma í veg fyrir langvarandi efnahagskreppu vegna COVID-19 faraldursins. Hagfræðistofnun Vínarborgar hefur teiknað upp hverjar helstu leiðir innan lestakerfisins gætu orðið. Sú fyrsta frá París í Frakk- landi til Dyf linnar á Írlandi, en ekki í gegnum Bretland, heldur að ferjunni frá Brest til Cork. Önnur yrði þvert í gegnum álfuna, frá Lissabon í Portúgal til Helsinki í Finnlandi, með eins konar hring um Suður-Eystrasaltið. Sú þriðja frá Brussel í Belgíu suður Ítalíu- skaga og með ferju yfir til Möltu. Að lokum lína frá Berlín í Þýska- landi, suður eftir Balkanskaga að Grikklandi og ferja til Kýpur. Í skýrslu stofnunarinnar er gert ráð fyrir að leiðirnar yrðu viðbót við núverandi lestakerfi og yrðu keyrðar á grænni orku. Lestirnar myndu fara á allt að 350 kílómetra hraða á klukkustund, tvöfalt það sem nú er mögulegt. Myndi þetta draga úr þörf fólks til að f ljúga innan álfunnar. Gerir stofnunin ráð fyrir að kolefnislosun alheims- f lugsins myndi minnka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Auk farþega myndu lestirnar einnig ferja farm. – khg Skoða að leggja hraðlestakerfi Kerfið yrði viðbót við núverandi lestakerfi Evrópu. MYND/EPA VIÐSKIPTI Minjavernd tók íbúð upp kaup á gamla steinbænum Stóra- Seli í apríl síðastliðnum. Er þetta í fyrsta sinn sem Minjavernd tekur eign upp í kaup. Stóra-Sel hafði þá verið í sölu í um níu mánuði, en ásett verð var 89,5 milljónir. Steinbærinn Stóra-Sel er á Holts- götu 41b og var reistur árið 1884. Reykjavíkurborg keypti húsið og gaf Minjavernd til að gera upp árið 2014. Kostnaður Minjaverndar við endurbætur var um 130 milljónir króna. Minjavernd er hlutafélag í meirihlutaeigu ríkisins og Reykja- víkurborgar. Húsið var selt til ungra hjóna á 81 milljón króna og var íbúð þeirra tekin upp í kaupin. Íbúðin sem um ræðir er á Nýlendugötu 22, í húsi sem var reist árið 1926, og er fast- eignamat eignarinnar 41,5 millj- ónir króna. Þor steinn Berg sson, f r a m- kvæmdastjóri Minjaverndar, segir það ekki óeðlilegt að taka eign upp í kaup og að annað eins þekkist í fasteignaviðskiptum. „Stóra-Sel var búið að vera á sölu í átta til níu mánuði án þess að bita- stæð tilboð kæmu þar í, eða nokkur bindandi tilboð yfir höfuð. Við tókum þá ákvörðun að taka íbúð ungra hjóna upp í kaupin.“ Aðspurður segir Þorsteinn ekki hafa breytt neinu hvers konar íbúð hefði verið tekin upp í kaupin. „Það hefði ekki skipt neinu máli hvaða íbúð það hefði verið. Enda ætlum við ekki að eiga þá eign nema bara eins stuttan tíma og kostur er, eða þann tíma sem það tekur að selja hana aftur sem er komið langleiðina.“ Íbúðin á Nýlendugötu var tekin upp í á 49,5 milljónir króna og er það verð í samræmi við upphaflegt tilboð hjónanna sem áttu íbúðina. Engar upplýsingar er hægt að fá um ástand lagna, rafmagns eða raka í íbúðinni á Nýlendugötu, en nýlegustu upplýsingar eru frá árinu 1990. Þorsteinn segir Minjavernd hafa kannað ástand íbúðarinnar ágæt- lega áður en salan var samþykkt, en þó ekki farið í það að kanna lagnir eða annað slíkt sérstaklega. „Við vildum fyrst og fremst koma því í verð og ef á þessum tíma- punkti það þurfti að gerast með þessum hætti, þá töldum við það betra en að láta það standa autt. Við vissum alltaf að við myndum ekki hagnast á endurgerð hússins,“ segir hann. urdur@frettabladid.is Tóku íbúð upp í Stóra-Sel Minjavernd tók íbúð upp í kaup á gamla steinbænum Stóra-Seli. Er þetta í fyrsta sinn sem Minjavernd tekur eign upp í kaup. Framkvæmdastjórinn segir ekki skipta máli hvernig íbúð hefði verið um að ræða. Það kostaði 130 milljónir króna að gera upp Stóra-Sel, tók það svo langan tíma að selja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stóra-Sel var búin að vera á sölu í átta til níu mánuði án þess að bitastæð tilboð kæmu þar í eða nokkur bindandi tilboð yfir höfuð. Þorsteinn Bergsson, framkvæmda- stjóri Minja- verndar Birt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. OPEL GOES ELECTRIC Reykjavík Krókhálsi 9 Sími: 590 2020 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opið Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16*Samkvæmt wltp staðli. Kynntu þér þína drægni á opel.is • Kemst lengra en þú heldur • Rúmar meira en þú heldur • Er sneggri en þú heldur • 60 kWh batterý • Allt að 423 km. drægni* • 204 hestöfl, 360 Nm OPEL AMPERA-E ER 100% RAFMAGN Ampera-e Innovation - 60 kWh Verð 4.790.000 ÓBREYTT VERÐ Opel Ampera-e – til afgreiðslu strax! 1975 | Sérfræðingar í bílum | 2020 BANDARÍKIN Mike Pompeo, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, segir John Bolton, fyrrverandi þjóðarör- yggisráðgjafa, vera föðurlandssvik- ara. Bolton gefur út bók í næstu viku um það rúma ár sem hann starfaði fyrir ríkisstjórn Donalds Trump. Í köflum sem bandarísk blöð hafa komist yfir kemur fram að Trump hafi beðið forseta Kína um aðstoð við að vinna forsetakosningarnar. Þá segir að Pompeo hafi ekki haft mikla trú á viðræðum Trumps við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Pompeo segir að af því sem hann hafi séð sé Bolton að breiða út lygar og hálfsannleik. – ab Segir Bolton vera svikara Mike Pompeo og John Bolton þegar allt lék í lyndi. MYND/EPA 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.