Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 76

Fréttablaðið - 20.06.2020, Síða 76
Fólk vill koma saman og vill fá upplifun, og það er miklu sterkara að gera það saman heldur en einn heima. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda i ll i undirbúnings og framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju að leiðarljósi og f fa legum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jóga snýst um meira en bara líkam-lega æfingu. Jóga leggur áherslu á samheldni milli hins andlega og líkamlega, milli einstaklingsins og þjóðfélagsins, milli mann-kynsins og náttúrunnar. Þetta skrifar T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi, í grein sinni „Að stunda jóga í heimsfaraldri“, á vef Fréttablaðsins í gær. Greinin er skrifuð í tilefni af alþjóð- lega jógadeginum sem haldinn verður sunnudaginn 21. júní. Þetta er í sjötta skipti sem dagurinn er haldinn, síðan hann var samþykktur af Sameinuðu þjóðunum árið 2014. Varð 21. júní fyrir valinu þar sem það er lengsti dagur ársins á norðurhveli og hefur mikið menningarlegt gildi í fjölda landa. „Við heiðrum í raun og veru alþjóð- lega jógadaginn dag hvern,“ segir Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi jóga- stofunnar Sóla. Þar verður boðið upp á opinn tíma á sunnudag í tilefni dagsins. „Hann verður frír og opinn öllum sem vilja prófa.“ Líkt og sendiherrann skrifar í grein sinni segir Sólveig að í COVID-19 far- aldrinum hafi orðið vitundarvakning um heim allan þegar kemur að jóga. „Við opnuðum aftur eftir langa lokun 25. maí og höfum nánast aldrei upplifað jafnmikla eftirspurn eftir jóga eins og núna.“ Sólveig segir að þótt Íslendingar séu venjulega duglegri við að ferðast en að sækja námskeið á sumrin, þá hafi nán- ast öll námskeið hjá Sólum verið upp- seld daginn sem þau opnuðu aftur. „Það fylltist allt svo fólk er augljóslega að leita eftir viðburðum þar sem það getur leitað inn á við.“ En jafnvel þegar f jöldatakmark- anir stóðu hvað hæst lét áhuginn ekki standa á sér. „Þegar það var lokað vegna COVID fórum við að streyma öllum okkar tímum frítt og það var þvílíkur áhugi, líka hjá fólki sem hafði aldrei stundað jóga áður,“ segir Sólveig. „Fólk vill koma saman og vill fá upplifun, og það er miklu sterkara að gera það saman heldur en einn heima.“ arnartomas@frettabladid.is Jóga fagnað um heim allan Alþjóðlegi jógadagurinn er haldinn 21. júní ár hvert. Sólveig Þórarinsdóttir jóga­ kennari segir að í COVID­19 faraldrinum hafi áhugi fólks á jóga aukist til muna. Sólveig segir að í Sólum sé alþjóðlegi jógadagurinn heiðraður dag hvern og áhugi Íslendinga sé mikill. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sendiherra Indlands óskar landsmönnum gleðilegs jóga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Merkisatburðir 448 Karl Knútsson Bonde kjörinn konungur Svíþjóðar. 1589 Þýskir kaupmenn fá leyfi til að hefja verslunar- rekstur á Djúpavogi. 1750 Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson ganga fyrstir manna svo vitað sé á Heklutind. Þar finna þeir hvorki dyr vítis né flögrandi illfygli yfir gígum, sem þjóðtrúin heldur fram að séu þar. 1837 Viktoría verður drottning Bretlands. 1890 Þúsund ár eru liðin frá landnámi Eyjafjarðar og er þess minnst með héraðshátíð á Oddeyri. 1936 Kristján X. konungur Íslands og Danmerkur leggur hornstein að virkjunarhúsinu við Ljósafoss. Ljósafoss- virkjun er svo tekin í notkun í október rúmu ári síðar. 1969 Slippstöðin á Akureyri sjósetur strandferðaskipið Heklu, sem er stærsta skip sem smíðað hefur verið á Ís- landi, 950 tonn. 1970 Listahátíð í Reykjavík sett í fyrsta sinn. Margir lista- menn koma fram, meðal þeirra eru hljómsveitin Led Zeppelin og Daniel Barenboim. 1981 Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga gengin frá hliði herstöðvarinnar í Keflavík til Reykjavíkur. 1991 Þýska þingið ákveður að flytja stjórnarsetur lands- ins til Berlínar frá Bonn. 2001 Andrea Yates, sem þjáist af fæðingarþunglyndi, drekkir 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satani. 2 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.