Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Qupperneq 16
16 10. janúar 2020 Tímavélin Gamla auglýsinginMorgunblaðið 7. apríl 1915 Á rið 2011 stofnaði ungur Bandaríkjamaður, Ross Ulbricht, vefsíðu í dimm- um afkima internetsins, svokölluðu myrkraneti. Síð- an nefndist Silk Road og varð á næstu árum að risastórum svörtum markaði þar sem alls kyns ólögleg sala átti sér stað. Vopn, fölsuð persónuskilríki, eiturlyf og fleiri ólöglegar vör- ur gengu þar kaupum og sölu og hirti Ulbricht fyrir vikið ríflegar söluþóknanir. Málið var eitt það stærsta sinnar tegundar sem bandaríska alríkislögreglan hef- ur tekist á við. Eftirmálar máls- ins urðu miklir og hafa ekki enn verið útkljáðir í dag. Ísland kom við sögu í málinu og átti lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu stóran þátt í að ljóstra upp um málið. Myrkranetið Hið sýnilega internet sem við þekkjum flest og notum mikið í okkar daglega lífi er aðeins toppurinn á internetísjakanum. Handan þess sýnilega er gífurlega umfangsmikið myrkranet sem fæstir menn munu nokkurn tím- ann í lífi sínu sjá. Síður á myrkra- netinu birtast ekki á leitarsíðum á borð við Google og þó svo ógjörn- ingur sé að kveða á með fullvissu um umfang myrkranetsins þá hafa sérfræðingar haldið því fram að það sé að minnsta kosti hund- rað sinnum stærra en hið sýni- lega net. Til þess að fá aðgang að myrkranetinu þarf vissa lagni og viss tól, þar á meðal netvafrann Tor. Tor var framleiddur af banda- ríska hernum og tryggir vafrinn einkennislaus samskipti á netinu. Ross Ulbricht Ross Ulbricht var handtekinn árið 2013 vegna aðkomu sinn- ar að Silk Road. Hann var þá að- eins 29 ára gamall en þá þegar, aðeins tveimur árum eftir að Silk Road fór í loftið, orðinn margfald- ur milljarðamæringur. Hann fæddist í Texas í Banda- ríkjunum og nam eðlisfræði og verkfræði í háskóla. Hann mætti kalla öfga frjálshyggjumann. Þrátt fyrir mikla greind og góða menntun hugnaðist honum ekki að verða vísindamaður. Frum- kvöðlastarfsemi heillaði hann og hann reyndi fyrir sér í stofnun þónokkurra sprotafyrirtækja, en án árangurs. Hann vantreysti yfir- valdi og ríkisstjórn og taldi stríðið gegn fíkniefnum tapaðan bardaga. Honum datt því í hug að koma á laggirnar vefsvæði sem væri yfir lög og reglur hafið. Viðskiptavin- ir síðunnar átti að vera í sjálfsvald sett hvaða efni þeir settu í líkama sína, án þess að eiga á hættu að lenda upp á kant við glæpagengi eða yfirvöld. Viðskiptalíkan síð- unnar var ekki ósvipað því sem við þekkjum frá síðum á borð við eBay eða Ali Express. Síðan tengdi saman seljendur og kaupendur og gátu viðskiptavinir gefið seljend- um einkunn. Samskipti í gegnum síðuna áttu að vera með öllu nafnlaus og auðkennalaus. Sala gat aðeins átt sér stað með rafræna gjaldmiðl- inum Bitcoin sem að mestu er órekjanlegur. Ulbricht heimilaði þó aðeins glæpastarfsemi sem hann taldi skaðlausa öðrum en notendun- um. Efni á borð við barnaklám, kjarnorkuvopn, þýfi og leigumorð voru bönnuð og er talið að um 70 prósent af þeim viðskiptum sem áttu sér stað í gegnum Silk Road hafi verið fíkniefnaviðskipti. Talið er að heildarvelta síð- unnar, á þeim tveimur árum sem hún var starfrækt, hafi samsvar- að um 125 milljörðum íslenskra króna. Þegar Ulbricht var hand- tekinn var netvirði hans ríflega þrír milljarðar. Íslenska lögreglan til bjargar Bandarísk yfirvöld urðu meðvit- uð um tilvist síðunnar um tveim- ur mánuðum eftir að hún hóf starfsemi sína. Það tók þó tvö ár fyrir þau að komast að nafni Ul- bricht. Það var einföld leit í gegn- um Google sem að lokum opin- beraði nafn hans. Ulbricht hafði ekki verið nægilega varkár. Hann Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Hvernig Ísland hjálpaði Banda- ríkjunum að upp- ræta stóran svartan markað á myrkranetinu n Sviðsett leigumorð n Spilltar löggur n Milljarðavelta n Tvöfaldur lífstíðardómur Erla Dóra erladora@dv.is Silkivegurinn MYND: HANNA ANDRÉSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.