Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Síða 26
26 3. janúar 2020 SAKAMÁL C arol Park, þrítug bresk kona, hvarf í Cumbria á Englandi 17. júní árið 1976. Carol, sem var kennari, sást ekki á lífi eftir það. Áður en Carol hvarf hafði hún, að sögn vina og kunn- ingja, virst hálfniðurdregin. Hún hafði talað um að finna blóðfor- eldra sína, en hún hafði verið ætt- leidd í æsku. Að sögn eiginmanns hennar, Gordons Park, hafði Carol yfir- gefið hann fyrir annan karlmann og það þótti ekki ósennilegt í ljósi þess að hjónaband þeirra hafði verið róstusamt og Carol hafði í reynd í tvígang látið sig hverfa af heimili þeirra í Leece. Þess vegna, að eigin sögn, hafði Gordon ekki haft fyrir því að tilkynna yfirvöld- um um hvarf hennar fyrr en að sex vikum liðnum. Sagðist slöpp og var heima Fjarvistir sínar hafði Carol alla jafna miðað við upphaf nýrrar annar í skólanum, en í þetta skipti var hana hvergi að finna við þau tímamót. Það var sem sagt ekki fyrr en þá sem Gordon ályktaði að eitthvað væri að og fyrir milligöngu lögfræðings síns hafði hann samband við lögreglu og upplýsti fjölskyldu Carol um stöðu mála. Daginn þegar Carol hvarf var ætlunin að fjölskyldan færi í dags- ferð til Blackpool, en Carol sagð- ist vera slöpp og ákvað að taka því rólega heima. Gordon sagði síðar að þegar hann kom heim hefði Carol greinilega yfirgefið húsið og skil- ið eftir giftingarhring sinn. Ekkert hefði bent til átaka. Óstaðfestur orðrómur Lausleg rannsókn var fram- kvæmd en skilaði engu. Sagan segir að skýrslan um hvarf Carol hafi síðar týnst og sú saga fór á kreik að Gordon og rann- sóknarlögreglumaðurinn sem fór fyrir þessari fyrstu rannsókn hefðu verið stúkufélagar í Frí- múrarareglunni. Þeirri sögu var síðar hafnað og sagt að Gordon hefði í raun aldrei verið frímúrari. Nú, jæja. Tíminn leið og ekkert spurðist til Carol fyrr en árið 1997 þegar lík hennar fannst á botni Coniston-vatns, sem er þriðja stærsta vatnið í Vatnahéraðinu. Konan í vatninu Þegar kafarar fundu lík Carol á botni vatnsins, þann 13. ágúst, var það aðeins íklætt náttfötum. Var hún nefnd eftir skáldsögu Raymonds Chandler; The Lady in the Lake. Líkið var vafið í ermalausan slopp og við það bundinn bak- poki úr strigaefni og plastpokar fylltir með grjóti. Carol hafði verið bundin með reipi og auk grjóts- ins höfðu blýrör verið notuð til að þyngja líkið. Plástur hafði verið límdur yfir augu hennar. Líkið hafði lent á syllu og ljóst að ef því hefði verið fleygt í vatn- ið aðeins fjær landi þá hefði það að öllum líkindum aldrei fundist. Flóknir hnútar Miklir áverkar voru á höfðinu og greinilega hafði Carol verið bar- in ítrekað í andlitið. Síðar varð ljóst að ísöxi hafði verið notuð við barsmíðarnar. Líkið var bund- ið í fósturstellingu og hnútarnir voru margir hverjir óvenjulegir og flóknir og leiddi rannsókn í ljós að álíka hnúta var að finna heima hjá Gordon og um borð í báti hans. Þegar lík Carol fannst var Gordon á hjólreiðaferðalagi í Frakklandi ásamt þriðju eigin- konu sinni og þar sá hann frétt- ir af líkfundinum. Þegar hann kom heim, 24. ágúst, viðhafði lögreglan engin vettlingatök og handtók hann hið snarasta enda var hann eðlilega grunaður um að hafa komið eiginkonu sinni fyrir kattarnef. Ákæra felld niður Hann var þó frjáls ferða sinna gegn greiðslu tryggingar og svo fór að ákæra á hendur honum var felld niður þann 6. janúar, 1998, vegna skorts á sönnunargögnum. Í kjölfarið sagði Gordon að hann vildi „reyna að hætta að hugsa um þetta allt, þar á með- al atburði sem áttu sér stað fyrir 21 ári, og einbeita sér að daglegu lífi.“ Gordon ákærður að nýju Gordon tókst að gera það til 13. janúar árið 2004 þegar hann var handtekinn að nýju og ákærð- ur fyrir morðið á Carol. Lög- reglan hafði komist yfir nýjar vísbendingar, þar á meðal vitn- isburð Michaels nokkurs Wain- wright, klefanautar Gordons þær tvær vikur sem hann hafði verið í haldi 1997. Að sögn Michaels hafði Gordon játað fyrir honum að hafa banað Carol. Lögregla Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt KONAN Í VATNINU n Carol Park hvarf einn góðan veður dag 1976 n Lík hennar fannst 1997 n Leyndur elskhugi var nefndur til sögunnar n Ekki þurfti að leita langt yfir skammt Carol og Gordon Park Kynntust á unglingsaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.