Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Side 4
4 3. janúar 2020FRÉTTIR
Það er
staðreynd að…
Verslunarkeðjan Walmart tekur við
færra fólki í umsóknum en Harvard.
Að meðaltali kafna 100 manns á kúlu
pennum árlega.
Ótti við löng orð kallast
Hippopotomonstrosesquipedalio
phobia.
Það tekur átján mánuði að mála
Eiffelturninn og það þarf að gera á
þriggja ára fresti.
Kökuskrímslið í Sesame Street heit
ir í raun og veru Sid.
Þessi bölvaða syndaaflausn
T
rúaðir Íslendingar biðja almáttugan
guð sinn reglulega um sitt daglega
brauð og fyrirgefningu syndanna.
Svarinu hefur ríkið kallað með hinu
svokallaða áramótaskaupi – brauðbita sem
ráðamenn og auðvaldið kaupir sér syndaaf-
lausn með. Gerum upp árið, gerum grín að
því sem miður fór og höldum svo áfram inn í
nýtt ár með hreinan skjöld.
Svarthöfði telur þetta vandamál Ís-
lendinga í hnotskurn. Þessi bölvaða synda-
aflausn, þessi fyrirgefning, þessi tilhneiging
til að læra ekki af mistökunum og horfa bara
beint fram á við. Kannski vill landinn meina
að þetta sé dæmi um einhvers konar núvit-
und eða annað álíka hippasýrubull. En þetta
kemur hins vegar í veg fyrir að við drögum
lærdóm af mistökum okkar, þetta kemur í veg
fyrir framfarir og heldur okkur áfram í þessari
vitstola bjartsýnishjarðhegðun sem hefur og
mun alltaf koma okkur í koll.
Svarthöfði telur að áramótaskaupið sé
ódýr leið íhaldsins og kapítalista til að halda
óskertum völdum á landinu. Þeir gera hvurn
djöfulinn þeim sýnist ár eftir ár, en síðan er
því stillt upp í svonefndan „sketch“ í ára-
mótaskaupinu og þá geta Íslendingar fyrir-
gefið allt, enda búnir að hlæja að því, og hlát-
ur er allra meina bót, ekki satt.
Að mati Svarthöfða ætti að skipta þessu
bölvaða skaupi út fyrir klukkutíma þar sem
tekið er fyrir það versta á árinu og kynt undir
reiði og óánægju landsmanna. Þá getum við
hafið nýtt ár með heygafflana og kyndlana
á lofti, tilbúin að knýja fram þær breytingar
sem virkilega þarf að gera á árinu.
Ekki láta áramótaskaupið blekkja þig.
Berstu á móti múgsefjun í formi glens og
gamans. Förum inn í nýtt ár með augun opin
og fyrirgefum ekki okkar skuldunautum. n
Hver er
hann
n Hann er fæddur 10.
nóvember árið 1964.
n Hann er þriggja barna
faðir.
n Hann var valinn
íþróttamaður ársins á Íslandi árið
1994.
n Hann er rithöfundur og athafna
maður með meiru.
n Árið 2006 fékk hann viðurkenn
ingu á Edduverðlaununum.
SVAR: MAGNÚS SCHEVING
Svarthöfði
Ár rafmyntarinnar
Þ
að er ýmislegt sem mun
gerast árið 2020 en meðal
þess sem lítur dagsins ljós
er rafmyntin Libra sem er
sprottin úr herbúðum samfélags-
risans Facebook. Tilkynnt var um
þróun myntarinnar um miðbik
seinasta árs. Facebook leiðir þróun
rafmyntarinnar en samstarfsfélag-
ið Libra Association mun halda
utan um myntina. Meðal stór-
fyrirtækja sem eru hluti af Libra
Association eru Mastercard, Visa,
eBay og Uber, en félagið verður
ekki rekið í hagnaðarskyni. Libra
verður umhverfisvæn rafmynt,
ólíkt Bitcoin. Þá mun Libra vera
bundin ákveðinni varasjóðseign,
ólíkt Bitcoin, sem gerir það að
verkum að Libra verður öruggari
gjaldmiðill þar sem gengið verður
ekki sveiflukennt.