Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.06.2020, Blaðsíða 22
HINS VEGAR SEGIR ÆTT- FRÆÐIGRUNNUR OKKAR ÍSLENDINGA AÐ ÞAÐ SÉU TUGIR OG MÖGULEGA HUNDRUÐ ÍSLENDINGA SEM ERU Í 25 TIL 50% HÆTTU Á AÐ BERA ÞENN- AN GALLAÐA ERFÐAVÍSI. Hákon Hákonarson, f o r s t ö ð u l æ k n i r er fðarannsókna-seturs bar nahá-skólasjúkrahússins í Fíladelfíu, þekkir vel til sögu Katrínar og hefur frá fyrsta degi leitað lækningar fyrir hana og aðra sem þjást af arfgengri íslenskri heilablæðingu. Getur þú sagt mér stuttlega frá þessum sjúkdómi? Sjúkdómurinn sem um ræðir gengur undir nafninu arfgeng íslensk heilablæðing og orsakast af stökkbreytingu í erfðavísi sem kallast cystatin C, en þessi amínó- sýrubreyting veldur sjúkdómnum. Stökkbreytt cystatin C veldur því að mýlildi (amyloid) f léttast saman og hleðst upp í líkamanum, en heila- æðar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þessari upphleðslu, sem leiðir að lokum til þess að æðin annað- hvort rofnar og það verður heila- blæðing eða lokast sem orsakar heiladrep (ischemic stroke). Í upphafi geta þessar blæðingar verið vægar og haft tiltölulega lítil einkenni, eins og Katrín lýsti í upp- hafi, en vanalega ágerast þær með tímanum og geta valdið lömunum sem ganga misvel til baka. Stærstu og mestu blæðingarnar geta síðan valdið dauðsföllum. Hvers vegna er talað um arfgenga heilablæðingu? Sjúkdómurinn er ættlægur og erfist með ríkjandi hætti, þannig að það nægir að einn stafur í erfða- menginu sé breyttur til að sjúk- dómurinn komi fram (amínósýru- breyting, L68Q ). Í ríkjandi sjúkdómum eru helm- ingslíkur á að nýfætt barn erfi gall- aða genið sem leiðir til sjúkdómsins, og erfist það þá annaðhvort frá föður eða móður. Hvenær og hvar kom hún fram? Þegar ættfræðigrunnur Íslend- inga er skoðaður, bendir allt til þess að þessi stökkbreyting hafi átt sér stað í ákveðnum einstaklingi fyrir um 500 árum. Það er möguleiki að einhver ávinningur hafi fylgt stökkbreytingunni á þeim tíma, en meðalaldur fólks var ekki hár þá og það er athyglisvert að einstaklingar sem báru þennan erfðavísi (gen) lifðu eðlilegu lífi og náðu sama líf- aldri fram á 19. öld. Fæða Íslendinga fram að þeim tíma var mjög ketogen (kjöt sem geymt var með mismunandi hætti), en þegar sykurinnflutningur byrj- aði á síðari hluta 18. aldar fór í fram- haldi að bera á því að fólk sem átti ættir að rekja til þeirra sem báru þennan erfðavísi (sem við vitum í dag, en var ekki þekkt á þeim tíma) fór að fá heilablæðingar og deyja á unga aldri (20-40 ára). Það sem er athyglisverðast er að þessi keto- gen fæða Íslendinga á þeim tíma, hefur ákveðin afoxunaráhrif sem mögulega hefur komið í veg fyrir að mýlildið f léttaðist saman, en ófléttað mýlidi fellur ekki út í æðar eða aðra líkamshluta. Er sjúkdómurinn á undanhaldi eða fjölgar tilfellum hans? Þar sem þeir einstaklingar sem eru arf berar af þessum erfðavísi fá oft áföll á unga aldri og deyja ungir, þá fjölga þeir sér síður og sjúk- dómurinn ætti því að vera frekar á undanhaldi, en þetta hefur þó ekki verið rannsakað. Í dag getum við notað ættfræði- grunn okkar Íslendinga sem byggir á fjölskyldusögu hans, til að reikna út hættuna á að einstaklingur sé arf beri þessa erfðavísis. Við slíka útreikninga er nokkuð ljóst að það eru tugir Íslendinga, mögulega hundruð, sem hætta er á að beri þennan erfðavísi og vita ekki um það. Þegar við byrjuðum okkar rann- sóknir þá fengum við ekki leyfi frá yfirvöldum eins og Vísindasiða- nefnd og Lyfjastofnun til að leita til einstaklinga sem eru í áhættu vegna fjölskyldutengsla og bjóða þeim í próf til að útiloka eða staðfesta Rannsakar nýtt lyf við arfgengri heilablæðingu Hákon Hákonarson, forstöðulæknir erfðarannsóknaseturs barnaháskólasjúkrahússins í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, rannsakar nú lyf sem virðist minnka útfellingar í æðum og þannig líkurnar á heilablæðingu. Lyfið gæti einnig hjálpað Alzheimer-sjúklingum. Hákon segir bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á rúmlega 20 einstaklingum benda til jákvæðra áhrifa Kacityn, sem hefur engar þekktar aukaverkanir. sjúkdóminn, þar sem það er talið að það brjóti í bága við persónu- verndarlög að upplýsa einstaklinga um að hætta sé á að þeir beri gall- aða genið, þar sem reikna má með að sumir þeirra, að minnsta kosti, myndu ekki vilja vita það. Við getum því einungis nálgast einstaklinga í gegnum þá sem eru með þekktan sjúkdóm (yfir- leitt vegna þess að þeir hafa fengið heilablæðingu), ef þeir eru tilbúnir að ræða við skyldmenni um að láta vita hvort þeir eru arf berar eða ekki. Það geta hins vegar allir, sem hafa á því áhuga, óskað eftir að fara í erfðapróf á erfðafræðirannsókna- stofu Landspítalans. Nú fyrirfinnst þessi sjúkdómur aðeins á Íslandi – hversu mörg tilfelli eru þekkt og hvers vegna ætli hann finnist aðeins hér? Lyfjarannsóknin sem við erum að framkvæma hefur einungis leyfi yfirvalda (Lyfjastofnunar, Vísinda- siðanefndar og Persónuverndar) til að leita til þeirra sem eru með þekkta stökkbreytingu – þetta eru um 25 einstaklingar á Íslandi. Hins vegar segir ættfræðigrunnur okkar Íslendinga að það séu tugir og mögulega hundruð Íslendinga sem eru í 25 til 50% hættu á að bera þennan gallaða erfðavísi – en við höfum ekki leyfi til að leita til þeirra vegna persónuverndarlaga. Það er líklegt að sumum finnist þetta vera rangt, ekki síst ef um er að ræða lyf sem getur komið í veg fyrir sjúkdóminn. Þetta er því við- kvæmt mál og þær siðfræðireglur sem við förum eftir, eru að upplýsa einstaklinga ekki um að þeir séu í áhættu að bera gallaða genið nema þeir óski sjálfir eftir því. Hvað heitir lyfið og hvernig virkar það? Lyfið heitir Kacityn og var gefið nafn af Katrínu. Lyfið kemur í veg fyrir að mýlildi geti f léttast saman, en einungis f léttur sem þannig myndast falla út í æðar og aðra vefi líkamans, svo lyfið stoppar nýjar útfellingar og samkvæmt niður- stöðum úr þeim rannsóknum sem við höfum gert bendir allt til þess að mýlildin sem hafa fallið út leysist upp á einu til tveimur árum, sam- kvæmt mælingum á útfellingum í húð þessara einstaklinga. Hvert eruð þið komin í prófunum á lyfinu? Við komum til með að ljúka rann- sókn á rúmlega 20 einstaklingum, þar sem 17 fóru í lyfjameðferð, núna í haust og förum þá ítarlega yfir öll rannsóknargögnin. Hverjir eru með þér í þessum rannsóknum? Hafa þær tekið mik- inn tíma og verið kostnaðarsamar? Ég er að vinna með starfsfólki á Landspítalanum og Háskóla Íslands að þessum rannsóknum. Við byrj- uðum að skrifa rannsóknarpróto- kol árið 2017, eftir að hafa rann- sakað blóð- og húðsýni frá þessum einstaklingum í rúm tvö ár og fundið lyf sem kom í veg fyrir að mýlildið f léttaðist saman og feng- um prótokolinn samþykktan í maí 2019 og höfum verið að prófa lyfið á þátttakendum síðan. Það var mjög mikill vilji, hjá öllum sem við leit- uðum til sem höfðu þekktan sjúk- dóm, til að taka þátt – við náðum nánast öllum inn í skimun, en suma varð að útiloka út af þeim kríteríum sem leyfi var gefið fyrir. Þetta vissu- lega kostar sitt, en ef það hjálpar og kemur mögulega í veg fyrir að sjúk- dómurinn myndist, ef tekið nógu snemma á ævinni, eða hemur fram- vindu sjúkdómsins, þá spyr maður ekki að kostnaði. Hverjum gæti lyfið hjálpað? Öllum þeim sem hafa þessa ákveðnu stökkbreytingu (L68Q ) og mögulega aðra arfgenga sjúkdóma þar sem um er að ræða útfellingar á eggjahvítuefnum. Mýlildi er vissu- lega eitt aðallíkamsefnið sem fellur út í heila sjúklinga með Alzheimer- sjúkdóm, þannig að það er ekki úti- lokað að þetta lyf geti hjálpað þar líka. Hefur það hægt á þróun sjúk- dómsins í tilfelli Katrínar? Ef marka má sjúkdómseinkenni Katrínar, fékk hún heiftarlega blæðingu um það bil einu ári eftir greiningu sem lamaði hana alger- lega. Hún hefur verið á lyfinu síðan með góðum árangri og ekki fengið neina alvarlega blæðingu síðan, sem er góðs viti. Þegar við skoðuðum útfellingar á mýlildinu í húð hennar, þá sýndi hún 70% lækkun eftir að hafa verið á lyfinu í 15 mánuði. Þetta er mjög jákvætt, en ætla má að ef mýlildið er að hverfa úr húðinni sé það líka að hverfa úr heilanum og heila- æðum. Við höfum hins vegar engin góð greiningartæki til að staðfesta það í dag en það verður vonandi í framtíðinni. Ertu bjartsýnn á að það geti hjálpað einstaklingum í áhættuhópi og ætti að taka það í fyrirbyggjandi skyni? Það er ekki spurning í mínum huga að lyfið er að koma í veg fyrir að mýlildi f léttist saman, enda höfum við sterk gögn sem sýna það og ef mýlildi f léttast ekki saman, þá fellur það ekki út í æðar og aðra vefi líkamans. Ef niðurstöður úr rannsókninni sýna jákvæð áhrif, hliðstætt því sem okkar bráðabirgðaniðurstöður benda til, þá tel ég mikilvægast að byrja að gefa lyfið þeim sem eru arf berar á unga aldri, en það eru engar aukaverkanir af þessu lyfi sem við þekkjum sem skipta máli. Því það gæti komið í veg fyrir að sjúkdómurinn myndi nokkurn tíma þróast, því það yrðu engar útfellingar. Þegar við höfum farið yfir niður- stöður rannsóknarinnar sem við erum að framkvæma þá komum við til með að vita meira um hvern- ig staðan er. Næstu skref væru svo að fá leyfi til að sækja til þeirra sem eru í áhættu, greina þá sem eru jákvæðir og byrja meðferð strax og meta svo áhrifin yfir næstu 5-10 ár, því ef hægt er að koma í veg fyrir útfellingar á mýlildi, þá er enginn sjúkdómur, þrátt fyrir að viðkom- andi beri gallaða genið. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.