Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 17
ÍÞRÓTTIR Guðrún Helga Magnús-
dóttir tók við formennsku í Ung-
mennasambandi Vestur-Hún-
vetninga (USV H) af Reimar i
Marteinssyni, sem setið hafði á for-
mannsstólnum síðastliðin sex ár.
Guðrún er 23 ára og meðal yngstu
formanna sambandsaðila og aðild-
arfélaga UMFÍ.
Í tilkynningu frá UMFÍ segir að
Guðrún sé aðf lutt fyrir tíu árum.
Þó eigi hún rætur að rekja til Mið-
fjarðar, þaðan sé faðir hennar, séra
Magnús Magnússon, og í sveitinni
hafi hún haft annan fótinn í æsku.
Guðrún er jógakennari og zumba-
kennari og er nýútskrifaður nudd-
ari, með bakgrunn í körfubolta, fót-
bolta og spretthlaupum. „Við tökum
öll að okkur ýmislegt í sveitinni og
leggjumst saman á eitt. Húnaþing
er lítið en öflugt samfélag þar sem
allir þekkja alla og vita hvernig
á að nýta styrkleika fólks. Ég var
opin fyrir því að koma í stjórnina,
finnst gaman að vera í forystu og er
að safna í reynslubankann,“ segir
Guðrún.
Sambandssvæði USVH er Húna-
þing vestra, Miðfjörður og þar á
meðal Hvammstangi. Innan USVH
eru fimm aðildarfélög. Guðrún
Helga situr í stjórn Ungmenna-
félagsins Grettis í Miðfirði ásamt
tveimur öðrum konum og er gjald-
keri félagsins. Ungmennafélagið
Grettir sér meðal annars um rétta-
ballið í sveitinni og jólabingó og
félagsvist á milli jóla og nýárs.
Athygli vekur jafnframt að Guðrún
Helga er ný í stjórn USVH.
„Kona sem vinnur með mér bað
mig um að koma í stjórnina. Ég var
opin fyrir því af því að hér gera allir
allt,“ segir hún, en bætir við að hún
hafi ekki komist á þingið og ekki
vitað niðurstöðuna strax. „Daginn
eftir var fólk sem ég hitti alltaf að
óska mér til hamingju. Það kom mér
á óvart því ég vissi ekki að fólk væri
svona ánægt með að ég væri orðin
formaður,“ segir hún. – bb
Tuttugu og þriggja ára kjörin formaður USVH
Guðrún Helga á rætur að rekja til
Miðfjarðar. Þar hefur hún ávallt
haft annan fótinn. MYND/UMFÍ
FÓTBOLTI Þýski landsliðsmaðurinn
Leroy Sane ætlar að yfirgefa Man-
chester City og halda á vit ævintýr-
anna. Pep Guardiola, knattspyrnu-
stjóri Manchester City, staðfesti för
hans í gær. Samningur Sane rennur
út næsta sumar en kappinn hefur
ekki spilað síðan hann meiddist í
leiknum um Samfélagsskjöldinn í
ágúst í fyrra. Hann sat á bekknum
gegn Arsenal allan leikinn.
„Hann vill fara í annað félag. Ég
veit ekki hvort hann mun fara núna
í sumar eða næsta sumar, þegar
samningur hans rennur út. Hann
er góður drengur og mér þykir mjög
vænt um hann. En hann vill önnur
ævintýri,“ sagði Guardiola. Líkleg-
asti áfangastur Sane er FC Bayern en
hann hefur verið orðaður við þýsku
risana í töluverðan tíma. Hann var
sagður stutt frá því að ganga frá
samningi við félagið skömmu áður
en hann meiddist. – bb
Sane vill fara frá
Manchester City
Leroy Sane, leikmaður Man. City.
FÓTBOLTI Kynningarfundur fyrir
Lengjudeild karla var haldinn í
höfuðstöðvum KSÍ í gær þar sem
ÍBV var spáð sigri og því að f ljúga
upp í deild þeirra bestu á ný. Liðið
féll síðasta sumar. Formenn, þjálf-
arar og fyrirliðar spá Keflavík með
ÍBV upp, en Leiknir F., og Magni
fara niður samkvæmt spánni.
Grindavík sem féll með ÍBV síðasta
sumar endar í þriðja sæti en Vestri
sem kom upp úr annarri deildinni
heldur sæti sínu og endar í áttunda
sæti, gangi spáin eftir. – bb
ÍBV flýgur aftur
upp í efstu deild
Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV.
1. ÍBV 410
2. Keflavík 360
3. Grindavík 329
4. Leiknir R. 304
5. Fram 272
6. Þór 247
7. Víkingur Ó. 201
8. Vestri 137
9. Afturelding 134
10. Þróttur R. 109
11. Leiknir F. 105
12. Magni 72
✿ Spá forráðamanna
Lið Stig
MENNINGARNOTT.IS
Í ár höldum við Menningarnótt með breyttu sniði. Hátíðin
dreist yr 10 daga og fer fram 13.- 23. ágúst. Borgarbúar
geta því notið hátíðarinnar dag eftir dag, nótt eftir nótt.
Við auglýsum eftir frumlegum hugmyndum til að fylla inn
í nýstárlegt viðburðalandslag Menningarnætur 2020. Veittir
eru styrkir á bilinu 100.000 - 500.000 kr. Listafólk, íbúar,
rekstraraðilar, félagasamtök og allir áhugasamir geta sótt
um styrki til að lífga upp á miðborgina á þessari
þátttökuhátíð sem borgarbúar skapa og upplifa saman.
MENNINGARNÓTT
EFTIR NÓTT
ERT ÞÚ MEÐ GÓÐA HUGMYND? KOMDU Í POTTINN!
Nánari upplýsingar veita viðburðastjórar Reykjavíkurborgar
í síma 411 6010 og á menningarnott@reykjavik.is.
Hægt er að sækja um í Menningarnæturpottinn
á menningarnott.is til 3. júlí.
Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni
Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið
máttarstólpi hátíðarinnar frá uppha.
Við hlökkum til að gleðjast saman, nótt eftir nótt.
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17L A U G A R D A G U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0