Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 63

Fréttablaðið - 20.06.2020, Page 63
Glæsileg handbók fylgir hverju korti þar sem finna má leið- beiningar og reglur. ellidason@strengir.is /// strengir.is /// 660 6890 N FJD ESIG N .CO M Farsæl þjónusta við veiðimenn síðan 1988 Alltaf nóg vatn og mikil laxveiði þar sem náttúrulegi stofn árinnar er í uppsveiflu. Seiðasleppingar tryggja einnig jafna veiði fram að yfirfalli sem kemur að meðaltali seint í ágúst. Eftir það er veitt í hlíðarám Jöklu, Laxá og Kaldá, ásamt Fögruhlíðará sem eru skemmtilegar og fjölbreyttar veiðiár. Einnig góð silungsveiði og hóflegt verð á öllum svæðum miðað við sambærilega veiði í öðrum ám. … og veiðisvæðin eru fjögur! Jökla I og Fögruhlíðará er frábært laxveiðisvæði á 30.000-98.000 kr. stangardagurinn. Veiðimenn gista í glæsilegri aðstöðu í Veiðihúsinu Hálsakoti. Í september er gisting valfrjáls. Jökla II á 15.000-35.000 kr. stangardagurinn og valfrjáls gisting. Hóflegt verð í góða laxveiði! Jökla III á 5.000 kr. stangardagurinn. Tillraunasvæði með silungsveiði og laxveiðivon. Fögruhlíðarós á 15.000 kr. stangardagurinn. Eitt besta sjóbleikjusvæði landsins, ásamt sjóbirtingi og laxveiðivon. JÖKLAEKKI MISSA AF Í SUMAR! Brad Pitt í veiðimynd allra tíma, A river runs through it. Til eru ótal myndir um veiðiskap, hvort sem það er stangveiði eða sjóveiði. Kvik- myndatímarit hafa sum gert lista yfir átta bestu veiðimyndir allra tíma og þær eru svo sannarlega þess virði að horfa á. A River runs through it í leikstjórn Roberts Redford eftir sjálfsævi- sögu Roberts MacLean þykir ein sú allra besta og er af mörgum talin hin eina sanna veiðimynd. Alamo Bay með Ed Harris, leik- stýrt af Louis Malle. Gone Fishin’ er gamanmynd um veiðiferð með Danny Glover og Joe Pesci. Ondine með Colin Farrel sem veiðir fallega konu í net sitt. The perfect storm er átakanleg mynd með Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Towed in a hole með Laurel og Hardy. The old man and the sea frá árinu 1958 eftir sögu Ernests Hemingway, með Spencer Tracy í aðalhlutverki. Jaws, um stóra fiska, þó ekki beint um að veiða þá. Átta bestu veiðimyndirnar Veiðikortið er alltaf vinsælt. Veiðikortið er frábær kostur fyrir fjölskyldur, en það veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 34 vatnasvæðum víðs vegar um landið. Veiðikortið fæst á sölustöðum N1 og í veiðivöru- verslunum og kostar 7.900 krónur. Mörg stéttarfélög niðurgreiða kortin. Glæsileg handbók fylgir hverju korti þar sem finna má leið- beiningar og reglur. Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni Veiðikortið 2020 Símahulstur frá Aquapac. Það eru allir með símann á sér, líka í veiðiferðunum. Ávallt skapast sú hætta að missa símann í vatnið og þá getur verið betra að hafa hann í þartil- gerðum umbúðum, svo að hann haldist heill. Fyrirtækið Aquapac býður sérstakar vatnsheldar hlífðar umbúðir fyrir f lestar gerðir snjallsíma. Þótt símar séu margir vatnsþolnir getur til dæmis saltað vatn farið illa með þá. Þess vegna er alltaf öruggara að hafa símann vel geymdan í vasanum. Vatnshelda símahulstrið frá Aquapac er fyrir allar gerðir vatns- íþrótta, brimbretta, þotuskíði, köfun og þess háttar. Einnig má vera með það í heitum potti eða gufubaði. Hægt er að kaupa slíkan hlífðarbúnað á netinu, til dæmis á netversluninni oceanchand- lery. com sem segist senda um allan heim. Þótt síminn sé í hulstrinu er hægt að tala í hann og það heyrist þegar hann hringir. Vatnshelt fyrir snjallsímann í þar til gerðan reit. Þegar skráning fer fram hjá landeiganda eða veiði- verði, ber að sýna Veiðikortið og persónuskilríki, eða samkvæmt reglum í bæklingi. Veiðimenn eru hvattir til að ganga vel um veiðisvæðin og skilja ekki eftir sig rusl eða önnur ummerki. Kortið gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með kort- hafa. Sannarlega hvetjandi fyrir foreldra að bjóða börnum sínum í skemmtilega veiðiferð, enda hafa margir notfært sér kortið á undan- förnum árum. Nánar á veidikortid.is. KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 VEIÐIBLAÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.