Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Side 21
Sérblað03. janúar 2020 KYNNINGARBLAÐ HUGRÆN ENDURFORRITUN: Lykillinn að árangri og vellíðan Dáleiðsla er öflug meðferðarleið fyrir þá sem glíma við hvers kyns fíkn, neikvæðar tilfinningar, kvíða, þunglyndi, og jafnvel mígreni, ofnæmi, astma og marga fleiri kvilla. „Ástæðan fyrir því að okkur líður illa hefur í fjölmörgum tilfellum með áföll að gera. Áhrif áfalla geta verið afar lúmsk og dulist djúpt í undirvitundinni. Til þess að leysa vandann er nauðsynlegt að vinna með fólki á því stigi sem vandamálið felur sig og þar er dáleiðslan einmitt afar áhrifamikil. Það er líka algengt að fólk þurfi ekki nema eitt skipti í dáleiðslu og vandamálið er horfið á braut,“ segir Ingibergur Þorkelsson, stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. Skráning er hafin í dáleiðslunámskeið sem nýtist á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins Þann 7. febrúar mun Dáleiðsluskóli Íslands halda tíu daga grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu. „Þetta er áttunda árið sem við höldum námskeiðin, en fyrstu námskeiðin voru haldin árið 2011.“ Dáleiðsluskóli Íslands hefur á að skipa nokkrum af færustu dáleiðendum á Íslandi sem kenna hvort tveggja grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu um það bil tvisvar á ári, og svo framhaldsnámskeið einu sinni á ári. Skráning er hafin á vefsíðu skólans dáleiðsla.is. Færir kennarar Dáleiðsluskólinn hefur útskrifað yfir þrjú hundruð manns úr grunnnámskeiðum sínum en námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á að kynna sér ótrúleg áhrif dáleiðslu sem meðferðarleiðar. „Dáleiðsla hentar fjölmörgum starfstéttum, en flestir sem sækja námskeiðið vinna með annað fólk á einhvern hátt. Þar má t.d. nefna hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, nuddara, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðaraðila og kennara,“ segir Ingibergur sem kennir grunnnámskeiðið ásamt Axel Braga og Álfheiði Evu Óladóttur. Ingibergur er reyndur dáleiðandi og rekur eigin stofu utan skólans. Hann kennir einnig djúpmeðferð á framhaldsnámskeiði skólans. Axel starfar sem sjúkraþjálfari og fimleikaþjálfari og er einnig reyndur dáleiðandi. Ásdís hefur verið í fararbroddi í kennslu núvitundar á Íslandi. Hún er reyndur fyrirlesari og háskólakennari og stundar nú doktorsnám á sviði núvitundar. „Eftir að hafa sótt grunnnámskeið í meðferðardáleiðslu getur fólk haldið áfram hjá okkur og sótt framhaldsnámskeið,“ segir Ingibergur. Djúpnæring fyrir hugann Dáleiðsla er ólík flestum öðrum hugrænum meðferðum að því leyti að það er unnið á dýpri og varanlegri hátt. „Í flestum hugrænum meðferðum er fólki kennt að lifa með vandanum, frekar en að fjarlægja rót hans. Ef við tökum sem dæmi lyftuhræðslu. Í hugrænni atferlismeðferð lærir fólk að bregðast við óttanum og lifa með honum. Óttinn hverfur ekki þótt meðferðarþeginn geti ferðast með lyftunni. Dáleiðsla felst hins vegar í því að ná sambandi við undirvitundina og vinna með vandamálið á því stigi. Meðferðarþeginn er leiddur í dáleiðslu með fljótlegum aðferðum og svo er rætt við undirvitundina. Óttinn er fjarlægður úr undirvitundinni og meðferðarþeginn finnur ekki lengur til óttans þegar hann ferðast með lyftu.“ Hefur þig alltaf dreymt um að ganga regnbogann til skýjaborga? „Dagana 8. og 9. maí verðum við svo með opið tveggja daga námskeið í Sjálfsdáleiðslu og skírdreymi. Sjálfsdáleiðsla er afar öflug fyrir þá sem vilja læra að taka stjórn á eigin huga. Hinn hluti námskeiðsins, skírdreymi, er aðferð til að stjórna eigin draumum. „Með skírdreymi getur þú gert allt sem hugur þinn getur ímyndað sér. Flogið, svifið, ferðast, dansað, kafað, hvað sem er. Kennari námskeiðsins er Michal Cieslakowski, en hann er vel þekktur bæði í heimalandi sínu, Póllandi, og víðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann hefur sérhæft sig í sjálfsdáleiðslu, svefni og draumum.“ Nánari upplýsingar má finna á dáleiðsla.is Dáleiðsluskóli Íslands, Ármúla 20, 108 Reykjavík Sími: 835-5600 Mynd: Eyþór Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.