Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 70

Fréttablaðið - 20.06.2020, Side 70
Það er einhver heilagleiki og hjartafegurð í tónlist Wilsons sem ég hef ekki heyrt í annarri popp- tónlist. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Úrval af gíturum og bössum Fiðlur Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn GÍTARINN Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is HLJÓÐFÆRI í úrvali Magnarar Hljómborð MEDELI MC37A Trommusett Söngkerfi Tónlistarmaðurinn og texta­höfundurinn Gunnar Jóns­son er einn þeirra sem segja tónlist Wilsons hafa haft djúpstæð og mótandi áhrif á sig. Fyrstu kynni hans af þessum goðsagna­ kennda listamanni voru fyrir tilstilli tilboðs sem Gunnar, ungur að árum, gat ekki hafnað. „Ég og vinir mínir erum allir miklir tónlistarnördar og vorum mjög duglegir að kaupa geisladiska í Skífunni í „gamla daga“. Skífan var þá með svona „2 fyrir 2.000“ tilboð þar sem maður gat keypt tvo diska af tilboðsborðinu á litlar 2.000 krónur. Á þessu tilboðsborði var mikið af meistaraverkum tónlistarsögunnar og þökk sé því kynntumst við vinirnir alls kyns snilld, svo sem plötum Miles Davis og Sonic Youth, Velvet Under­ ground og Nico­plötunni, Bláu plötu Weezer og síðan Pet Sounds með The Beach Boys, svo eitthvað sé nefnt.“ Dularfullir töfraheimar Það hafi þó ekki beinlínis verið ást við fyrstu hlustun. „Ég verð að viðurkenna að mér fannst Beach Boys vera smá hallærislegir fyrst og skildi ekki alveg af hverju indí hipstera rokk­vinir mínir voru að tékka á Pet Sounds eins og flón. En ég man líka að ég fékk plötuna lán­ aða hjá vini mínum þegar ég var svona fimmtán ára og átti svaka móment með laginu „Don’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)“. Textinn og útsetningin í því lagi er ótrúleg og textinn fjallar um unga elskendur á ljúfri stund. Það er svo mikill kærleikur og nánd og ber­ skjöldun og fágun í því lagi,“ segir Gunnar dreyminn. Vonar að Brian Wilson sé í rútínu Á þessum degi árið 1942 fæddist tónlistarmaðurinn Brian Wilson, forsprakki The Beach Boys, en óhætt er að fullyrða að hann sé einn af allra áhrifamestu tónlistarmönnum poppsögunnar. Gunnar Jónsson segir fáa tón- listarmenn hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Brian Wilson. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Gunnar kynntist Wilson í gegnum hina stórmerkilegu plötu Pet Sounds. Brian Wilson er 78 ára í dag. „Tónlistin víkkaði út sjóndeild­ arhringinn minn og ég fattaði að The Beach Boys var ekki yfirborðs­ kennd strandar­strákasveit eins og ég hélt. Pet Sounds er náttúrulega platan þar sem Brian Wilson tók alveg yfir bandið og færði hljóð­ heim Beach Boys frá ströndinni og inn í dularfulla töfraheima. Á plötunni gætir fjölbreyttra áhrifa frá J.S. Bach og George Gershwin yfir í Phil Spector, Motown og Bítlana.“ Hófst þá langt og innilegt ferðalag sem Gunnar sér enn ekki fyrir endann á. „Eftir það varð ekki aftur snúið. Sumum plötum vex maður upp úr eða missir áhugann á, en Pet Sounds óx bara og óx í mínum huga. Það er eitthvað yfir­ náttúrulegt við Pet Sounds að því leytinu. Nokkrum árum seinna var ég orðinn mjög djúpt sokkinn í sögu Brians Wilson og Beach Boys og er enn.“ Heilagleiki og hjartafegurð Þrátt fyrir snilligáfuna hefur lífs­ hlaup Wilsons, sem nú fagnar 78 árum, verið þyrnum stráð. „Saga Brians Wilson er náttúrulega mjög sorgleg að mörgu leyti. Hann átti erfiða æsku og of beldisfullan og yfirþyrmandi föður. Hann tókst líka á við hina meðlimi The Beach Boys þegar hann vildi þróa hljóð­ heim bandsins áfram. Wilson hefur glímt við geðræn veikindi og gafst á endanum upp sem leiðtogi Beach Boys og hvarf inn í lyfja­ og kókaínmóðu í mörg ár,“ segir Gunnar, dapur í bragði. „En ég segi það fullum fetum að þarna fer einn merkasti bandaríski tónlistarmaður allra tíma. Wilson setti sér ótrúlega djörf markmið í sinni tónlist og náði þeim, þrátt fyrir að fórnarkostnaðurinn hafi verið hár. Þegar Wilson var að vinna að SMiLE­plötunni talaði hann til dæmis um að hann væri að reyna að gera „teenage symph­ ony to God“, eða tánings­sin­ fóníu til dýrðar Guði. Ég get ekki orðað það betur! Það er einhver heilagleiki og hjartafegurð í tónlist Wilsons sem ég hef ekki heyrt í annarri popp­tónlist.“ Wilson hafi raunar verið alveg sér á báti. „Aðrir tónlistarrisar þess tíma eru auðvitað Bítlarnir. En þeir höfðu hver annan og upptöku­ stjórann George Martin. Wilson gerði nánast allt sjálfur fyrir utan að semja textana. Fjölbreytileiki hljóðfæra og blæbrigða er ótrú­ legur og músíkin er djúp á hátt sem blasir ekki alveg við öllum samstundis. En ef þú elskar gott popplag og ert nettur Tilfinninga­ Tómas, já eða Næmnis­Nína, eins og við flest erum, þá er úr miklu að moða þarna!“ Ögn ógnandi innblástur Blaðamaður spyr Gunnar hvaða áhrif Wilson hafi haft á hann sem tónlistarmann. „Sem listamaður er maður alltaf að feta í fótspor risa sem á undan hafa komið. Þetta er stundum alveg glatað því við höfum súper­mega­risa eins og Brian Wilson sem eru ósnertan­ legir. Ég er búinn að hlusta á allt sem The Beach Boys gerðu og þeir fóru frá því að stæla Chuck Berry og gamla rokkið yfir í að skrifa popp­reglubókina upp á nýtt ásamt böndum eins og Bítlunum. Slíkir listamenn eru í senn mikill innblástur en líka smá ógnandi.“ Gunnar rifjar upp hjartfólgna reynslu. „Ég spilaði og söng Beach Boys lagið „God Only Knows“ í brúðkaupi vina minna fyrir nokkrum misserum og það að æfa upp hljómana og textann var eins konar „masterclass“ í því hvernig má semja um ástina. Stundum þegar maður pikkar upp lag, þá deyr það smá fyrir manni, en í til­ viki „God Only Knows“ varð lagið einhvern veginn bara betra.“ Ef þú fengir tækifæri til að hitta Brian Wilson, hvað myndirðu segja við hann? „Maður er náttúrulega meðvit­ aður um geðræn veikindi Brians Wilson, þannig að ég vona að hann sé bara í rútínu og að passa upp á heilsuna og svefninn. Hann hefði ekkert gott af því að hitta mig. Ég myndi bara gera það skrítið með einhverjum hræðilegum nörda­ spurningum.“ 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.