Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2020, Qupperneq 30
30 3. janúar 2020STJÖRNUSPÁ
stjörnurnar
Spáð í
Naut - 20. apríl–20. maí
Fiskur - 19. febrúar–20. mars
Vatnsberi -
20. janúar–18. febrúar
Steingeit -
22. desember–19. janúar
Bogmaður -
22. nóvember–21. desember
Sporðdreki -
23. október–21. nóvember
Vog - 23. sept.–22. október
Meyja - 23. ágúst–22 .sept.
Ljón - 23. júlí–22. ágúst
Krabbi - 22. júní–22. júlí
Tvíburi - 21. maí–21. júní
Stjörnuspá vikunnar
Gildir 5. – 11. janúar
Þú ert alltaf að flýta þér að næsta punkti
en ekki loka dyrunum að árinu 2019 of
fast á eftir þér. Þú skalt taka þér tíma að
skoða árið í heild sinni og hnýta hnúta
á lausa enda sem eru að bögga þig. Þú
færð bráðum gullið tækifæri til að gera
upp gamalt mál og þú skalt nýta það út
í ystu æsar.
Þú ert fegin/n að það er komið nýtt ár,
nýr áratugur. Það er tækifæri fyrir þig að
byrja á einhverju sem er búið að krauma
innra með þér í dágóðan tíma. Eitthvert
verkefni eða áskorun sem þú ætlar þér að
ná. Þú kynnist nýju fólki í kringum þetta,
sem á eftir að hjálpa þér að komast enn
lengra en þig hafði dreymt um.
Búðu þig undir ansi fjörugan janúar-
mánuð, allavega fyrri helminginn af hon-
um. Þér er boðið á alls kyns uppákomur
og í samkvæmi sem létta svo sannarlega
lundina. Þú kynnist merkilegri mann-
eskju á einum af þessum viðburðum;
manneskju af sama kyni sem þú laðast
að. Þú veist ekki hvað þú átt að gera við
þessar tilfinningar en ákveður að fylgja
þeim í blindni.
Vinir þínir og/eða maki eru að undirbúa
eitthvað svakalegt geim þér til heiðurs og
segja þér frá því þegar þú átt síst von á.
Svo ertu búin/n að strengja áramótaheit
og gengur alveg herfilega illa að standa
við það. Ekki hafa áhyggjur af því þar sem
þetta áramótaheit er alveg afspyrnu-
heimskulegt.
Það er mikil rómantík og ástríða í þínum
kortum, ástríðufulla ljón. Það logar allt í
svefnherberginu af losta og þú færð bara
ekki nóg af maka þínum eða elskhuga.
Þú skalt njóta þess að vera hömlulaus
í smá stund og gera bara nákvæmlega
það sem þér dettur í hug, með samþykki
rekkjunautarins.
Það hefur mikið mætt á þér síðustu
mánuði og þú ert fegin/n að skilja við árið
2019. Þú tekur árinu 2020 fagnandi en
samt full/ur efasemda, eins og þín er von
og vísa. Ekki hafa svona miklar áhyggjur
af öllu og öllum. Reyndu bara að slaka á
og hugsa betur um þig sjálfa/n. Það sem
gerist, gerist. Þú getur ekki haft stjórn
á öllu.
Það eru geysilega spennandi tímar
framundan, eins og reyndar alltaf hjá
voginni. Þú stendur á krossgötum og
þarft að kveðja eitthvað sem er þér kært.
Þú veist samt að tími þinn á þessum
vettvangi er liðinn og kveður með
súrsætt bros á vör. Við tekur gullaldartími
vogarinnar þar sem henni eru allir vegir
færir – þú þarft bara að velja leiðina.
Sporðdrekinn skellir sér rækilega á
útsölurnar til að reyna að kveða niður
einhverjar leiðindaraddir eða manneskju
sem fer í taugarnar á honum. Þótt það
geti verið gaman að gera vel við sig þá
laga verslunarferðir ekki sársauka eða
eymd. Nærri lagi væri að eyða þessum
peningum í hugleiðslutíma.
Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og
hætta að kenna öllum öðrum um heims-
ins vandamál. Þú getur kennt sjálfum þér
um þær brenndu brýr sem 2019 geymir.
Nú er komið nýtt ár og þú færð annað
tækifæri til að gera upp þínar skuldir við
fólkið sem stendur þér næst. Drífðu í því
strax!
Þú kærir þig ekki um meira stuð í bili enda
búin/n að vera dag eftir dag í alls kyns
uppákomum og gleðskap. Janúar er þinn
mánuður til að hvíla lúin bein en einnig
til að fara yfir þau markmið sem þú hefur
sett þér fyrir nýja árið. Gott ef þú skiptir
ekki um vinnu áður en árið er úti og það
verður mikið gæfuspor. Þú byrjar fljótt að
undirbúa það.
Þú finnur nýjan vatnsbera innra með
þér – vatnsberann sem er búinn að vera í
dvala í dágóðan tíma. Þú verður allt í einu
afar hvatvís, hoppar á hvert tækifæri til
að hafa gaman og hitta fólk. Þú ert að
koma út úr skel erfiðleika og þú gerir það
með húrrandi stæl og smelli. Gott hjá þér!
Einhleypir fiskar geta búið sig undir
það að ástarlífið kvikni á ný. Þú færð
símhringingu eða skilaboð frá gömlum
félaga sem vill hitta þig. Undirtónninn
er ekki rómantískur en hann verður það
fljótt þegar þið byrjið að rifja upp gamla
tíma. Þetta gæti verið framtíðarmaki ef
þið haldið rétt á spilunum.
Hrútur - 21. mars–19. apríl
Afmælisbörn vikunnar
n 5. janúar Davíð Þór Jónsson prestur, 55 ára
n 6. janúar Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari, 44 ára
n 7. janúar Anna Mjöll Ólafsdóttir söngkona, 50 ára
n 8. janúar Dóra Takefusa athafnakona, 49 ára
n 9. janúar Teitur Örlygsson 53 ára
n 10. janúar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, fyrrverandi þingkona, 48 ára
n 11. janúar Ásgeir Kolbeinsson athafnamaður, 45 ára
Lesið í tarot Ernulands
Áhrifaboltabarn á leiðinni –
Svona eiga foreldrarnir saman
Átök við drauga fortíðar
E
rna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem
Ernuland, hefur vakið mikla athygli í barátt-
unni fyrir líkamsvirðingu. DV fannst tilvalið
að lesa í tarotspil Ernu og sjá hvað framtíðin
ber í skauti sér á nýju ári, en lesendum DV er bent á
að þeir geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV.
Gerir upp fortíðina
Fyrst er það 9 sverð. Það táknar að þótt Erna Krist-
ín beri sig vel og virðist full af sjálfsöryggi, ber hún
enn þungar byrðar úr fortíð sinni sem hún hefur
ekki gert almennilega upp. Hún þarf að takast á við
drauga fortíðar svo hún geti blómstrað í nútíðinni.
Þá þarf hún einnig að hætta að búa til ímyndað-
ar hindranir á vegi hennar. Erna Kristín á það
til að taka nærri sér skoðanir annarra en það
tefur aðeins fyrir henni og velferð hennar.
Svo virðist sem kvíði og neikvæðni einkenni
líf Ernu Kristínar næstu vikur og hún verð-
ur að minna sig á að hún er fullfær um að
hreinsa hugann og gera upp gamlar skuldir.
Verður að vera einlæg
Næsta spil er 6 stafir. Það táknar að Erna Krist-
ín hefur lagt sig gríðarlega mikið fram síðustu
mánuði og ár. Það hefur vissulega tekið
á og oft hefur hún verið við það
að gefast upp. Það styttist
hins vegar í að hún nái
að njóta erfiðisins. Hún
fær viðurkenningu
fyrir störf sín og fær
einnig góðar frétt-
ir tengdar einkalíf-
inu. Hún gerir sér
sífellt betur grein
fyrir því að hún
verði að vera
100% einlæg
við sig og fylgj-
endur sína ef
hún ætlar að ná jafn langt og hún þráir. Því fyrr sem
hún lifir eftir því, því betra.
Eniga meniga
Loks er það 5 mynt. Það táknar nútíðina en fjár-
hagsáhyggjur eru að plaga Ernu Kristínu og hún á
jafnvel erfiðara með að finna verkefni en áður. Þá er
einhver fátækt einnig sem umlykur andlegu hliðina
og þarf Erna Kristín hugsanlega á nýrri áskorun að
halda. Hún þarfnast eflaust ástar, umhyggju og ekki
síður athygli um þessar mundir en ætti reyndar að
leita betur innra með sér. Með því að gera það finn-
ur hún ný tækifæri sem tengjast framtíðinni
og öðlast þannig skilning á tilgangi lífs-
ins. Erna Kristín á góða að og hjálpin
er nærri ef hún þarf hana. n
Á
hrifavaldurinn Móeiður Lárusdóttir og lands-
liðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon eiga
von á sínu fyrsta barni. DV fannst því tilvalið að
lesa í stjörnumerki tilvonandi foreldra og sjá
hvernig þeir eiga saman.
Móeiður er ljón en Hörður er vatnsberi. Þetta er svo
sannarlega par sem tekið er eftir þar sem vatnsberinn
er afar vitur og ljónið einstaklega skapandi. Þetta ást-
arsamband er stútfullt af orku og í raun er fátt sem get-
ur stöðvað þessi tvö.
Vissulega myndast oft mikil keppni á milli ljónsins
og vatnsberans en hún er ávallt á góðum nótum og er
sambandið traust. Þessi merki eru bæði mjög nýjunga-
gjörn og leita uppi nýjar áskoranir. Þau eru adrenalín-
fíklar og suma daga er lífið einn stór leikur.
Ljónið dáist að sjálfstæði og lífssýn vatnsberans á
meðan vatnsberinn elskar sjarma og reisn ljónsins.
Vatnsberinn fær nýjar hugmyndir daglega en hefur
ekki alltaf drifkraftinn til að koma þeim í verk. Þann
kraft hefur ljónið.
Í þessu sambandi getur komið babb í bátinn ef ljón-
ið leyfir vatnsberanum ekki að halda sjálfstæði sínu
eða ef vatnsberinn hættir að tala um tilfinningar sínar.
Móeiður
Fædd:
20. ágúst 1992
Ljón
n skapandi
n ástríðufull
n örlát
n hlý
n hrokafull
n ósveigjanleg
Hörður
Fæddur:
11. febrúar 1993
Vatnsberi
n atorkusamur
n frumlegur
n sjálfstæður
n mannvinur
n flýr tilfinningar
n skapstór
Móeiður og Hörður. Mynd: Skjáskot:
Instagram @moeidur