Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2020, Side 20
20 10. janúar 2020FRÉTTIR Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið l að kynna þína vöru. „Maður þarf ekkert að vera á heilagleikahraðlestinni“ n Hugleiðsla til að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu n Framleiða hugleiðsluhugbúnað fyrir sýndaveruleika K ristín Hrefna Halldórs dóttir, framkvæmda stjóri Flow, seg- ist finna fyrir miklum áhuga á hugleiðslu. Hún tók ný- verið til starfa innan fyrirtækis- ins en Flow framleiðir hugleiðslu- hugbúnað fyrir sýndarveruleika og snjallsíma. Þrjátíu íslensk fyrirtæki hafa nú þegar gerst áskrifendur að fyrirtækjaþjónustu Flow sem býð- ur aðgang að nútíma hugleiðslu- aðferðum í gegnum hátækni sýndarveruleikans og hugleiðslu- vinnustofur. „Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan hjá Flow. Við erum með frábærar vörur sem eru að hjálpa fyrirtækjum um allt land að byggja upp jákvæða vinnustaða- menningu sem dregur fram öll þau jákvæðu áhrif sem nútíma hug- leiðsluaðferðir geta veitt manni,“ segir Kristín Hrefna, en hún var ráð- in til fyrirtækisins í fyrra og sinn- ir nú stöðu framkvæmdastjóra. Áður vann hún hjá viðskiptaþró- unarteymi Meniga og var sér- fræðingur í viðskiptagreiningu hjá Valitor ásamt því að sinna stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnar- flokksSjálfstæðisflokksins. Hún er með MBA frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. „Það langar svo marga að læra að hugleiða því flestir vita að það gerir manni gott en það getur verið erfitt að glíma við huga sem vill toga mann út um allt. Mér finnst ágætt að hugsa um þetta á þann veg að við séum að reyna að vera í núinu til þess að hafa meira vinnsluminni til þess að beita akkúrat núna. Ef ég er sífellt að hugsa um það sem ég hefði átt að gera áðan eða í gær eða hvað ég á eftir að gera hef ég miklu minna vinnsluminni til þess að beita í því samtali sem ég er í eða í því verkefni sem ég er að sinna. Ég hugsa að flest- ir kannist við það að hlusta ekki á viðmælanda sinn með fullri athygli, því þeir eru að hugsa um hvað þeir ættu að segja næst eða hvað þeir ætla að borða á eftir. Það er ágætt að líta á hugleiðslu sem æfingu til þess að vera í núinu og til þess að geta beitt því vinnsluminni sem maður getur haft aðgang að. Það er hægt að æfa sig í því með alls konar leiðum og Flow, sem er hugleiðsluhugbún- aður, er ein þeirra leiða sem hægt er að fara.“ Veikindi herja á fólk óháð fjárhag Kristín Hrefna segir hugleiðslu frá- bæra leið til þess að takast á við alls konar vandamál sem herja á fólk úti um allan heim. Þunglyndi, kvíði og streita eru oft erfið veikindi sem fólk glímir við, óháð því hversu mikla peninga það á, hvort það er mennt- að eða ómenntað, býr í Vesturbæn- um eða úti í heimi. „Ég held að það sé ágætt að hugsa um hugleiðslu með aðeins ein- faldari og kannski ekki eins leyndar- dómsfullum hætti og margir gera. Þetta er fyrst og fremst æfing og því betri sem maður verður í því að hug- leiða því betri verður maður í því að nota þessa tækni í lífinu. Maður þarf ekkert að vera á heilagleikahrað- lestinni, ganga um með talnabönd eða vera einhver jógasérfræðingur. Þetta er spurning um að finna rétt- ar æfingar og gera þær reglulega, svo einfalt er það, en það getur verið erfitt að halda sig við efnið því hug- urinn er svo duglegur við að reika í burtu. Þess vegna er mjög gott að nota hjálpartæki eins og hugbúnað- inn frá Flow.“ Sem dæmi nefnir Kristín Hrefna svokallaða sýndarveruleikavöru sem veitir fólki aðgang að stórkost- legu myndefni úr íslenskri náttúru. „Já, þetta er allt saman unnið af verð- launakvikmyndagerðarmönnun- um, Árni og Kinski, en þeir gerðu meðal annars myndbönd fyrir Sig- ur Rós og Snow Patrol. Þeir búa til listaverk úr hverri hugleiðslu þegar þeir tvinna saman myndefnið, tón- listina og leiða notendur inn í ann- an heim með þaulreyndum hug- leiðslukennurum. Þetta er okkar leið til að leyfa fólki að njóta þeirra eftir- sóttu áhrifa sem hugleiðsla getur dregið fram á aðeins fjórum mínút- um,“ segir Kristín Hrefna að lokum, en fyrir áhugasama er vert að taka fram að fyrirtækið Flow var stofnað árið 2016 og vann Gulleggið, frum- kvöðlakeppni Icelandic Startups árið 2018. n Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Maður þarf ekkert ganga um með talnabönd eða vera einhver jógasérfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.