Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 24

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 24
Íslendingar verða á faraldsfæti í sumar og er það vel. Gerum ráð fyrir því að það verði svo á f lestum heimilum eitthvað og að við nýtum okkur þá möguleika sem landið býður upp á. Eitt af því sem getur verið hvim- leitt er að á sama tíma og á að njóta þess að ferðast finni einstaklingar fyrir ferðaveiki. Hún lýsir sér sem svimi, ógleði, uppköst og jafnvel hausverkur og að það slái út köldum svita á þeim sem finnur fyrir henni. Ástæðan er annaðhvort raun- veruleg eða upplifuð hreyfing sem er algeng í bíl, á skipi eða jafnvel í f lugvél. Við erum öll með jafn- vægisskyn sem samanstendur af nokkrum þáttum, augunum sem sjá hvar við erum í umhverfi við annað, það er innra eyrað og eyrna- gangar sem stilla þetta af auk þess sem stillistöðvar í hálsliðum eru mikilvægar. Ef það verður misræmi milli þessara kerfa getur það skapað mikil einkenni samanber að ofan. Iðulega eru einkennin skamm- vinn, fólk þekkir þau og kann að bregðast við, það er þó alls ekki algilt og sérstaklega með yngri börn og þá sem eru að upplifa slíkt fyrsta sinni. Þeir sem ferðast í bíl og lesa eða eru að snúa höfði í aðra átt en akstursstefnu geta fundið vel fyrir því sem kallað er bílveiki. Fólk sem er á sjó þekkir það vel að það getur verið erfitt að átta sig á hreyfingum ef það er ekki hægt að stilla sig af, til dæmis þegar maður sér ekki út eða á sjóndeildarhring- inn og við köllum þessi einkenni þá sjóveiki. Hið sama getur gilt í f lugvél og svo framvegis. Mikilvægt er að slaka á, anda djúpt og rólega, finna sér stað til að horfa á til dæmis á sjóndeildar- hringnum eða annars staðar sem er óháður þeirri hreyfingu sem er til staðar. Þeir sem eru viðkvæmir ættu ekki að lesa eða horfa á skjái og svo er afar mikilvægt að ef maður notar áfengi eða hefur sofið illa er meiri hætta en ella. Til eru ólyfseðilsskyld lyf við ferðaveiki sem eru notuð af þeim sem eru slæmir. En alla jafna ætti ekki að þurfa nein lyf heldur tækla þetta sjálfur. Núna í sumar þegar við verðum á faraldsfæti er mikil- væg forvörn að ýta ekki undir lestur eða skjánotkun í bílnum heldur frekar horfa út um gluggann og njóta náttúru og þess sem fyrir augu ber, það mun bæði auðvelda ferða- lagið og gefa betri sýn á landið þitt. Ferðaveiki Flest erum við nokkuð spræk á unga aldri og hugsum ek k i mik ið um annað en núið. Það breytist svo með tíman-um og fólk fer að hugsa meira um það; líkaminn hrörnar iðulega hraðar en andi og sál. Hver kannast ekki við það að hafa heyrt af því þegar fólki líður eins og tví- tugu, en er orðið mun eldra, jafn- vel komi á fimmtugs- eða sextugs- aldur? Það er ekki hægt að sigra elli kerlingu, hún mun alltaf hafa betur. Það er í raun spurning hvort það sé rétt að vera í mikilli baráttu, heldur njóta og eldast með reisn. Ætli fólk eldist ekki hraðar sem hefur sífelldar áhyggjur af því og það er örugglega ekki gott fyrir sálartetrið að eiga í glímu sem ekki er hægt að vinna. Þetta getur verið mikill streituvaldur hjá mörgum og við vitum að streita hefur ýmis áhrif á efnaskipti, líf og líðan. Staðalímyndir eru vissulega til staðar og ytra áreiti umtalsvert. Útlitsdýrkun er í eðli sínu ákveðinn vandi þegar hún fer að hafa verulega neikvæð áhrif á fólk. Við þekkjum ýmiss konar átraskanir, kvíðavanda og depurðareinkenni sem geta komið til vegna þessa samanburðar sem bæði kynin viðhafa reglulega. Reynt hefur verið að sporna við þeirri þróun, en með nýrri fjar- skiptatækni, snjallsímunum og auknu framboði á efni á veraldar- vefnum eða í öðrum miðlum er ljóst að áhrifin eru víðtæk. Samanburðurinn mikill Svokallaðir áhrifavaldar, stjörnur í bæði kvikmynda- og tónlistargeira og f leiri hafa mikil áhrif á saman- burðinn. Vægið er líklega mun meira hjá yngri kynslóðum en það er einnig töluvert hjá þeim eldri. Það er jákvætt þegar við sjáum þessa aðila ræða opinskátt um til dæmis sjúkdóma, eigin breyskleika og vandamál, þannig opnast umræðan út fyrir hégómann og þessir aðilar hafa mikil áhif á heimsvísu. Nægir að nefna Angelinu Jolie, sem ræddi mjög opinskátt um brottnám brjósta sinna vegna undirliggjandi genabreytileika sem eykur verulega líkurnar á krabba- meini í brjóstum. Hún náði líklega einum mesta árangri í vitundar- vakningu um slíkt á heimsvísu með einni grein í The New York Times. Segja má að hún hafi notað frægðina til góðs og forvarna fyrir aðrar konur. Margar bækur hafa verið gefnar út sem leiðbeiningar til að viðhalda æskublómanum. Fólk vill geta stýrt öldrun sinni, sumir gera það með kremum, bætiefnum eða með því að fara í lýtaaðgerðir og eru karlar þar ekki undanskildir, þvert á móti hefur orðið gífurleg aukning á þeim markaði. Ójafnvægi og óhamingja skemmandi Ekki eru til neinar töfralausnir enn þá en andlegt ójafnvægi og óham- ingja mun skemma verulega fyrir og hraða öldrunarferlinu. Forvarnir líkt og að sleppa áfengi og reykingum gera töluvert til að draga úr líkum á að þurfa að vinna með lausnir eins og bótox eða aðgerðir á annað borð. Þá er ekki horft til innri líffæra eins og lungna, hjarta og æðakerfis sem öll eldast hraðar og skemm- ast fyrr hjá þeim sem reykja. Ris- truf lanir og getuleysi bæði karla og kvenna fylgir oft í kjölfarið. Ég þarf varla að minnast á offituna, hreyfingarleysið og óhollt mataræði í þessu samhengi því það er svo aug- ljóst. Hið merkilega er að fólk tengir öldrun ótrúlega mikið við útlit, minni og kyngetu en það er bara svo miklu, miklu meira sem kemur til. Temdu þér því holla lífshætti, settu sjálfan þig í forgang, láttu þér líða vel og í öllum bænum hættu að reykja, skyldir þú gera það! Þessar einföldu reglur munu spara þér mikla peninga í framtíðinni sem þú gætir notað í eitthvað annað og skemmtilegra og þær munu senni- lega lengja lífið og bæta það umtals- vert. Láttu hégómann ekki ná tökum á þér, njóttu þess að eldast því það mun fara þér betur og eyddu orku þinni í það að vera hamingjusamur, þú getur nefnilega ráðið því! Hégóminn og aldurinn Við vitum að við munum eldast og sömuleiðis að það muni hafa ýmis áhrif á okkur. En það borgar sig ekki að láta hégómann ná tökum á sér, frekar að njóta þess að fá að eldast. Sólin er farin að gægjast út og sumarið er komið. Það er freistandi að fara út að leika sér, hjóla , synda, ganga, veiða, eða bara liggja í sólbaði og taka til sín bráðnauðsynlegt D-vítamínið. Úti- veran skapar okkur verulega mikil og jákvæð áhrif á andlega og líkam- lega líðan, burtséð frá því hvernig veðrið er. En sólin, eins yndisleg og hún er, er varasöm. Lofthiti er ekki ýkja mikill á Íslandi og vindkæling þrátt fyrir heiðskíran himin yfir- leitt reglan frekar en undantekning, en pallar og skjól koma að góðum notum. Við getum því hæglega verið í þeirri stöðu að vera of berskjölduð gagnvart sólinni, gleymt því að hún er f ljót að brenna hörund okkar ef ekki er varlega farið. Sólbruni er ekki sniðugur og því oftar sem við brennum, því meiri líkur eru á öldrun húðar og þar með hrukkumyndun. En það sem við höfum mestar áhyggjur af eru myndun húðæxla vegna geisla sólar. Sólin gefur frá sér mismunandi útfjólublátt ljós sem nær til jarðar og í daglegu tali er kallað UVA og UVB. Báðar þessar tegundir geta skað- að húðina, en það fer eftir húðlit, tímalengd útsetningar og ýmsum fleiri þáttum hversu hratt viðkom- andi brennur. Flestir vita þetta og fara varlega, bera á sig sólarvörn, sem er mjög skynsamlegt. Þegar hugað er að sólarvörn eru nokkrir þættir sem skipta máli: Aðalatriðið er að hún virki bæði á UVA- og UVB-geisla. Að hún hafi nægjanlega hátt varn- argildi í SPF (sun protection factor). Því hærri SPF – því meiri vörn, og þá ætti að bera sólarvörnina reglu- lega á sig, bæði þar sem maður getur gleymt svæðum og þar sem vörnin minnkar með tímanum. Sér í lagi ef verið er að busla í sundi eða viðlíka. Farið því varlega, notið hið minnsta 30 í SPF vörn eða jafnvel hærra og passið að brenna ekki. Markmiðið er að njóta sólar! Njóttu sólar! Varlega! Teitur Guðmundsson læknir Samanburðurinn og utanaðkomandi útlitspressa hefur mikil áhrif á unga fólkið en eldra fólkið er þar alls ekkert undanskilið. MYND/GETTY Ferðaveiki getur verið hvimleið. HIÐ MERKILEGA ER AÐ FÓLK TENGIR ÖLDRUN ÓTRÚLEGA MIKIÐ VIÐ ÚTLIT, MINNI OG KYN- GETU, EN ÞAÐ ER BARA SVO MIKLU, MIKLU MEIRA SEM KEMUR TIL. Sólin er bæði yndisleg og varasöm. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.