Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Síða 29
PRESSAN 293. janúar 2020 Kynlíf á milli tegunda og fræg bóseind Skammtatölvur slógu hinum hefð- bundnu tölvum við. Á síðasta ári til- kynnti Google að fyrirtækið hefði búið til skammtatölvu sem hefði náð svoköll- uðu „Quantum Supremacy“. Það þýðir að tölvan getur framkvæmt útreikninga sem tæki „venjulega“ tölvu rúmlega 1.000 ár að framkvæma. Árum saman höfðu stórir háskólar og stórfyrirtæki á borð við IBM og Google keppst við að búa til fyrstu „Quantum Suprem- acy“-tölvuna. Eins og fyrr segir var það Google sem var fyrst til að ljúka við smíði slíkrar tölvu. Rétt er að taka fram að tölvan er ekki enn orðin alveg virk, en unnið er að því að koma henni í full- an gang. Tölvur með slíka getu munu hafa mikil áhrif á margt. Þær munu geta framkvæmt gríðarlega flókna og ná- kvæma útreikninga á skömmum tíma og dulkóðun, eins og við notum í dag, verður ekki til mikils því skammtatölvur munu ekki þurfa langan tíma til að ráða hana. Það er ekki daglegur viðburður að nýjar öreindir finnist. En 2012 tilkynntu vísindamenn að þeir hefður fundið nýja öreind, hina svokölluðu Higgs-bóseind. Þetta var afrakstur margra ára vinnu en frá 1984 höfðu mörg þúsund vísindamenn unnið að byggingu heimsins stærsta öreindahraðals, Large Hadron Collider, í Cern í Sviss. Þeirri smíði lauk 2008. Higgs-bóseindin er ný tegund öreinda. Áður voru aðeins tvær tegundir þekktar, bóseindir og fermíeindir. Higgs-bóseindin veitir hinum tveimur tegundunum massa en þær eru massalausar þegar þær verða til. Vísindamenn hafa lengi vitað að lífsstíll fólks hefur áhrif á líkurnar á þróun ým- issa sjúkdóma. Árið 2015 uppgötvuðu danskir vísindamenn að lífsstíll fólks getur haft áhrif á líkurnar á að börn þess fái hina ýmsu sjúkdóma. Þetta byggir á að kynfrumur líkamans muna hvernig lífsstíll fólks er. Þetta þýðir að þegar sagt er að „þú ert það sem þú borðar“ á það kannski einnig við um ófædd börn þín. Rannsóknir á dýrum, sem hafa verið gerðar á síðustu árum, styðja þetta því niðurstöður þeirra sýna að lífsstíll kyn- slóða erfist á milli kynslóða, lífsstíll sem er við lýði áður en afkvæmi eru getin. Í upphafi áratugarins tókst vísindamönn- um að kortleggja erfðamengi Neander- dalsmanna. Þá kom í ljós að einstaklingar af þeirri tegund og einstaklingar af tegund nútímamanna, Homo sapiens, höfðu stundað kynlíf saman og eignast börn. Þetta varð til þess að endurskoða þurfti þær hugmyndir sem við höfðum um okk- ur nútímamennina og samband okkar við Neanderdalsmenn. Ljóst var að miklu meiri samskipti höfðu verið á milli tegund- anna en áður var talið. En það kom einnig í ljós að Homo sapiens höfðu eignast börn með fleiri tegundum manna. Árið 2010 fannst ný tegund manna, Denisova, í helli í Síberíu. Tegundin var uppi á sama tíma og Neanderdalsmenn og Homo sapiens. Það er sérstaklega fólk í austurhluta Asíu sem á ættir að rekja til Denisova en erfða- efni tegundarinnar er að finna í mörgum í þessum heimshluta. Þetta breytti skilningi okkar á okkur sjálfum sem tegund. Áður töldum við að tegund okkar hefði ekki átt í miklum eða nokkrum samskiptum við aðrar tegundir manna en nú liggur ljóst fyrir að við erum ekki eins einstök og við héldum. Við áttum í samskiptum við aðrar tegundir, eignuðumst afkvæmi með þeim og þróuðumst út frá því. Við erum því eins og margar aðrar dýrategundir sem eiga í nánum samskiptum við aðrar tegundir og dreifa erfðaefni sínu þannig. Skammtatölvur Kortlagning erfðamengis Neanderdalsmanna Lífsstíll þinn hefur hugs- anlega áhrif á væntanlega afkomendur þína Higgs-bóseindin Framtíðin Skammtatölva Google. Higgs bóseindin Ný tegund öreinda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.