Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Blaðsíða 18
Sérblað 03. janúar 2020KYNNINGARBLAÐ NÝJA TÆKNIHREINSUNIN: Umhverfisvænn kostur í gardínuþvotti Í ris Eiríksdóttir og eiginmaður hennar reka saman fyrirtækið Nýja tæknihreinsunin, en það fyrirtæki sérhæfir sig í gardínuþvotti. Rótgróið fyrirtæki Nýja tæknihreinsunin hefur verið starfrækt í yfir 20 ár, en það voru tengdaforeldrar Írisar sem stofnuðu fyrirtækið. Upphaflega var reksturinn á Selfossi en þegar þau hjónin tóku við rekstrinum færðu þau hann yfir í Kópavog. Síðan þá hefur reksturinn blómstrað og verkefnum fjölgað gífurlega. Nýja tæknihreinsunin er með föst verkefni í gardínuþvotti fyrir Alþingi, Landspítalann, Össur og fleiri stóra aðila. Notast er við eina stóra vél fyrir verkin, sem er innflutt frá Bandaríkjunum, en vélin er sérhönnuð fyrir gardínuþvott og gerð úr sérsmíðuðu stáli. Í vélina er síðan sett sérstök náttúruvæn sápa sem hentar vel fyrir gardínur. Nýja tæknihreinsunin hefur sérhæft sig í sótthreinsun á gardínum fyrir myglu og hefur unnið mörg verkefni því tengd fyrir stór fyrirtæki. Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum Nýja tæknihreinsunin sinnir bæði gardínuþvotti fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Almenningur kemur gjarnan með gardínur í þvott fyrir jólin en verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir eru stærri og reglulegri. Gardínuþvottur getur sparað heilmikla peninga bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Íris segir að gott sé að þvo gardínur á að minnsta kosti tveggja ár fresti: „Sólin eyðileggur þetta svo mikið ef ekki er þvegið,“ segir hún að lokum. Hægt er að hafa samband við Nýju tæknihreinsunina í síma 897-3634. Nýja tæknihreinsunin Askalind 4, 200 Kópavogur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.