Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2020, Side 8
tíma sagði Anna að ástæðan
væri skortur á stuðningi og
áhuga Reykjavíkurborgar.
Samstarfið við Reykjavíkur
borg gekk að hennar sögn
ekki vel. „Við getum ekki
rekið starfsmann. Við getum
ekki rekið skrifstofu á þessu
fé sem við erum að fá,“ sagði
hún meðal annars.
Anna Aurora er skráður eig
andi fyrirtækisins Farmvernd
og akstur ehf. sem stofnað var
í apríl 2013. Í fyrirtækjaskrá
ríkisskattstjóra er starfsemi
fyrirtækisins flokkuð undir
akstur sendibíla og vörubíla
og aðra þjónustu tengda flutn
ingum.
2016
Samkvæmt upplýsingum DV
bjó Anna Aurora um nokkurt
skeið í Svíþjóð og starfaði þar
meðal annars sem vörubíl
stjóri. Var hún meðal annars
með skráð heimili í Kung
backa.
Í mars 2016 stofnar Anna
Iona ehf. og er skráður eig
andi þess. Er tilgangur félags
ins „akstur vörubíla, akstur
sendibíla og önnur þjónusta
tengd flutningum“. Í rekstrar
yfirliti ársins 2016 er engin
velta skráð. Umrætt fyrirtæki
var skráð gjaldþrota í október
síðastliðnum.
Í september 2016 var Anna
Aurora í stuttu viðtali við
Fréttablaðið í tilefni þess að
hún var var einn af 40 þúsund
gestum sem sóttu vöruflutn
ingabílasýninguna Elmia Last
bil í Jönköping til að kynna sér
allt það nýjasta í bransanum.
Fram kom í greininni að Anna
væri eigandi Farmverndar og
aksturs sem væri lítið verk
takafyrirtæki sem sæi um
akstur fyrir Samskip.
„Ég keyri Scania sem er
skemmtilegt því Scania leggur
mikið upp úr sínum sýningum
á Elmia Lastbil, sérstaklega
þegar þeir kynna nýja kynslóð
bíla líkt og núna,“ sagði hún í
samtali við blaðamann Frétta
blaðsins. Þá sagðist Anna Aur
ora hafa notað sýninguna til
að mynda tengsl við fólk innan
„bransans“ og meðal ann
ars hefði hún komist í kynni
við samtök kventrukkara á
Norðurlöndum. „Ég myndaði
töluverð tengsl, bæði við aðra
gesti, sýnendur og sölumenn,
og maður fór drekkhlaðinn af
nafnspjöldum og bæklingum.“
2017
Fram hefur komið að eftir að
Anna Aurora var flutt aftur
heim í Mosfellsbæinn frá Sví
þjóð var hún á tímabili virk í
starfi Framsóknarflokksins.
Í október 2017 birtu Fram
sóknarmenn í Suðvesturkjör
dæmi framboðslista sinn fyrir
kosningarnar á aukakjör
dæmisþingi í Kópavogi. Anna
Aurora Waage Óskarsdóttir
framkvæmdastjóri var þar í
10. sæti. Í nóvember sama ár
var Anna Aurora síðan kosin í
stjórn Framsóknarfélags Mos
fellsbæjar þar sem hún sat í
skamman tíma.
Í samtali við Mannlíf á
dögunum sagði fyrrverandi
samstarfsmaður hennar í
stjórnmálum að ákveðnar við
vörunarbjöllur hefðu farið af
stað um það leyti sem Anna
Aurora sóttist eftir áhrifum
innan flokksins og vildi kom
ast á þing. Henni hefði þá vís
vitandi verið haldið til hliðar
og í kjölfarið hafi hún sagt sig
frá öllum störfum í flokknum
fyrir ári, vegna óánægju með
að hafa ekki hlotið brautar
gengi innan hans.
2018
Fyrrnefnt fyrirtæki Önnu
Auroru, Farmvernd og akstur
ehf., var úrskurðað gjaldþrota
í apríl 2018. Í nóvember sama
ár var tilkynnt um stofnun
sameignarfélagsins Aurora
Nordic sf. Skráðir félagsmenn
eru Anna Aurora og karl
maður á fimmtugsaldri, hvort
með helmingshlut. Samkvæmt
heimildum DV er um að ræða
fyrrverandi unnusta Önnu
Auroru. Í apríl 2019 segir sá
maður sig úr fyrirtækinu og
sambýlismaður Önnu er í
staðinn skráður með 50 pró
senta eignarhlut. Fyrirtækið
er enn skráð virkt í dag og
sinnir eftirfarandi starfsemi:
Lögfræðiþjónustu, bílasölu og
sölu á öðrum ökutækjum, far
þegaflutningum, akstri vöru
bíla og öðrum vöruflutning
um; reikningshaldi, bókhaldi,
endurskoðun og skattaráðgjöf;
viðskiptaráðgjöf og annarri
rekstrarráðgjöf; ferðaskrif
stofustarfsemi og skipulagn
ingu ferða.
Sagðist vera
réttarmeinafræðingur
Fyrr í mánuðinum greindi DV
frá því að Anna Aurora hefði
reynt að villa á sér heimildir
sem réttarmeinafræðingur og
sagt í tölvupósti til manns að
hún hefði doktorsgráðu í þeim
fræðum. Undirritun undir
tölvubréf hennar sýndi þann
titil. Bauð hún manninum
þjónustu sem fyrsta flokks
réttarmeinafræðingur í erf
iðu dómsmáli sem maðurinn
tengist.
Þá hefur DV einnig greint
frá því að á seinasta ári kærði
Örvar Friðriksson Önnu fyrir
fjársvik. DV hefur undir
höndum gögn sem sýna að
Örvar lagði 500.000 krónur
inn á reikning Önnu Auroru
fyrir nokkrum árum. Kemur
fram á greiðslukvittun að
greiðslan sé vegna stofnunar
hlutafélags. Örvar staðhæfir
að Anna Aurora hafi þóst vera
lögfræðingur með meistara
gráðu frá háskóla í Edinborg,
og hafi talið honum trú um að
hún byggi yfir dýrmætum við
skiptasamböndum. Hann hafi
verið að stofna fyrirtæki á
þessum tíma og hún hafi boð
ist til að sjá um pappírsvinnu
við það ef hann legði inn hjá
sér þá lágmarks inneign sem
þyrfti að vera á reikningi til
að hægt væri að stofna félag
ið. Örvar segir hana ekki hafa
efnt þessi fyrirheit og eftir að
hafa reynt að endurheimta féð
með kröfubréfum hafi hann
kært Önnu Auroru.
Þá greindi DV greint frá því
að síðastliðinn vetur hafi Anna
Aurora sinnt kennslustörfum
í Hörðuvallaskóla í Kópavogi.
Sinnir hún þeim störfum á
undanþágu frá menntamála
ráðuneytinu þar sem hún
hefur ekki tilskilin réttindi til
að starfa sem kennari. Hefur
hún starfað í skólanum sem
forfallakennari. Þess ber að
geta að í nóvember síðast
liðnum birti Anna Aurora
færslu á Twitter þar sem hún
sagðist vera umsjónarkennari
7. bekkjar í Hörðuvallaskóla.
Á vef Kópavogsbæjar er
Anna Aurora einnig skráð sem
stundakennari við Álfhóls
skóla. Samkvæmt heimildum
DV hefur hún einnig verið
skráð sem stundakennari við
Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.
Segist alsaklaus
Það var síðan fyrr á árinu að
Anna fékk starf sem sjúkra
liði í bakvarðasveit Heilbrigð
isstofnunar Vestfjarða, nánar
tiltekið á hjúkrunarheimilinu
Bergi í Bolungarvík.
Að kvöldi 9. apríl fóru að
berast ábendingar um að
Anna Aurora væri ekki öll
þar sem hún er séð. Morgun
inn eftir greindu fjölmiðlar
frá því að kona úr bakvarða
sveit Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða sem starfað hefði
í vikunni á hjúkrunarheimil
inu Bergi í Bolungarvík hefði
verið handtekin, grunuð um að
hafa falsað skjöl um menntun
og starfsleyfi sín sem sjúkra
liði. Þá kom fram að hún væri
grunuð um að hafa stolið eða
reynt að stela lyfjum.
Anna Aurora hafði þá verið
mjög virk á samfélagsmiðlum
og birt þar myndir og um
mæli um störf sín í bakvarða
sveitinni. Forsíðumynd henn
ar var skreytt slagorðinu „Við
erum öll Almannavarnir“.
Í kvöldfréttum RÚV birtist
mynd af Önnu Auroru sem
hún hafði birt á Instagram.
Myndin sýnir Önnu Auroru
í búningi hjúkrunarfræðings
og segist hún vera að fara að
„hjúkkast“.
Eftir að Önnu Auroru var
sleppt úr haldi lögreglu steig
hún fram í viðtali við Mann
líf þar sem hún fullyrti að
hún væri alsaklaus og hefði
ekkert að fela. Þá sagðist hún
hafa ráðið sér lögmann til að
stefna Gylfa Ólafssyni, for
stjóra Heilbrigðisstofnunar
Vestfjarða, og lögreglustjór
anum á Vestfjörðum. „Ég
sagði allan tímann frá því að
ég væri með erlent próf en
ekki íslenskt, sem ætti eftir
að meta. Úti er þetta sem
sjúkraliðapróf og síðan er ég
líka með annað próf sem er
ígildi háskólagráðu. Ég til
kynnti það strax á minni um
sókn að ég væri með erlend
próf og það voru allir með
vitaðir um það enda tilkynnti
ég það líka strax við komuna
vestur. Það gerði ég um leið
og ég mætti og það stóð á
öllum plöggum,“ sagði Anna
Aurora jafnframt.
Við vinnslu greinarinnar
gerði DV ítrekaðar tilraunir
til að ná tali af Önnu Auroru
en án árangurs. n
Anna Aurora er 36 ára, fimm barna móðir, úr Mosfellsbænum. Henni er gefið að sök að hafa ítrekað villt
á sér heimildir. MYND/SKJÁSKOT AF TWITTER
Framhald af síðu 6
24. APRÍL 2020 DV8 FRÉTTIR