Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Qupperneq 2
2 10. janúar 2020FRÉTTIR
þrætuepli í janúar
Hann er
kannski
dimmur og
kaldur en með
komu þessa
fyrsta mánað-
ar fylgja óhjá-
kvæmilega
ótal efni sem
landsmenn
sameinast
um að elska
eða hata. Hér
koma nokkur
dæmi.
Veganúar
Fátt er eins heitt í um-
ræðunni og hvers kyns
matarkúrar sem allir eiga
það sameiginlegt að eiga að
stuðla að betri líðan, dýra og
manna. Það að vera vegan er
mikið „inn“ þessa stundina
og margir sem hoppa á
vagninn og gerast vegan í
janúar. Sitt sýnist hverjum en
hví ekki að prófa. Hver þarf
hvort eð er á kjöti að halda?
Eða gæti glóðvolg kjötsúpa
kannski yljað meðan mesta
veturharkan herjar á lands-
menn?
Ársfjórðungur
Er kominn nýr ársfjórðungur?
Eitt lífseigasta þrætuepli
síðari tíma er þegar kemur
að reglunni um hvenær
nýr árfjórðungur gengur í
garð en reglulega er deilt
um hvort áratugur hefjist
á núlli eða einum. Mörgum
fannst aldamótin síðustu
vera 2000–2001 frekar en
1999–2000. Ef hugmyndin
er miðuð út frá Jesú hlýtur
hann nú samt að hafa verið
núll ára fyrst, eða hvað?
Skilafrestur
Nær óhjákvæmilegur
fylgifiskur útgjalda í
kjölfar jólahátíðarinnar
er skilafrestur sem límdur
er rækilega á þær vörur
sem ekki slógu í gegn á
aðfangadagskvöld. Verslanir
keppast við að hafa frestinn
sem stystan og gera þannig
verslunarglöðum neytend-
um lífið erfiðara áður en
útsölubyltingin hellist yfir og
verð vörunnar hríðfellur.
Áramótaheit
Margir strengja þess heit
að verða mjórri, betri og
reyklausari útgáfur af
sjálfum sér í upphafi árs
meðan aðrir, sem sumir
myndu segja að væru
raunsærri týpur, fyrirlíta
svo fögur fyrirheit sem
fela oftar en ekki í sér von-
brigði þegar árangurinn
lætur á sér standa. Í beinu
framhaldi er vert að minn-
ast á yfirfullar líkams-
ræktarstöðvar sem þekkja
aldrei meiri gósentíð og
einmitt í þessum mánuði.
Hvort sem um er að ræða
áramótaheitatýpuna eða
heilbrigðu allt árið um
kring-týpuna er fátt meira
spælandi en uppbókaðir
tímar og troðfullur salur af
sveittum sportistum.
Skaupið
Óhætt er að segja
Íslendingar sameinist um
sterkar skoðanir þegar
kemur að ástsælasta
sjónvarpsefni allra lands-
manna, áramótaskaupinu,
og sitt sýnist hverjum á ári
hverju. Hér myndast jafn-
an mikil skoðanaskipti þar
sem gríðarlegar væntingar
geta umbreyst í mikil von-
brigði þegar niðurstaðan
liggur fyrir enda húmor
með öllu afstæður.
Á þessum degi,
10. janúar
1810 – Hjónaband Napóleons
Bónaparte og Jósefínu keisaraynju var
dæmt ógilt.
1902 – Ellen Dougherty varð fyrsti
löggilti hjúkrunarfræðingur í heimi.
1929 – Ævintýri Tinna, eftir Hergé,
komu út í fyrsta sinn.
1999 – Sjónvarpsþáttaröðin
Soprano-fjölskyldan hóf göngu sína
á HBO.
2007 – Apple kynnti til sögunnar
margmiðlunarforritið iTunes.
Fleyg orð
„Það þýðir ekkert annað en
að vera maður sjálfur. Allir
aðrir eru fráteknir.“
– Oscar Wilde
EKKI VEITT HEIMILD FYRIR
EFTIRSÓTTUM RAFMAGNSHJÓLUM
H
átt í annað hundruð
manns hafa beðið eftir
jólagjöfum, nánar til
tekið rafmagnshjólum
sem seld voru í gámatilboði
hjá vefversluninni Hópkaup.
is. Tíminn leið, hátíðirnar og
áramótin komu og fóru en ekkert
bólaði á rafmagnshjólunum, sem
framleidd eru af Enox. Ástæðan
ku vera sú að tollurinn hafði ekki
veitt heimild fyrir afhendingu
hjólanna.
Þetta kemur fram á vefsíðu
verslunarinnar en tilboðið hófst
undir lok sumars. Samkvæmt
heimildum DV eru viðskiptavinir
ekki sáttir við þá töf sem hefur
orðið á afhendingu hjólanna og
hafa ófáir netverjar viðrað þá
kenningu að um svindl hafi verið
að ræða hjá versluninni til þess
eins að selja fleiri hjól fyrir jól.
Ekki náðist í Guðmund
Magnason, forstjóra Hópkaupa,
við vinnslu fréttarinnar en
vefverslunin sendi frá sér
tilkynningu og baðst velvirðingar
á óþægindunum. Ástæðan
var þá sögð tilkomin vegna
seinkunar flutningaskips sem
flutti hjólin frá Rotterdam. Þyrftu
viðskiptavinir jafnframt að sækja
rafmagnshjól sitt beint í gáminn
við afhendingarmiðstöðina að
Flatahrauni.
Upphaflega stóð til stóð
að afhenda hjólin um miðjan
desember. Eftir fjölda fyrirspurna
var viðskiptavinum tilkynnt að
hjólin kæmu ekki til lands fyrr á
Þorláksmessu. Viðskiptavinum
var þá tilkynnt að afhending færi
fram á milli jóla og nýárs, en sú
reyndist ekki raunin.
Samkvæmt heimildum eru
hjólin enn óhreyfð í tollinum. n