Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Page 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
10. janúar 2020
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Heilbrigðiskerfi sem drepur
– Hver verður næstur, þú eða einhver sem þú elskar?
Ö
ldruð kona liggur ein
og afskipt á bráðamót-
töku Landspítalans. Hún
bíður þess að fá niður-
stöður úr rannsóknum. Hún hef-
ur mátt bíða klukkutímunum
saman. Hún hefur fengið rúm
til að liggja í á meðan hún bíð-
ur. En sjúkrastofu fékk hún ekki
og þarf því að gera sér að góðu að
liggja fyrir allra augum frammi á
gangi. Þar liggur hún og horfir á
vansvefta, yfirkeyrða starfsmenn
skjótast upp og niður gangana, á
harðahlaupum, jafnvel á hlaupa-
hjólum. Hún er hrædd og hún er
berskjölduð. Einkennin sem ráku
hana af stað upp á bráðamóttöku
svara til einkennis ættgengs sjúk-
dóms sem leitt hefur marga ást-
vini hennar til dauða. Ætli einn
af þessum þjótandi starfsmönn-
um sé á hlaupum til hennar til að
kveða upp hennar dauðadóm?
Eftir heila nótt á gangi bráðamót-
tökunnar skila niðurstöðurnar
sér. Hún hafði ekkert til að hafa
áhyggjur af og hún er send heim,
heppin að hafa fengið þetta rúm
á ganginum, þótt yfir því hafi ver-
ið lítil mannleg reisn. Hún fékk
þó allavega pláss, rannsókn og
niðurstöður. Á henni var tekið
mark og ótti hennar kveðinn nið-
ur. Ekki allir eru jafn heppnir. Í
október á síðasta ári lét maður líf-
ið. Hann hafði kennt sér meins og
leitað á bráðamóttöku. Þaðan var
hann sendur heim og heima lést
hann.
Yfirlæknir á Landspítalanum
kvað ástandið á bráðamóttöku
hræðilegt og stórslys fyrirsjáan-
legt. Stórslysin hafa þó þegar átt
sér stað. Þetta er ekki skyndileg-
ur og óvæntur, „force majure“,
vandi. Viðvarandi og kerfisbund-
ið svelti á kerfi hefur átt sér stað
undanfarin ár, en ár hvert virðu-
mst við endurskilgreina þolmörk
þessa kerfis, teygja þau aðeins
lengra, sætta okkur við aðeins
minna og örlítið verra. Lengi get-
ur vont versnað, en ekki enda-
laust. Nú hefur það verið sagt ber-
um orðum: stórslys er framundan
ef staðan breytist ekki til batnað-
ar. Slysið er fyrirséð, við því hef-
ur verið varað. Þegar stórslys er
fyrirséð en enginn gerir neitt til
að afstýra því getur vart verið um
eiginlegt slys að ræða. Ekki einu
sinni manndráp af gáleysi, hljótist
manntjón af slysinu. Nei, köllum
hátternið sínu rétta nafni. Þarna
væri um manndráp af ásetningi
að ræða. Þetta stórslys sem var-
að hefur verið við er þegar haf-
ið. Við erum að horfa á að gerast,
hægt og bítandi fyrir augum okk-
ar allra. Gerandinn er Ríkið.
Fyrir nokkrum árum leitaði
kona á bráðamóttöku. Hún fór
aldrei heim aftur. Hún fékk reynd-
ar sjúkrastofu, en ekki á þeirri
deild sem hún var innrituð á. Hún
andaðist um miðja nótt. Deildin
sem hún dó á var ekki í stakk búin
til að takast á við andlát. Fengu
ástvinir konunnar að kveðja hana
inni á stofunni þar sem hún lá
óhreyfð frá því hún skildi við.
Tengd ótal snúrum og slöngum.
Á meðan ættingjar struku henni
og grétu bað starfsfólk þá að grípa
allar eigur hennar með sér þegar
þeir færu úr herberginu. Þá væri
hægt að búa um rúmið að nýju
og koma þangað næsta sjúklingi.
Konan hafði þá verið látin í um
klukkustund, ekki lengur. Ekki
mikil mannleg reisn.
Báðar frásagnirnar eru sannar
sögur. Sú fyrri átti sér stað nýlega,
sú síðari fyrir nokkrum árum.
Neyðarástandið sem upp er kom-
ið á Landspítalanum og bráða-
móttökunni er ekki nýtilkomið.
Hægur og kvalafullur dauðdagi
opinbera heilbrigðiskerfisins
hófst fyrir um áratug með sam-
þykki og liðsinni ríkisstjórnarinn-
ar. Á sama tíma fer einkavæðingin
sífellt að hljóma betur og betur í
eyrum almennings. Hversu mikið
aukalega ert þú til í að greiða svo
það verði ekki þú eða ástvinur
þinn sem heilbrigðiskerfið myrðir
næst? n
Frekja borgar sig
Í baráttunni við að fá viðeig-
andi þjónustu í heilbrigðis-
og félagskerfinu þá borgar
sig vissulega að vera frekar.
Krabbameinssjúkur maður
lét lífið í haust því hann var
ekki nægilega frekur. Þú getur
fengið hraðari þjónustu, betri
þjónustu, komist á undan öðr-
um í röðinni, fengið nei-um
breytt í já, fengið auka liðsinni,
fengið aukna aðstoð, aukna
hjálp og meira aðhald. Allt ef
þú ert bara nægilega frekur.
Þetta eru skilaboðin sem ríkis-
stjórnin hefur sent okkur og
þessa lexíu skulum við læra.
Hákarlar fæðast syndandi og
það borgar sig að vera frekur,
ellegar gæti maður átt hætt á
að tapa líftórunni.
Obbossí úps og
grjóthaltu kjafti
Um 300 manns tóku þátt í
að bjarga 39 ferðamönn-
um sem lentu í ógöngum
í sleðaferð við Langjökul á
þriðjudaginn. Þangað hafði
ferðaþjónustufyrirtækið
Mountaineers of Iceland
dröslað vesalings fólkinu þrátt
fyrir veðurviðvaranir. Þegar
blaðamaður Fréttablaðsins
leitaði eftir skýringum hjá
fyrirtækinu var honum sagt
að grjóthalda kjafti. Skömmu
síðar mætti rekstrarstjóri fyr-
irtækisins í viðtal á Bylgjunni
þar sem hann bæði baðst af-
sökunar vegna ákvörðun-
ar fyrirtækisins og reyndi á
sama tíma að verja hana. Því
sko, þeir ætluðu að vera bún-
ir með ferðina áður en veðr-
ið versnaði. Því eins og allir
vita eru veðurspár nákvæm-
ar upp á mínútu. Síðan ætl-
uðu þeir helst að sleppa því að
kalla út björgunarsveitirnar
því það ætti að sjálfsögðu að
vera seinasta úrræðið. Á með-
an máttu ferðamenn gera sér
að góðu að hanga úti í frostinu
fram yfir miðnætti. En engar
áhyggjur, fyrirtækið hefur
ákveðið að rannsaka sig sjálft,
því það er alltaf farsæl lausn á
svona vanda. Væri ekki réttara
að stjórnvöld tæku til skoðun-
ar að setja reglur um svona
ferðir sem kveða á um fortaks-
lausa skyldu til að aflýsa eða
greina viðskiptavinum með
fullnægjandi hætti fyrir þeirri
áhættu sem þeir eru að taka,
þegar veðurspáin blessaða
hefur gefið fulla ástæðu til.
Spurning vikunnar Hverjir og hvar voru bestu tónleikar sem þú hefur farið á?
Leiðari
Erla Dóra
erladora@dv.is
Í frosti og hríðarbyl Veðrið hefur ekki
leikið við landsmenn þessa fyrstu daga nýs árs.
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N
„Það fyrsta sem kom upp var Kraftwerk
á Roskilde 1998. Hljómsveitin hafði
legið í dvala árum saman og ég hafði
eiginlega gefið upp alla von um að sjá
hana nokkurn tímann. Stemningin var
stórkostleg, fólk á öllum aldri, hippar,
pönkarar, rokkarar, alls konar fólk. Svo
þegar ljósin slokknuðu og vélmennis-
röddin byrjaði á „Meine damen und
herren …“ þá trylltist allt.“
Flosi Þorgeirsson
„Besta tónlistarupplifunin sem ég man
eftir í fljótu bragði var á listahátíðinni
Lunga á Seyðisfirði.“
Ágúst Elí Ásgeirsson
„Það væru Gorillaz á Hróarskeldu 2010
í harðri samkeppni við Prince á sömu
hátíð. Hér innanlands væri það Nick
Cave á ATP 2013.“
Salvör Bergmann
„Það er einfalt, það voru Metallica-tón-
leikarnir sem ég og Valdimar Fannar,
sonur minn, fórum á í Egilshöll 2004,
sem var ógleymanlegt. Valdimar var
þá 13 ára og það var svo troðið að hann
sat á háhesti á mér bókstaflega alla
tónleikana, nó djók.“
Sölvi Fannar Viðarsson