Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 32

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 32
Það þarf að vinna fyrir hverjum fiski, sem er góð æfing og þá nær maður enn betri tökum á veiðinni. Lykill- inn að góðri veiði felst ekki í f lottustu græj- unum, heldur reynslu, elju, áræðni og þrjósku. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Þegar blaðamaður náði tali af Hrafni var hann við veiði í Minnivallalæk og hafði þegar landað nokkrum vænum bleikjum. „Ég er búinn að veiða í 25 daga það sem af er þessu ári. Veiðitímabilið hefst í aprílbyrjun og lýkur í lok september, en ég fer líka í vetrarveiði ef tækifæri gefst til þess,“ segir Hrafn, sem finnst ótrúlega gaman að stúss- ast í veiði og því sem henni fylgir. „Undanfarin sumur hef ég unnið við veiðileiðsögn hjá veiðifélaginu Hreggnasa sem er með Laxá í Kjós, Grímsá, Laxá í Dölum og fleiri ár. Þetta er draumastarfið sem gefur mér tækifæri til að vera við margar af bestu ám landsins.“ Áræðni og þrjóska lykilatriði Þrátt fyrir ungan aldur hefur Hrafn mikla reynslu af stangveiði. „Ég var fjögurra ára þegar ég man fyrst eftir mér í veiði, en það var í Þingvallavatni. Afi og pabbi voru miklir veiðimenn og þeir smituðu mig af þessum áhuga. Ári seinna fór ég með pabba, og vinnufé- lögum hans á VSÓ ráðgjöf, í veiði á Arnarvatnsheiði. Við gistum í gangnamannakofa, veiddum og höfðum gaman. Það eru mínar fyrstu raunverulegu minningar um veiði og upp frá því fékk ég algjöra veiðidellu. Við fórum í opn- unina norðanmegin á Arnarvatns- heiði um árabil. Pabbi er minn helsti veiðifélagi og styrktaraðili,“ segir Hrafn, sem veiðir nánast upp á dag í september þegar háanna- tíminn í vinnunni er að baki. „Ég er að læra viðskiptatengda lögfræði við Háskólann í Reykja- vík og reikna með að ljúka náminu síðar á þessu ári. Veiðin hefur þau áhrif að ég mæti seinna í skólann á haustin en flestir aðrir. Það er kannski ekki gott fyrir námsfram- vinduna en það er bara svo gaman að veiða,“ segir Hrafn brosandi. En hvað er skemmtilegast við að veiða? „Þetta er eitthvert frum- mannseðli. Fyrst fannst mér mesta fjörið að setja í fisk, en ég hef veitt svo mikið og lengi að núna snýst þetta líka um að vera úti í nátt- úrunni með góðum félögum. En það verður alltaf að vera fiskur,“ segir Hrafn kankvís. Ekkert jafnast á við veiði Hrafn Hlíðkvist Hauksson er með veiðidellu á háu stigi og er þegar búinn að fara í nokkrar veiði- ferðir. Veiðin snýst ekki aðeins um fisk, heldur samveru með vinum og að njóta þess að vera úti. Hrafn ánægður með góðan feng. Hann hefur þegar veitt í 25 daga á þessu ári og notar eigin flugur við veiðina. Útiveran spilar stóran þátt í veiðinni. Þegar Hrafn er beðinn um ráð fyrir byrjendur í veiði stendur ekki á svari: „Fara oftar að veiða og finna þér betri veiðimenn. Það sama gildir um vana veiðimenn. Fara oftar í veiði og finna þér betri veiðimenn, og búa til áskorun fyrir sjálfan þig. Ég veiði mikið á Suður- landi en þar eru færri fiskar í ánum en víða annars staðar. Það þarf að vinna fyrir hverjum fiski, sem er góð æfing og þá nær maður enn betri tökum á veiðinni. Lykillinn að góðri veiði felst ekki í f lottustu græjunum, heldur reynslu, elju, áræðni og þrjósku,“ segir Hrafn. Margir af bestu vinum Hrafns eru líka forfallnir veiðimenn. „Maður umkringir sig gjarnan fólki með svipuð áhugamál. Ég hef kynnst þeim í gegnum þetta sport en ég þekki samt alveg annað fólk,“ segir hann brosandi og bætir við að kærustunni finnist dálítið furðulegt að margir af hans bestu vinum séu komnir yfir miðjan aldur. Spurður um góða veiðisögu segir Hrafn erfitt að gera upp á milli, þær séu svo margar. „Sú sem er hvað eftirminnilegust er þegar við pabbi vorum í Vatnsdalsá fyrir nokkrum árum. Þá hafði stór selur haldið sig í Hnausastreng, sem er besti veiðistaðurinn, en selurinn var svo skotinn. Nokkrum dögum seinna vorum við að veiða. Ég tók mér smá pásu og settist inn í bíl þegar ég sá að pabbi setti í risafisk, sem ég hélt að væri 30-40 punda lax. Ég fylgdist spenntur með pabba slást við fiskinn, en þegar hann kom á land reynst þetta vera selurinn, sem var stein- dauður. Pabbi hafði strax fattað að þetta var selurinn en ég sá fyrir mér risalax,“ rifjar Hrafn upp, en sjálfur hefur hann veitt reiðhjól í Minnivallalæk. En hvaða á skyldi vera í uppá- haldi? „Hafralónsá í Þistilfirði er almennt mín uppáhaldsá en ég held líka mikið upp á Minni- vallalæk. Þessar ár eru eins ólíkar og hugsast getur. Hafralónsá er stór og mikil laxveiðiá, með stórar stangir og stóra fiska. Minnivalla- lækur er lítill lækur sem liðast um tún og er meiri rólyndisveiði. Ég nota mínar eigin flugur, sem ég hnýti á veturna. Það er skemmti- legast að veiða á eigin flugur,“ segir hann og snýr sér aftur að veiðinni. L200 INTENSE FJÓRHJÓLADRIFINN HARÐJAXL 33" breyttur • Sítengt fjórhjóladrif • Hátt & lágt drif • Sjálfskiptur • Breytingapakki • Dráttarbeisli • Heithúðun á palli Tilboðsverð 7.290.000 kr. 35" uppfærsla 1.300.000 kr. HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur 4 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RVEIÐIBLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.