Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 38
Starfsmaður í vöruafgreiðslu Smith & Norland vill ráða starfsmann í vöruafgreiðslu og önnur lagerstörf. Starfið felst í vörumóttöku og -afgreiðslu sem og aðstoð við útkeyrslu vörusendinga til viðskiptavina auk tengdra lagerstarfa. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Meirapróf og/eða lyftarapróf auk almennrar tölvukunnáttu er kostur. Leitað er að röskum og sjálfstæðum einstaklingi, sem vill takast á við skemmtilegt starf og hefur áhuga á þjónustu og mannlegum samskiptum. Stundvísi er krafist. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á rafmagnssviði. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru vinsamlega beðnir að senda umsókn á netfangið halldorh@sminor.is með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 27. júní. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, sminor.is, (undir flipanum Fyrirtækið). Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Dómsmálaráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti dómara við Lands- rétt. Stefnt er að því að skipa í embættin hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum. Um launakjör fer sam- kvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 21. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum auka- störfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetn- ingar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta veitt dómnefnd bæði munn- lega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf landsréttardómara. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem um- sækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tíma- ritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni um- sækjanda til starfa sem landsréttardómari. Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 6. júlí nk. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Dómsmálaráðuneytinu, 19. júní 2020. Tvö embætti dómara við Landsrétt laus til umsóknar Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa hefur í aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að þremur öflugum starfsmönnum til starfa á Lækjarbakka á Rangárvöllum sem er deild undir Stuðlum. Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Deildarstjóri Deildarstjóri heyrir undir forstöðumann Stuðla. Um 100% stöður er að ræða sem felur m.a. í sér: • Ber ábyrgð á starfsemi og stjórn deildar. • Innleiðing sannreyndra meðferðarkerfa og faglegra verkefna/verkferla. • Samráð og samvinna með öðrum meðferðaraðilum skjólstæðinga • Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af störfum með unglingum eða sambærilegum umönnunar-, meðferðar- skóla- eða tómstundastörfum. • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf. • Góð íslenskukunnátta. • Gild ökuréttindi. • Hreint sakavottorð. Matráður á Lækjarbakka Matráður heyrir undir deildarstjóra. Um 100% stöðu er að ræða sem felur m.a. í sér: • Umsjón og rekstur á eldhúsi. • Matreiðslu fyrir skjólstæðinga og starfsmenn. • Virka þátttöku í öllum heimilisstörfum. • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. • Reynsla af störfum með unglingum eða sambærilegum umönnunar-, meðferðar- eða tómstundastörfum. • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf. • Verklagni, verkvit og fagleg vinnubrögð. • Góð íslenskukunnátta. • Gild ökuréttindi. • Hreint sakavottorð. Ræstitæknir á Lækjarbakka Ræstitæknir heyrir undir deildarstjóra. Um 30% stöðu er að ræða sem felur m.a. í sér: • Regluleg þrif á húsnæði Lækjarbakka. • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra. Hæfniskröfur: • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. • Reynsla af störfum með unglingum eða sambærilegum umönnunar-, meðferðar- eða tómstundastörfum æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf. • Verklagni, verkvit og fagleg vinnubrögð. • Gild ökuréttindi. • Hreint sakavottorð. Starfsstöðin er á Lækjarbakka, 851 Hellu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndar- stofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Vakin er athygli á að Barnaverndarstofa aflar sjálf upp- lýsinga úr sakaskrá áður en viðkomandi hefur störf hjá stofnuninni. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Tekið er mið af jafn- réttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020. Frekari upplýsingar um störfin veitir Funi Sigurðsson, for- stöðumaður Stuðla, í síma 530-8100 eða funi@studlar.is. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu á netfangið bvs@bvs.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðn- ingu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma. 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.